Wenger segist hafa átt að hætta miklu fyrr hjá Arsenal Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. nóvember 2021 13:30 Arsene Wenger gerði Arsenal sjö sinnum að bikarmeisturum. getty/Stuart MacFarlane Arsene Wenger viðurkennir að hann hafi verið of lengi í starfi hjá Arsenal. Þetta kemur fram í nýrri heimildamynd um kappann. Wenger stýrði Arsenal í 22 ár, á árunum 1996-2018, og á þeim tíma varð liðið þrisvar sinnum Englandsmeistari og sjö sinnum bikarmeistari. Síðustu ár Wengers hjá Arsenal voru þó erfið og margir stuðningsmenn liðsins vildu sjá hann hverfa á braut. Frakkinn hefur nú loksins viðurkennt að hann hefði átt að fara fyrr frá Arsenal. „Ég samsamaði mig félaginu. Það voru mistökin sem ég gerði. Minn stærsti galli er að ég elska of mikið að vera þar sem ég er. Ég sé eftir því. Ég hefði átt að fara annað,“ sagði Wenger í heimildamyndinni, Arsene Wenger: Invincible. Wenger segir að margt hafi breyst hjá Arsenal eftir að David Dein hætti sem stjórnarformaður félagsins 2007 og hann hefði kannski átt að fara líka á þeim tíma. „Árið 2007 fann ég í fyrsta sinn fyrir núningi innan stjórnarinnar. Ég var efins hvort ég ætti að sýna stjórninni eða David tryggð. Enn þann dag í dag velti ég því fyrir mér hvort ég hafi tekið rétta ákvörðun því hlutirnir voru aldrei samir eftir þetta.“ Wenger segist hafa fengið fjölmörg tækifæri til að yfirgefa Arsenal og enginn skortur hafi verið á starfstilboðum. „Ég hefði getað tekið við franska landsliðinu og því enska tvisvar eða þrisvar. Ég gat í tvígang farið til Real Madrid. Ég gat farið til Juventus, Paris Saint-Germain og jafnvel Manchester United.“ Wenger, sem er 72 ára, starfar nú hjá FIFA og er ötull talsmaður þess að halda heimsmeistaramótið á tveggja ára fresti en ekki fjögurra ára. Enski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Sjá meira
Wenger stýrði Arsenal í 22 ár, á árunum 1996-2018, og á þeim tíma varð liðið þrisvar sinnum Englandsmeistari og sjö sinnum bikarmeistari. Síðustu ár Wengers hjá Arsenal voru þó erfið og margir stuðningsmenn liðsins vildu sjá hann hverfa á braut. Frakkinn hefur nú loksins viðurkennt að hann hefði átt að fara fyrr frá Arsenal. „Ég samsamaði mig félaginu. Það voru mistökin sem ég gerði. Minn stærsti galli er að ég elska of mikið að vera þar sem ég er. Ég sé eftir því. Ég hefði átt að fara annað,“ sagði Wenger í heimildamyndinni, Arsene Wenger: Invincible. Wenger segir að margt hafi breyst hjá Arsenal eftir að David Dein hætti sem stjórnarformaður félagsins 2007 og hann hefði kannski átt að fara líka á þeim tíma. „Árið 2007 fann ég í fyrsta sinn fyrir núningi innan stjórnarinnar. Ég var efins hvort ég ætti að sýna stjórninni eða David tryggð. Enn þann dag í dag velti ég því fyrir mér hvort ég hafi tekið rétta ákvörðun því hlutirnir voru aldrei samir eftir þetta.“ Wenger segist hafa fengið fjölmörg tækifæri til að yfirgefa Arsenal og enginn skortur hafi verið á starfstilboðum. „Ég hefði getað tekið við franska landsliðinu og því enska tvisvar eða þrisvar. Ég gat í tvígang farið til Real Madrid. Ég gat farið til Juventus, Paris Saint-Germain og jafnvel Manchester United.“ Wenger, sem er 72 ára, starfar nú hjá FIFA og er ötull talsmaður þess að halda heimsmeistaramótið á tveggja ára fresti en ekki fjögurra ára.
Enski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Sjá meira