Valtteri Bottas á ráspól í Mexíkó Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 7. nóvember 2021 07:01 Valtteri Bottas verður á ráspól í dag EPA-EFE/David Guzman Finninn Valtteri Bottas sem ekur fyrir lið Mercedes var með besta tímann í tímatökunni fyrir mexíkóska kappaksturinn sem fer fram í Mexíkóborg síðar í dag. Bottas, sem er í þriðja sætinu í stigakeppni ökuþóra ók brautina í gær á tímanum 1:15.875 og skaut þar með liðsfélaga sínum, Lewis Hamilton, ref fyrir rass. Hamilton, sem er sigursælasti ökumaður sögunnar varð annar á tímanum 1:16.020 og þar með er Mercedes með fyrstu tvo bílana í ræsingunni. Max Verstappen, sem leiðir stigakeppni ökumanna og er þar með tólf stiga forskot á Hamilton náði þriðja sæti á tímanum 1:16.225. Liðsfélagi Verstappen hjá Red Bull, Sergio Perez, varð í fjórða sæti. Tímatakan sjálf var æsispennandi þar sem Verstappen leiddi lengst af. En í kjölfar áreksturs hjá Lance Stroll hjá Aston Martin þurfti að gera rúmlega hálftíma hlé. Eftir hléið tókst bæði Hamilton og Bottas að ná betri tíma. Mercedes eru í efsta sæti í liðakeppninni og Red Bull eru í öðru sæti. Formúla Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Bottas, sem er í þriðja sætinu í stigakeppni ökuþóra ók brautina í gær á tímanum 1:15.875 og skaut þar með liðsfélaga sínum, Lewis Hamilton, ref fyrir rass. Hamilton, sem er sigursælasti ökumaður sögunnar varð annar á tímanum 1:16.020 og þar með er Mercedes með fyrstu tvo bílana í ræsingunni. Max Verstappen, sem leiðir stigakeppni ökumanna og er þar með tólf stiga forskot á Hamilton náði þriðja sæti á tímanum 1:16.225. Liðsfélagi Verstappen hjá Red Bull, Sergio Perez, varð í fjórða sæti. Tímatakan sjálf var æsispennandi þar sem Verstappen leiddi lengst af. En í kjölfar áreksturs hjá Lance Stroll hjá Aston Martin þurfti að gera rúmlega hálftíma hlé. Eftir hléið tókst bæði Hamilton og Bottas að ná betri tíma. Mercedes eru í efsta sæti í liðakeppninni og Red Bull eru í öðru sæti.
Formúla Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira