Musk hefur skoðanakönnun á því hvort hann eigi að selja 10 prósent í Tesla Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. nóvember 2021 20:48 Elon Musk, stofnandi SpaceX og Tesla og auðugasti maður heims. EPA/Patrick Pleul Frumkvöðullinn og viðskiptajöfurinn Elon Musk hefur efnt til skoðanakannanar á Twitter þar sem hann spyr 62 milljón fylgjendur sínar hvort hann eigi að selja 10 prósent af hlutabréfum sínum í Tesla. Tilefnið virðist vera umræða um það hvernig efnamenn greiða ekki skatt jafnvel þótt virði þess hlutafjár sem þeir eiga snarhækki. Musk segist á Twitter hvorki þiggja laun né fá greidda bónusa; það eina sem hann eigi sé hlutafé og því sé eina leiðin fyrir hann að greiða skatt að selja hlutaféð og greiða skatt af hagnaðinum. „Ég mun hlýta niðurstöðum þessarar könnunar, hvernig sem hún fer,“ lofar milljarðamæringurinn sérvitri, sem er annar ríkasti maður heims á eftir Jeff Bezos, stofnanda Amazon. Auður Musk var fyrr á árinu metinn á 151 milljarð Bandaríkjadala en Tesla var nýlega sagt vera virði trilljón dala. Musk á 23 prósent í fyrirtækinu og er hlutur hans því nú um 230 milljarða dala virði. Þegar þetta er skrifað hafa 758 þúsund manns tekið þátt í könnuninni og 55,7 prósent sagt Já en 44,3 prósent sagt nei. Much is made lately of unrealized gains being a means of tax avoidance, so I propose selling 10% of my Tesla stock.Do you support this?— Elon Musk (@elonmusk) November 6, 2021 Tesla Bandaríkin Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Tilefnið virðist vera umræða um það hvernig efnamenn greiða ekki skatt jafnvel þótt virði þess hlutafjár sem þeir eiga snarhækki. Musk segist á Twitter hvorki þiggja laun né fá greidda bónusa; það eina sem hann eigi sé hlutafé og því sé eina leiðin fyrir hann að greiða skatt að selja hlutaféð og greiða skatt af hagnaðinum. „Ég mun hlýta niðurstöðum þessarar könnunar, hvernig sem hún fer,“ lofar milljarðamæringurinn sérvitri, sem er annar ríkasti maður heims á eftir Jeff Bezos, stofnanda Amazon. Auður Musk var fyrr á árinu metinn á 151 milljarð Bandaríkjadala en Tesla var nýlega sagt vera virði trilljón dala. Musk á 23 prósent í fyrirtækinu og er hlutur hans því nú um 230 milljarða dala virði. Þegar þetta er skrifað hafa 758 þúsund manns tekið þátt í könnuninni og 55,7 prósent sagt Já en 44,3 prósent sagt nei. Much is made lately of unrealized gains being a means of tax avoidance, so I propose selling 10% of my Tesla stock.Do you support this?— Elon Musk (@elonmusk) November 6, 2021
Tesla Bandaríkin Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira