Solskjær kveðst ekki skilja umræðuna um Ronaldo: Einn besti leikmaður sögunnar Arnar Geir Halldórsson skrifar 6. nóvember 2021 11:01 Ole Gunnar Solskjær þakkar Cristinao Ronaldo kærlega fyrir sitt framlag. Catherine Ivill/Getty Images Ole Gunnar Solskjær, stjóri Man Utd, gefur lítið fyrir umræðu þess efnis að koma Cristiano Ronaldo til félagsins hafi ekki haft góð áhrif á leik liðsins. Spilamennska Man Utd hefur ekki þótt sannfærandi það sem af er leiktíðar og situr liðið í 5.sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir tíu umferðir, átta stigum á eftir toppliði Chelsea. Einhverjir spekingar telja tilveru Ronaldo innan liðsins hafa slæm áhrif á leikstílinn en ekki er þó hægt að kvarta mikið yfir framlagi Portúgalans snjalla sem hefur skorað níu mörk í ellefu leikjum. „Hann er einn besti fótboltamaðurinn sem hefur gengið um þessa plánetu. Hans áhrif hafa verið gríðarleg. Hann skorar mörk og vinnur vel fyrir liðið. Hann er úrvals atvinnumaður.“ „Ég skil ekki hvernig fólk getur litið á komu hans neikvæðum augum. Við erum mjög ánægðir með hvernig hann hefur byrjað hjá okkur,“ segir Ole Gunnar. Man Utd mætir Man City í stórleik 11.umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í dag, aðeins nokkrum dögum eftir að hafa steinlegið fyrir hinum erkifjendunum í Liverpool á Old Trafford um síðustu helgi. „Við erum búnir að segja skilið við þann leik. Auðvitað fer hann í sögubækurnar en við höfum átt góða viku. Við náðum í góð úrslit á útivelli í erfiðum leik og við höfum jákvætt hugarfar,“ segir Ole, stálsleginn. „Við verðum að fara inn í þennan leik með trú á að við getum gert góða hluti. Þetta er nágrannaslagur og það vita allir hvað er mikið undir.“ Enski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Mætir Liverpool en fær gæsahús þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira
Spilamennska Man Utd hefur ekki þótt sannfærandi það sem af er leiktíðar og situr liðið í 5.sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir tíu umferðir, átta stigum á eftir toppliði Chelsea. Einhverjir spekingar telja tilveru Ronaldo innan liðsins hafa slæm áhrif á leikstílinn en ekki er þó hægt að kvarta mikið yfir framlagi Portúgalans snjalla sem hefur skorað níu mörk í ellefu leikjum. „Hann er einn besti fótboltamaðurinn sem hefur gengið um þessa plánetu. Hans áhrif hafa verið gríðarleg. Hann skorar mörk og vinnur vel fyrir liðið. Hann er úrvals atvinnumaður.“ „Ég skil ekki hvernig fólk getur litið á komu hans neikvæðum augum. Við erum mjög ánægðir með hvernig hann hefur byrjað hjá okkur,“ segir Ole Gunnar. Man Utd mætir Man City í stórleik 11.umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í dag, aðeins nokkrum dögum eftir að hafa steinlegið fyrir hinum erkifjendunum í Liverpool á Old Trafford um síðustu helgi. „Við erum búnir að segja skilið við þann leik. Auðvitað fer hann í sögubækurnar en við höfum átt góða viku. Við náðum í góð úrslit á útivelli í erfiðum leik og við höfum jákvætt hugarfar,“ segir Ole, stálsleginn. „Við verðum að fara inn í þennan leik með trú á að við getum gert góða hluti. Þetta er nágrannaslagur og það vita allir hvað er mikið undir.“
Enski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Mætir Liverpool en fær gæsahús þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira