Segir að önnur lið vonist eftir sigri United svo Solskjær haldi starfinu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. október 2021 17:46 Ole Gunnar Solskjær er sagður valtur í starfi. EPA-EFE/Peter Powell Sparkspekingurinn og fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Paul Merson segir að stuðningsmenn annarra liða en Manchester United vonist eftir sigri Rauðu djöflanna gegn Tottenham á morgun svo Norðmaðurinn Ole Gunnar Solskjær haldi starfi sínu lengur sem knattspyrnustjóri liðsins. Fyrsti deildarleikur United eftir vægast sagt niðurlægjandi 5-0 tap gegn erkifjendunum í Liverpool um seinustu helgi er útileikur gegn Tottenham Hotspur á morgun. Bæði lið hafa verið í basli í upphafi tímabils og tap gegn Tottenham myndi skapa enn meiri óvissu um framtíð Solskjær sem knattspyrnustjóri United. Merson segir að stuðningsmenn liðanna sem eru líklegust til að berjast við United um Evrópusæti muni vonast eftir sigri Manchester-liðsins. Nema þá kannski stuðningsmenn Tottenham. „Það skrýtna er að stuðningsmenn annarra liða munu vilja að United vinni svo að Solkjær haldi starfinu,“ skrifaði Merson í pistli sínum. „Þú þarft bara að horfa á Chelsea síðan Thomas Tuchel tók við til að sjá hvaða áhrif nýr þjálfari getur haft. Þeir unnu Meistaradeildina og eru nú líklegir til að vinna deildina.“ „Ég er ekki viss um að leikurinn á morgun sé skyldusigur fyrir United, en ef hann er það, og klúbburinn heldur í þjálfara sem hangir á bláþræði fyrir hvern einasta leik, er það þá rétta leiðin?“ „Við vitum samt alveg hvað gerist. United vinnur Tottenham og það verður allt í góðu í viku í viðbót. Síðan gætu þeir náð í úrslit á móti Atalanta, en svo tapa þeir líklega gegn City.“ https://twitter.com/SkySportsPL/status/1454074288588275714 Enski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Mætir Liverpool en fær gæsahús þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira
Fyrsti deildarleikur United eftir vægast sagt niðurlægjandi 5-0 tap gegn erkifjendunum í Liverpool um seinustu helgi er útileikur gegn Tottenham Hotspur á morgun. Bæði lið hafa verið í basli í upphafi tímabils og tap gegn Tottenham myndi skapa enn meiri óvissu um framtíð Solskjær sem knattspyrnustjóri United. Merson segir að stuðningsmenn liðanna sem eru líklegust til að berjast við United um Evrópusæti muni vonast eftir sigri Manchester-liðsins. Nema þá kannski stuðningsmenn Tottenham. „Það skrýtna er að stuðningsmenn annarra liða munu vilja að United vinni svo að Solkjær haldi starfinu,“ skrifaði Merson í pistli sínum. „Þú þarft bara að horfa á Chelsea síðan Thomas Tuchel tók við til að sjá hvaða áhrif nýr þjálfari getur haft. Þeir unnu Meistaradeildina og eru nú líklegir til að vinna deildina.“ „Ég er ekki viss um að leikurinn á morgun sé skyldusigur fyrir United, en ef hann er það, og klúbburinn heldur í þjálfara sem hangir á bláþræði fyrir hvern einasta leik, er það þá rétta leiðin?“ „Við vitum samt alveg hvað gerist. United vinnur Tottenham og það verður allt í góðu í viku í viðbót. Síðan gætu þeir náð í úrslit á móti Atalanta, en svo tapa þeir líklega gegn City.“ https://twitter.com/SkySportsPL/status/1454074288588275714
Enski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Mætir Liverpool en fær gæsahús þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira