Grunur um að herinn hafi hylmt yfir morð breskra hermanna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. október 2021 10:37 Rose Wanyua heldur á mynd af systur sinni, Agnesi Wanjiru. epa/Daniel Irungu Hershöfðinginn Mark Carleton-Smith segist blöskra ásakanir þess efnis að breskir hermann kunni að hafa átt þátt í morðinu á konu í Kenía árið 2012. Segist hann munu vinna með yfirvöldum að því að upplýsa málið. Lík Agnesar Wanjiru, 21 árs, fannst í rotþró við Lions Court-hótelið í bænum Nanyuki, nærri þjálfunarbúðum breska hersins. Hennar hafði þá verið saknað í tvo mánuði. Rannsókn leiddi í ljós að hún hafði verið stungin og sundurlimuð. Sunday Times greindi frá því að hermaður sem hefur verið sakaður um morðið hafi játað eftir að félagar hans gáfu hann upp. Þá hefði annar hermaður greint yfirmönnum frá morðinu á sínum tíma en þeir hefðu ekki gripið til neinna aðgerða. Einstaklingar innan Verkamannaflokksins hafa kallað eftir rannsókn á því hvort hylmt hafi verið yfir morðið innan hersins. My message to the Chain of Command on allegations surrounding the actions of British Army personnel in Kenya during 2012. @BritishArmy pic.twitter.com/Kqw0qzavKS— The Chief of the General Staff (@ArmyCGS) October 27, 2021 Samkvæmt Guardian hætti Wanjiru í námi og gerðist vændiskona til að sjá fyrir barni sínu. Hún sást síðast nóttina 31. mars 2012, þar sem hún yfirgaf bar í Nanyuki í fylgd tveggja breskra hermanna. Lík hennar fannst fyrir aftan herbergi þar sem hermennirnir dvöldu. Rannsóknardómari komst að þeirri niðurstöðu árið 2019 að Wanjiru hefði verið myrt af einum eða tveimur breskum hermönnum. Hann sagði að blóð og brotinn spegill hefðu fundist á herbergi á Lions Court-hótelinu og að yfirhylming hefði mögulega átt sér stað. Dóttir Wanjiru, sem nú er 10 ára, dvelur nú hjá móðursystur sinni. „Við erum fátæk en við munum ekki þegja. Ég veit að breskir hermenn myrtu hana. Allt sem ég get gert núna er að biðja fyrir því að þeir náist,“ sagði hún í samtali við Times. Guardian greindi frá. Bretland Kenía Kynferðisofbeldi Vændi Hernaður Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Sjá meira
Lík Agnesar Wanjiru, 21 árs, fannst í rotþró við Lions Court-hótelið í bænum Nanyuki, nærri þjálfunarbúðum breska hersins. Hennar hafði þá verið saknað í tvo mánuði. Rannsókn leiddi í ljós að hún hafði verið stungin og sundurlimuð. Sunday Times greindi frá því að hermaður sem hefur verið sakaður um morðið hafi játað eftir að félagar hans gáfu hann upp. Þá hefði annar hermaður greint yfirmönnum frá morðinu á sínum tíma en þeir hefðu ekki gripið til neinna aðgerða. Einstaklingar innan Verkamannaflokksins hafa kallað eftir rannsókn á því hvort hylmt hafi verið yfir morðið innan hersins. My message to the Chain of Command on allegations surrounding the actions of British Army personnel in Kenya during 2012. @BritishArmy pic.twitter.com/Kqw0qzavKS— The Chief of the General Staff (@ArmyCGS) October 27, 2021 Samkvæmt Guardian hætti Wanjiru í námi og gerðist vændiskona til að sjá fyrir barni sínu. Hún sást síðast nóttina 31. mars 2012, þar sem hún yfirgaf bar í Nanyuki í fylgd tveggja breskra hermanna. Lík hennar fannst fyrir aftan herbergi þar sem hermennirnir dvöldu. Rannsóknardómari komst að þeirri niðurstöðu árið 2019 að Wanjiru hefði verið myrt af einum eða tveimur breskum hermönnum. Hann sagði að blóð og brotinn spegill hefðu fundist á herbergi á Lions Court-hótelinu og að yfirhylming hefði mögulega átt sér stað. Dóttir Wanjiru, sem nú er 10 ára, dvelur nú hjá móðursystur sinni. „Við erum fátæk en við munum ekki þegja. Ég veit að breskir hermenn myrtu hana. Allt sem ég get gert núna er að biðja fyrir því að þeir náist,“ sagði hún í samtali við Times. Guardian greindi frá.
Bretland Kenía Kynferðisofbeldi Vændi Hernaður Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Sjá meira