Bróðir leikmanns Keflavíkur í byrjunarliði Liverpool í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2021 10:30 Harvey Blair í leiknum með Liverpool á móti Preston North End í enska deildabikarnum í gærkvöldi. Getty/Naomi Baker Harvey Blair lék sinn fyrsta leik með aðalliði Liverpool í gærkvöldi þegar Liverpool liðið sló Preston út úr enska deildabikarnum og komst áfram í átta liða úrslit. Þessi átján ára gamli strákur var í byrjunarliðinu og spilaði í þriggja manna framlínu ásamt þeim Takumi Minamino og Divock Origi. Minamino og Origi skoruðu mörkin í 2-0 sigri. Það vita það kannski ekki allir en Blair er með sterka Íslandstengingu. Eldri bróðir hans er Marley Blair, leikmaður Pepsi Max deildar liðs Keflavíkur. unbelievable experience to make my debut for @liverpoolfc and even better to get the win and progress into the next round pic.twitter.com/nrDTL4IZKc— HarveyBlair (@harveyblair77) October 27, 2021 Marley er 22 ára gamall og með samning við Keflavíkurliðið til ársins 2023. Marley sjálfur var í tvö ár með unglingaliðum Liverpool frá 2016 til 2018 en fór þaðan til Burnley. Í febrúar síðastliðnum samdi hann síðan við Keflavík. Marley spilaði tólf leiki með Keflavík í Pepsi Max deildinni en náði ekki að skora. Hann gaf stoðsendingu í síðasta leiknum sínum en fékk líka rautt spjald í leik á móti HK í 19. umferðinni. View this post on Instagram A post shared by MJB (@marleyblair) KSÍ skráir reyndar eitt mark á Marley en það mark var þó augljóst sjálfsmark varnarmanns Skagamanna í lokaumferðinni og er skráð sjálfsmark hjá öllum miðlum nema hjá dómara leiksins Vilhjálmi Alvari Þórarinssyni á leikskýrslu. Marley var með bróður sínum þegar Harvey skrifaði undir sinn fyrsta atvinnumannasamning við Liverpool fyrir ári síðan. Harvey Blair fékk að spila fyrstu 55 mínútur leiksins með Liverpool í gær en fór af velli fyrir jafnaldra sinn Conor Bradley í stöðunni 0-0. A bit on Harvey Blair - the Huddersfield-born Liverpool youngster making his professional debut for the Merseyside club at 18. #lfc https://t.co/kIU8XDUvn7— Ben McKenna (@benmckennaJPI) October 27, 2021 Blair hefur skorað fjögur mörk og lagt upp tvö til viðbótar með átján ára liði Liverpool. Hann spilaði einnig með nítján ára liðinu á móti Atletico Madrid í Meistaradeild yngri liða. Blair var út á vinstri vængnum þar sem hann hefur verið að spila með átján ára liði Liverpool með góðum árangri. Hann hefur einnig spilað sex leiki með 23 ára liðinu í vetur. Hann er því að fá tækifærin og aðeins spurning um hvort hann geti nýtt sér þau. Eldri bróðir hans gefur honum væntanlega góð ráð út frá því sem klikkaði hjá honum á sínum tíma. Enski boltinn Pepsi Max-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Fleiri fréttir Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjá meira
Þessi átján ára gamli strákur var í byrjunarliðinu og spilaði í þriggja manna framlínu ásamt þeim Takumi Minamino og Divock Origi. Minamino og Origi skoruðu mörkin í 2-0 sigri. Það vita það kannski ekki allir en Blair er með sterka Íslandstengingu. Eldri bróðir hans er Marley Blair, leikmaður Pepsi Max deildar liðs Keflavíkur. unbelievable experience to make my debut for @liverpoolfc and even better to get the win and progress into the next round pic.twitter.com/nrDTL4IZKc— HarveyBlair (@harveyblair77) October 27, 2021 Marley er 22 ára gamall og með samning við Keflavíkurliðið til ársins 2023. Marley sjálfur var í tvö ár með unglingaliðum Liverpool frá 2016 til 2018 en fór þaðan til Burnley. Í febrúar síðastliðnum samdi hann síðan við Keflavík. Marley spilaði tólf leiki með Keflavík í Pepsi Max deildinni en náði ekki að skora. Hann gaf stoðsendingu í síðasta leiknum sínum en fékk líka rautt spjald í leik á móti HK í 19. umferðinni. View this post on Instagram A post shared by MJB (@marleyblair) KSÍ skráir reyndar eitt mark á Marley en það mark var þó augljóst sjálfsmark varnarmanns Skagamanna í lokaumferðinni og er skráð sjálfsmark hjá öllum miðlum nema hjá dómara leiksins Vilhjálmi Alvari Þórarinssyni á leikskýrslu. Marley var með bróður sínum þegar Harvey skrifaði undir sinn fyrsta atvinnumannasamning við Liverpool fyrir ári síðan. Harvey Blair fékk að spila fyrstu 55 mínútur leiksins með Liverpool í gær en fór af velli fyrir jafnaldra sinn Conor Bradley í stöðunni 0-0. A bit on Harvey Blair - the Huddersfield-born Liverpool youngster making his professional debut for the Merseyside club at 18. #lfc https://t.co/kIU8XDUvn7— Ben McKenna (@benmckennaJPI) October 27, 2021 Blair hefur skorað fjögur mörk og lagt upp tvö til viðbótar með átján ára liði Liverpool. Hann spilaði einnig með nítján ára liðinu á móti Atletico Madrid í Meistaradeild yngri liða. Blair var út á vinstri vængnum þar sem hann hefur verið að spila með átján ára liði Liverpool með góðum árangri. Hann hefur einnig spilað sex leiki með 23 ára liðinu í vetur. Hann er því að fá tækifærin og aðeins spurning um hvort hann geti nýtt sér þau. Eldri bróðir hans gefur honum væntanlega góð ráð út frá því sem klikkaði hjá honum á sínum tíma.
Enski boltinn Pepsi Max-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Fleiri fréttir Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjá meira
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti