Sjö breytingar á byrjunarliðinu og þær Cecilía, Amanda og Sif koma allar inn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. október 2021 17:28 Amanda Andradóttir á ferðinni á Laugardalsvelli gegn Evrópumeisturum Hollands, í sínum fyrsta A-landsleik en í kvöld er hún í byrjunarliðinu í fyrsta sinn. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, gerir sjö breytingar á byrjunarliðinu sínu fyrir leikinn á móti Kýpur í undankeppni HM 2023 sem fer fram á Laugardalsvellinum í kvöld. Það eru aðeins fjórir leikmenn liðsins sem halda sæti sínu frá því í 4-0 sigrinum á Tékklandi á föstudaginn en það eru þær Guðný Árnadóttir, Dagný Brynjarsdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir. Elísa Viðarsdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Alexandra Jóhannsdóttir og Svava Rós Guðmundsdóttir komu allar inn á sem varamenn í þeim leik en þær eru í byrjunarliðinu í dag. Hin sautján ára gamla Amanda Jacobsen Andradóttir er í byrjunarliðinu í fyrsta sinn og Sif Atladóttir mun í kvöld spila sinn fyrsta A-landsleik í rúm tvö ár. Sif lék síðast með íslenska A-landsliðinu í leik á móti Lettlandi 8. október 2019. Sif er fyrirliði liðsins í kvöld. Hin átján ára Cecilía Rán Rúnarsdóttir er í markinu hjá íslenska liðinu í kvöld. Þetta er hennar fjórði A-landsleikur en í fyrsta sinn sem hún er í byrjunarliðinu í keppnisleik. Leikmennirnir sem missa sæti sitt í byrjunarliðinu eru þær Sandra Sigurðardóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir, Agla María Albertsdóttir og Guðrún Arnardóttir. Þær áttu flestar mjög góðan leik á móti Tékkum en Þorsteinn ætlar greinilega að nýta tækifærið og gefa fleiri leikmönnum möguleika á að sýna sig og sanna. Þetta þýðir að sex leikmenn íslenska byrjunarliðsins í kvöld, meirihluti liðsins, eru fæddar á þessari öld eða árið 2000 eða síðar. Íslenska liðið á að vinna leikinn í kvöld en kýpversku stelpurnar eru búnar að tapa síðustu tveimur leikjum sínum 8-0 þar af öðrum þeirra á móti Tékkum sem íslenska liðið vann 4-0 í Laugardalnum á föstudagskvöldið. Byrjunarlið Íslands á móti Kýpur í undankeppni HM: Cecilía Rán Rúnarsdóttir Guðný Árnadóttir Ingibjörg Sigurðardóttir Sif Atladóttir, fyrirliði Elísa Viðarsdóttir Alexandra Jóhannsdóttir Dagný Brynjarsdóttir Karólína Lea Vilhjálmsdóttir Sveindís Jane Jónsdóttir Svava Rós Guðmundsdóttir Amanda Jacobsen Andradóttir Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Fleiri fréttir Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira
Það eru aðeins fjórir leikmenn liðsins sem halda sæti sínu frá því í 4-0 sigrinum á Tékklandi á föstudaginn en það eru þær Guðný Árnadóttir, Dagný Brynjarsdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir. Elísa Viðarsdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Alexandra Jóhannsdóttir og Svava Rós Guðmundsdóttir komu allar inn á sem varamenn í þeim leik en þær eru í byrjunarliðinu í dag. Hin sautján ára gamla Amanda Jacobsen Andradóttir er í byrjunarliðinu í fyrsta sinn og Sif Atladóttir mun í kvöld spila sinn fyrsta A-landsleik í rúm tvö ár. Sif lék síðast með íslenska A-landsliðinu í leik á móti Lettlandi 8. október 2019. Sif er fyrirliði liðsins í kvöld. Hin átján ára Cecilía Rán Rúnarsdóttir er í markinu hjá íslenska liðinu í kvöld. Þetta er hennar fjórði A-landsleikur en í fyrsta sinn sem hún er í byrjunarliðinu í keppnisleik. Leikmennirnir sem missa sæti sitt í byrjunarliðinu eru þær Sandra Sigurðardóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir, Agla María Albertsdóttir og Guðrún Arnardóttir. Þær áttu flestar mjög góðan leik á móti Tékkum en Þorsteinn ætlar greinilega að nýta tækifærið og gefa fleiri leikmönnum möguleika á að sýna sig og sanna. Þetta þýðir að sex leikmenn íslenska byrjunarliðsins í kvöld, meirihluti liðsins, eru fæddar á þessari öld eða árið 2000 eða síðar. Íslenska liðið á að vinna leikinn í kvöld en kýpversku stelpurnar eru búnar að tapa síðustu tveimur leikjum sínum 8-0 þar af öðrum þeirra á móti Tékkum sem íslenska liðið vann 4-0 í Laugardalnum á föstudagskvöldið. Byrjunarlið Íslands á móti Kýpur í undankeppni HM: Cecilía Rán Rúnarsdóttir Guðný Árnadóttir Ingibjörg Sigurðardóttir Sif Atladóttir, fyrirliði Elísa Viðarsdóttir Alexandra Jóhannsdóttir Dagný Brynjarsdóttir Karólína Lea Vilhjálmsdóttir Sveindís Jane Jónsdóttir Svava Rós Guðmundsdóttir Amanda Jacobsen Andradóttir Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm
Byrjunarlið Íslands á móti Kýpur í undankeppni HM: Cecilía Rán Rúnarsdóttir Guðný Árnadóttir Ingibjörg Sigurðardóttir Sif Atladóttir, fyrirliði Elísa Viðarsdóttir Alexandra Jóhannsdóttir Dagný Brynjarsdóttir Karólína Lea Vilhjálmsdóttir Sveindís Jane Jónsdóttir Svava Rós Guðmundsdóttir Amanda Jacobsen Andradóttir
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Fleiri fréttir Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira