Snorri Steinn: Flestir þættir sem tikkuðu í dag Ester Ósk Árnadóttir skrifar 24. október 2021 20:25 Snorri Steinn hvetur sína menn til dáða. Óskar Bjarni, aðstoðarþjálfari, hans vinstri hönd. vísir/hulda margrét „Við vorum frábærir strax frá byrjun. Björgvin var geggjaður í markinu og við gengum eiginlega bara á lagið. Við vissum að KA menn yrðu brothættir í dag þar sem þeir eru búnir að tapa tveimur leikjum í röð þannig það var sterkt að byrja þetta svona vel. Menn héldu bara áfram og lögðu klárlega grunninn að þessu í fyrri hálfleik. Við hefum meira segja geta verið meira yfir í hálfleik,“ sagði Snorri Stein Guðjónsson þjálfari Vals eftir níu marka sigur á KA mönnum í KA heimilinu í dag. „Vörn og markvarsla er klárlega það sem skóp þetta í dag, hraðaupphlaupin sömuleiðis frábær. Þegar þú vinnur svona sannfærandi sigur þá eru yfirleitt flestir þættir sem tikka. Við drógum tennurnar úr KA mönnum, þeir fundu sig ekki alveg en ég tek ekkert af mínum strákum. Þeir voru geggjaðir í kvöld.“ Valsmenn voru að vinna með 8 mörkum í hálfleik, 8-16 en héldu áfram að keyra á KA menn í seinni hálfleik. „Ég var mjög ánægður með það. Við töluðum um þetta í hálfleik. Það er hættuleg staða að vera með svona mörg mörk á þá. Sömuleiðis voru við að byrja seinni hálfleikinn tveimur mönnum færri en við byrjuðum bara strax af sama krafti og ég gat rúllað vel á liðinu sem var mjög gott.“ Björgvin Páll Gústafson var frábær í marki Valsmanna í dag, með 53% markvörslu þegar hann var tekinn út af þegar um 20 mínútur voru eftir af leiknum. „Það var eðlilega ekki út af frammistöðunni en mér fannst við bara vera með leikinn í höndunum. Sakai Motoki hefur fengið að spila lítið þannig það var gott að geta gefið honum mínútur. Á meðan Bjöggi er að verja svona vel er erfitt að koma Motoki að. Hann hefur alveg skilning fyrir því. Ég held að Bjöggi sé ekkert í fýlu þótt ég hafi tekið hann út af.“ Valsmenn eru afar sannfærandi og hafa unnið fyrstu fimm leiki deildarinnar og virka óstöðvandi. „Það getur vel verið en ég er búinn að segja það mörgum sinnum áður að við erum kannski aðeins framar öðrum liðum bara út af prógramminu sem við áttum í byrjun móts. Við getum ekkert horft mikið í það þótt við séum búnir að sigra þessa fimm leiki. Við erum góðir eins og er en það er líka kúnst að halda því og geta verið gott lið. Við þurfum að sýna gæði og auðmýkt hvað það varðar en við þurfum bara að halda áfram. Vinna í okkar málum og reyna að vera betri, finna hluti sem við getum lagað. Það gerist ekkert í október það vita það allir.“ Það voru margir leikmenn sem fengu að spila í Valsliðinu í dag, mikill breidd og gæði í hópnum. „Ég er að rúlla vel á liðinu. Við erum með tvo utan hóps, góðir leikmenn sem eru að glíma við meiðsli. Það er frábært fyrir mig sem þjálfara og kannski bara hausverkur að það sé breidd í liðinu en það er geggjað að menn séu bara að grípa tækifærið og finna taktinn saman. Það held ég að eigi ekki að vera slæmur hlutur.“ Valsmenn eiga útileik á móti Stjörnunni í næstu umferð. Stjarnan hefur sömuleiðis verið á siglingu í deildinni og höfðu unnið 4 leiki af 4 mögulegum þegar síðustu umferð leik. Því um toppslag að ræða. „Það verður bara spennandi. Stjarnan er búið að vera gott á tímabilinu og ná í frábær úrslit. Við vorum að ströggla með þá í fyrra þannig að við kíkjum bara á það í rútunni á leiðinni heim og svo bara mætum við brattir á fimmtudaginn.“ KA Valur Olís-deild karla Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
„Vörn og markvarsla er klárlega það sem skóp þetta í dag, hraðaupphlaupin sömuleiðis frábær. Þegar þú vinnur svona sannfærandi sigur þá eru yfirleitt flestir þættir sem tikka. Við drógum tennurnar úr KA mönnum, þeir fundu sig ekki alveg en ég tek ekkert af mínum strákum. Þeir voru geggjaðir í kvöld.“ Valsmenn voru að vinna með 8 mörkum í hálfleik, 8-16 en héldu áfram að keyra á KA menn í seinni hálfleik. „Ég var mjög ánægður með það. Við töluðum um þetta í hálfleik. Það er hættuleg staða að vera með svona mörg mörk á þá. Sömuleiðis voru við að byrja seinni hálfleikinn tveimur mönnum færri en við byrjuðum bara strax af sama krafti og ég gat rúllað vel á liðinu sem var mjög gott.“ Björgvin Páll Gústafson var frábær í marki Valsmanna í dag, með 53% markvörslu þegar hann var tekinn út af þegar um 20 mínútur voru eftir af leiknum. „Það var eðlilega ekki út af frammistöðunni en mér fannst við bara vera með leikinn í höndunum. Sakai Motoki hefur fengið að spila lítið þannig það var gott að geta gefið honum mínútur. Á meðan Bjöggi er að verja svona vel er erfitt að koma Motoki að. Hann hefur alveg skilning fyrir því. Ég held að Bjöggi sé ekkert í fýlu þótt ég hafi tekið hann út af.“ Valsmenn eru afar sannfærandi og hafa unnið fyrstu fimm leiki deildarinnar og virka óstöðvandi. „Það getur vel verið en ég er búinn að segja það mörgum sinnum áður að við erum kannski aðeins framar öðrum liðum bara út af prógramminu sem við áttum í byrjun móts. Við getum ekkert horft mikið í það þótt við séum búnir að sigra þessa fimm leiki. Við erum góðir eins og er en það er líka kúnst að halda því og geta verið gott lið. Við þurfum að sýna gæði og auðmýkt hvað það varðar en við þurfum bara að halda áfram. Vinna í okkar málum og reyna að vera betri, finna hluti sem við getum lagað. Það gerist ekkert í október það vita það allir.“ Það voru margir leikmenn sem fengu að spila í Valsliðinu í dag, mikill breidd og gæði í hópnum. „Ég er að rúlla vel á liðinu. Við erum með tvo utan hóps, góðir leikmenn sem eru að glíma við meiðsli. Það er frábært fyrir mig sem þjálfara og kannski bara hausverkur að það sé breidd í liðinu en það er geggjað að menn séu bara að grípa tækifærið og finna taktinn saman. Það held ég að eigi ekki að vera slæmur hlutur.“ Valsmenn eiga útileik á móti Stjörnunni í næstu umferð. Stjarnan hefur sömuleiðis verið á siglingu í deildinni og höfðu unnið 4 leiki af 4 mögulegum þegar síðustu umferð leik. Því um toppslag að ræða. „Það verður bara spennandi. Stjarnan er búið að vera gott á tímabilinu og ná í frábær úrslit. Við vorum að ströggla með þá í fyrra þannig að við kíkjum bara á það í rútunni á leiðinni heim og svo bara mætum við brattir á fimmtudaginn.“
KA Valur Olís-deild karla Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira