Arteta segir meðferðina á Steve Bruce fæla menn frá starfinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. október 2021 16:00 Mikel Arteta tekur í höndina Steve Bruce eftir leik liða þeirra á síðasta tímabili. Getty/David Price Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal finnur til með kollega sínum Steve Bruce sem var rekinn sem knattspyrnustjóri Newcastle United á miðvikudaginn. Bruce sagði frá því í viðtali við Telegraph að árin tvö hjá Newcastle hafi verið mjög erfið fyrir hann og fjölskyldu hans. Bruce fékk mikla gagnrýni og fjölskyldumeðlimir sluppu ekki við pressuna sem var á þessum fyrrum fyrirliða Manchester United sem er einn reyndasti knattspyrnustjórinn enska boltanum. Bruce fékk bara einn leik og þrettán daga í starfi eftir að nýir eigendur eignuðust Newcastle. Hann segist líklega hafa stýrt sínum síðasta leik á ferlinum. Mikel Arteta has warned that some football coaches are being put off management because of the abuse from fans and on social media.— Sky Sports News (@SkySportsNews) October 21, 2021 Arteta segir að núverandi og líklegir knattspyrnustjórar framtíðarinnar muni hugsa sig tvisvar um að gerast stjórar liða í framtíðinni. „Já, margir hugsa þannig. Ég hef heyrt mikið um það og ég á marga vini sem hafa verið að taka þjálfaranámskeið en efast um hvort þeir treysta sér að setjast í heita sætið. Þeir telja kannski betra að verða bara aðstoðarmaður eða eitthvað viðlíka,“ sagði Mikel Arteta. „Fyrir mig sjálfan þá má það ekki vera hindrun að vera hræddur við þá meðferð sem þú munt fá. Ég tel að ánægjan sé það mikil á móti að það ætti ekki að stoppa þig,“ sagði Arteta. „Það er samt mikilvægt að við tökum til í þessu umhverfi og komum hlutunum í rétt ferli. Ef við gerum það ekki þá verður þetta ekkert betra í framtíðinni. Þetta ástand verður bara verra ef við tökum ekki á þessu,“ sagði Arteta. "He's one of the most important managers that England has had in the last 100 years."Mikel Arteta says he was shocked by the words from Steve Bruce's open letter after leaving Newcastle pic.twitter.com/sEySpuMYDN— Football Daily (@footballdaily) October 21, 2021 Mikel Arteta er 39 ára gamall og meira en tuttugu árum yngri en Steve Bruce. Arteta hefur þurft að þola mikla gagnrýni sem stjóri Arsenal en gengi liðsins var mjög slakt til að byrja með á þessu tímabili. Arsenal tapaði þremur fyrstu leikjum sínum en hefur síðan spilað fimm leiki í röð án taps. Tveir síðustu leikirnir hafa endað með jafntefli en þeir voru á móti Brighton og Crystal Palace. Arsenal liðið mætir Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og reynir að komast upp úr tólfa sætinu. Enski boltinn Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Fótbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Sjá meira
Bruce sagði frá því í viðtali við Telegraph að árin tvö hjá Newcastle hafi verið mjög erfið fyrir hann og fjölskyldu hans. Bruce fékk mikla gagnrýni og fjölskyldumeðlimir sluppu ekki við pressuna sem var á þessum fyrrum fyrirliða Manchester United sem er einn reyndasti knattspyrnustjórinn enska boltanum. Bruce fékk bara einn leik og þrettán daga í starfi eftir að nýir eigendur eignuðust Newcastle. Hann segist líklega hafa stýrt sínum síðasta leik á ferlinum. Mikel Arteta has warned that some football coaches are being put off management because of the abuse from fans and on social media.— Sky Sports News (@SkySportsNews) October 21, 2021 Arteta segir að núverandi og líklegir knattspyrnustjórar framtíðarinnar muni hugsa sig tvisvar um að gerast stjórar liða í framtíðinni. „Já, margir hugsa þannig. Ég hef heyrt mikið um það og ég á marga vini sem hafa verið að taka þjálfaranámskeið en efast um hvort þeir treysta sér að setjast í heita sætið. Þeir telja kannski betra að verða bara aðstoðarmaður eða eitthvað viðlíka,“ sagði Mikel Arteta. „Fyrir mig sjálfan þá má það ekki vera hindrun að vera hræddur við þá meðferð sem þú munt fá. Ég tel að ánægjan sé það mikil á móti að það ætti ekki að stoppa þig,“ sagði Arteta. „Það er samt mikilvægt að við tökum til í þessu umhverfi og komum hlutunum í rétt ferli. Ef við gerum það ekki þá verður þetta ekkert betra í framtíðinni. Þetta ástand verður bara verra ef við tökum ekki á þessu,“ sagði Arteta. "He's one of the most important managers that England has had in the last 100 years."Mikel Arteta says he was shocked by the words from Steve Bruce's open letter after leaving Newcastle pic.twitter.com/sEySpuMYDN— Football Daily (@footballdaily) October 21, 2021 Mikel Arteta er 39 ára gamall og meira en tuttugu árum yngri en Steve Bruce. Arteta hefur þurft að þola mikla gagnrýni sem stjóri Arsenal en gengi liðsins var mjög slakt til að byrja með á þessu tímabili. Arsenal tapaði þremur fyrstu leikjum sínum en hefur síðan spilað fimm leiki í röð án taps. Tveir síðustu leikirnir hafa endað með jafntefli en þeir voru á móti Brighton og Crystal Palace. Arsenal liðið mætir Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og reynir að komast upp úr tólfa sætinu.
Enski boltinn Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Fótbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Sjá meira