Ákærður fyrir morðið á þingmanninum Fanndís Birna Logadóttir skrifar 21. október 2021 15:15 Ali Harbi Ali mætti fyrir dóm í morgun en hann er ákærður fyrir að hafa stungið Amess til bana. Ali Harbi Ali, 25 ára gamall breti af sómölskum uppruna, hefur nú verið ákærður fyrir morðið á breska þingmanninum Sir David Amess í síðustu viku. Saksóknarar hafa gefið það út að þeir muni sækja málið á þeim grundvelli að um hryðjuverk hafi verið að ræða. Amess var myrtur fyrir utan skrifstofu sína í Essex síðastliðinn föstudag en hann var á leið til fundar með íbúum í kjördæminu. Hann var stunginn margsinnis og lést af völdum sára sinna á vettvangi. Sjá einnig: Nafngreina grunaðan morðingja þingmannsins Ali, sem er sonur fyrrum ráðgjafa forsætisráðherra Sómalíu, var handtekinn af lögreglu skömmu eftir morðið. Hann er nú í haldi lögreglu og mun mæta aftur fyrir dóm næstkomandi föstudag. Að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins hefur enginn annar en Ali verið handtekinn og er lögregla ekki með neinn annan til rannsóknar í tengslum við málið. Saksóknarar segja þó ljóst að morðið hafi verið hryðjuverk þar sem Ali var þekktyur fyrir öfgaskoðanir og hafði meðal annars setið forvarnanámskeið vegna þessa. Lögregluyfirvöld víða í Bretlandi vinna nú með þingmönnum til að tryggja öryggi þeirra í ljósi árásarinnar. Morðið á Sir David Amess Bretland Dómsmál Tengdar fréttir Innanríkisráðherra íhugar lögregluvernd fyrir þingmenn eftir morðið Priti Patel, innanríkisráðherra Bretlands, hefur sagst vera að íhuga að bjóða þingmönnum upp á lögregluvernd eftir að þingmaðurinn David Amess var myrtur á föstudaginn. 17. október 2021 12:45 Morðið aðför að lýðræðislega kjörnum fulltrúum Forsætisráðherra segir morð á breskum þingmanni mikið áfall og í raun aðför að lýðræðislega kjörnum fulltrúum. Það sé hættulegt ef stjórnmálamenn veigri sér við að sinna skyldum sínum vegna mögulegra árása. 16. október 2021 23:00 Morðið á breska þingmanninum rannsakað sem hryðjuverk Breski þingmaðurinn Sir David Amess var stunginn margsinnis þar sem hann var staddur í kjördæmaskrifstofu sinni í Leigh-On-Sea í Essex í gær. Lögreglan segir að málið sé rannsakað sem hryðjuverk. 16. október 2021 07:32 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Amess var myrtur fyrir utan skrifstofu sína í Essex síðastliðinn föstudag en hann var á leið til fundar með íbúum í kjördæminu. Hann var stunginn margsinnis og lést af völdum sára sinna á vettvangi. Sjá einnig: Nafngreina grunaðan morðingja þingmannsins Ali, sem er sonur fyrrum ráðgjafa forsætisráðherra Sómalíu, var handtekinn af lögreglu skömmu eftir morðið. Hann er nú í haldi lögreglu og mun mæta aftur fyrir dóm næstkomandi föstudag. Að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins hefur enginn annar en Ali verið handtekinn og er lögregla ekki með neinn annan til rannsóknar í tengslum við málið. Saksóknarar segja þó ljóst að morðið hafi verið hryðjuverk þar sem Ali var þekktyur fyrir öfgaskoðanir og hafði meðal annars setið forvarnanámskeið vegna þessa. Lögregluyfirvöld víða í Bretlandi vinna nú með þingmönnum til að tryggja öryggi þeirra í ljósi árásarinnar.
Morðið á Sir David Amess Bretland Dómsmál Tengdar fréttir Innanríkisráðherra íhugar lögregluvernd fyrir þingmenn eftir morðið Priti Patel, innanríkisráðherra Bretlands, hefur sagst vera að íhuga að bjóða þingmönnum upp á lögregluvernd eftir að þingmaðurinn David Amess var myrtur á föstudaginn. 17. október 2021 12:45 Morðið aðför að lýðræðislega kjörnum fulltrúum Forsætisráðherra segir morð á breskum þingmanni mikið áfall og í raun aðför að lýðræðislega kjörnum fulltrúum. Það sé hættulegt ef stjórnmálamenn veigri sér við að sinna skyldum sínum vegna mögulegra árása. 16. október 2021 23:00 Morðið á breska þingmanninum rannsakað sem hryðjuverk Breski þingmaðurinn Sir David Amess var stunginn margsinnis þar sem hann var staddur í kjördæmaskrifstofu sinni í Leigh-On-Sea í Essex í gær. Lögreglan segir að málið sé rannsakað sem hryðjuverk. 16. október 2021 07:32 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Innanríkisráðherra íhugar lögregluvernd fyrir þingmenn eftir morðið Priti Patel, innanríkisráðherra Bretlands, hefur sagst vera að íhuga að bjóða þingmönnum upp á lögregluvernd eftir að þingmaðurinn David Amess var myrtur á föstudaginn. 17. október 2021 12:45
Morðið aðför að lýðræðislega kjörnum fulltrúum Forsætisráðherra segir morð á breskum þingmanni mikið áfall og í raun aðför að lýðræðislega kjörnum fulltrúum. Það sé hættulegt ef stjórnmálamenn veigri sér við að sinna skyldum sínum vegna mögulegra árása. 16. október 2021 23:00
Morðið á breska þingmanninum rannsakað sem hryðjuverk Breski þingmaðurinn Sir David Amess var stunginn margsinnis þar sem hann var staddur í kjördæmaskrifstofu sinni í Leigh-On-Sea í Essex í gær. Lögreglan segir að málið sé rannsakað sem hryðjuverk. 16. október 2021 07:32