Vallea hafði betur í botnslagnum við Sögu Snorri Rafn Hallsson skrifar 20. október 2021 15:30 Hvorugt liðið hefur átt góðu gengi að fagna í upphafi tímabilsins og voru bæði lið stigalaus fyrir leikinn. Á blaði er Vallea sterkara liðið en Saga hefur átt góða spretti í undanförnum leikjum. Sögu hefur skort úthald til að vinna leiki á meðan Vallea hefur hreinleika ekki spilað nærri því jafn vel og á síðasta tímabili. Það var því komið að því að annað liði sýndi hvað í því býr og næði sér í nauðsynleg stig til að hífa sig upp af botni deildarinnar. Liðin mættust í hinu gamalkunna korti Inferno og mátti búast við að Vallea myndi reyna að ná stjórn á leikhraðanum og halda aftur af vappaleikmanni Sögu, ADHD. Vallea hafði betur í hnífalotunni og kaus að byrja leikinn í vörn (Counter-Terrorist) svo Saga hóf fyrri hálfleik í sókn. Í fyrstu lotu skiptust liðin á mönnum en Sögu tókst að koma fyrir sprengju og ADHD gerði út af við síðustu tvo leikmenn Vallea. Næstu þrjár lotur féllu þó Vallea í vil og var Goater sérlega atkvæðamikill með níu fellur eftir aðeins fimm lotur. Framan af fyrri hálfleik voru liðin nokkuð jöfn, skiptust á að vinna lotur og þreifa fyrir sér. Í stöðunni 5-5 tókst Vallea hins vegar að skella í lás og lítið varð úr tilraunum Sögu. Pandaz sem leikur það hlutverk að finna fyrstu leikmenn og hefja loturnar átti erfitt uppdráttar og skapaði fá tækifæri fyrir Sögu. Vallea hafði því gott forskot þegar seinni hálfleikur hófst. Staða í hálfleik: Saga 5 - 10 Vallea Fyrsta lotan í síðari hálfleik var ruglingsleg og ríkti mikill glundroði á kortinu, en Sögu tókst þó að krækja sér í stig og tengja saman þrjár lotur í röð. Pandaz hafði þá gripið í sjálfvirku haglabyssuna sem átti eftir að syngja það sem eftir lifði leiks og felldi átta andstæðinga í fyrstu þremur lotunum, þar af fjóra í þeirri átjándu. Vallea hafði þó yfirhöndina og var Narfi einkar lunkinn við að staðsetja sig vel og koma leikmönnum Sögu á óvart. Leikmenn Sögu voru enn sem áður nokkuð ragir við að sækja sér upplýsingar og nýtti Vallea sér það til að sigla fram úr. á einhvern ótrúlegan hátt tókst Sögu að vinna þær lotur þar sem þeir voru hvað verst vopnaðir, en annars féllu aðgerðirnar jafnan um sjálfar sig. Lokastaða: Saga 11 - 16 Vallea Vallea er því loks komið á blað og situr í fimmta sæti með tvö stig en enn vantar herslumuninn hjá Sögu sem er taplaust á botninum. Næst mætir Vallea Kórdrengjum á þriðjudaginn í næstu viku en Saga tekur á móti Ármanni föstudaginn 29. október. Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands. Rafíþróttir Vodafone-deildin Tengdar fréttir 2. umferð lokið í CS:GO, Dusty, XY og Þór á toppnum Annarri umferð í Vodafonedeildinni í CS:GO 2021-2022 lauk í gær þegar Ármann hafði betur gegn Vallea en staða á toppnum er óbreytt. 16. október 2021 17:01 Dusty hafði betur gegn Sögu Dusty lagði línurnar fyrir aðra umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO þegar liðið vann Sögu Esport 16-10 í stórskemmtilegri viðureign. 13. október 2021 15:46 Ármann komst á blað með sigri á Vallea Bæði Ármann og Vallea áttu eftir að sanna sig á tímabilinu eftir sára ósigra í síðustu umferð, en Ármann sýndi sínar sterkustu hliðar og hafði betur 16-13 í spennandi leik. 16. október 2021 15:30
Hvorugt liðið hefur átt góðu gengi að fagna í upphafi tímabilsins og voru bæði lið stigalaus fyrir leikinn. Á blaði er Vallea sterkara liðið en Saga hefur átt góða spretti í undanförnum leikjum. Sögu hefur skort úthald til að vinna leiki á meðan Vallea hefur hreinleika ekki spilað nærri því jafn vel og á síðasta tímabili. Það var því komið að því að annað liði sýndi hvað í því býr og næði sér í nauðsynleg stig til að hífa sig upp af botni deildarinnar. Liðin mættust í hinu gamalkunna korti Inferno og mátti búast við að Vallea myndi reyna að ná stjórn á leikhraðanum og halda aftur af vappaleikmanni Sögu, ADHD. Vallea hafði betur í hnífalotunni og kaus að byrja leikinn í vörn (Counter-Terrorist) svo Saga hóf fyrri hálfleik í sókn. Í fyrstu lotu skiptust liðin á mönnum en Sögu tókst að koma fyrir sprengju og ADHD gerði út af við síðustu tvo leikmenn Vallea. Næstu þrjár lotur féllu þó Vallea í vil og var Goater sérlega atkvæðamikill með níu fellur eftir aðeins fimm lotur. Framan af fyrri hálfleik voru liðin nokkuð jöfn, skiptust á að vinna lotur og þreifa fyrir sér. Í stöðunni 5-5 tókst Vallea hins vegar að skella í lás og lítið varð úr tilraunum Sögu. Pandaz sem leikur það hlutverk að finna fyrstu leikmenn og hefja loturnar átti erfitt uppdráttar og skapaði fá tækifæri fyrir Sögu. Vallea hafði því gott forskot þegar seinni hálfleikur hófst. Staða í hálfleik: Saga 5 - 10 Vallea Fyrsta lotan í síðari hálfleik var ruglingsleg og ríkti mikill glundroði á kortinu, en Sögu tókst þó að krækja sér í stig og tengja saman þrjár lotur í röð. Pandaz hafði þá gripið í sjálfvirku haglabyssuna sem átti eftir að syngja það sem eftir lifði leiks og felldi átta andstæðinga í fyrstu þremur lotunum, þar af fjóra í þeirri átjándu. Vallea hafði þó yfirhöndina og var Narfi einkar lunkinn við að staðsetja sig vel og koma leikmönnum Sögu á óvart. Leikmenn Sögu voru enn sem áður nokkuð ragir við að sækja sér upplýsingar og nýtti Vallea sér það til að sigla fram úr. á einhvern ótrúlegan hátt tókst Sögu að vinna þær lotur þar sem þeir voru hvað verst vopnaðir, en annars féllu aðgerðirnar jafnan um sjálfar sig. Lokastaða: Saga 11 - 16 Vallea Vallea er því loks komið á blað og situr í fimmta sæti með tvö stig en enn vantar herslumuninn hjá Sögu sem er taplaust á botninum. Næst mætir Vallea Kórdrengjum á þriðjudaginn í næstu viku en Saga tekur á móti Ármanni föstudaginn 29. október. Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands.
Rafíþróttir Vodafone-deildin Tengdar fréttir 2. umferð lokið í CS:GO, Dusty, XY og Þór á toppnum Annarri umferð í Vodafonedeildinni í CS:GO 2021-2022 lauk í gær þegar Ármann hafði betur gegn Vallea en staða á toppnum er óbreytt. 16. október 2021 17:01 Dusty hafði betur gegn Sögu Dusty lagði línurnar fyrir aðra umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO þegar liðið vann Sögu Esport 16-10 í stórskemmtilegri viðureign. 13. október 2021 15:46 Ármann komst á blað með sigri á Vallea Bæði Ármann og Vallea áttu eftir að sanna sig á tímabilinu eftir sára ósigra í síðustu umferð, en Ármann sýndi sínar sterkustu hliðar og hafði betur 16-13 í spennandi leik. 16. október 2021 15:30
2. umferð lokið í CS:GO, Dusty, XY og Þór á toppnum Annarri umferð í Vodafonedeildinni í CS:GO 2021-2022 lauk í gær þegar Ármann hafði betur gegn Vallea en staða á toppnum er óbreytt. 16. október 2021 17:01
Dusty hafði betur gegn Sögu Dusty lagði línurnar fyrir aðra umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO þegar liðið vann Sögu Esport 16-10 í stórskemmtilegri viðureign. 13. október 2021 15:46
Ármann komst á blað með sigri á Vallea Bæði Ármann og Vallea áttu eftir að sanna sig á tímabilinu eftir sára ósigra í síðustu umferð, en Ármann sýndi sínar sterkustu hliðar og hafði betur 16-13 í spennandi leik. 16. október 2021 15:30
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti