Íslensk/japönsk samvinna hjá Bayern: „Hún er algjör snillingur“ Sindri Sverrisson skrifar 19. október 2021 11:04 Glódís Perla Viggósdóttir til varnar í Meistaradeildarleik gegn Benfica. Í baksýn má sjá Saki Kumagai. Þær Glódís héldu markinu hreinu í leiknum. Getty/Gualter Fatia Glódís Perla Viggósdóttir var ekki lengi að stimpla sig inn í byrjunarlið Þýskalandsmeistara Bayern München þrátt fyrir óvænt skakkaföll við komuna frá Svíþjóð. Hún nýtur þess í botn að leika við hlið hinnar sigursælu Saki Kumagai og segir „allt upp á tíu“ hjá þýska stórveldinu. Glódís er 26 ára gömul en spilar væntanlega sinn 95. A-landsleik á föstudag þegar Ísland mætir Tékklandi í afar þýðingarmiklum leik í undankeppni HM í fótbolta. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Glódís einnig verið atvinnumaður í sex ár – fyrst í Svíþjóð og svo nú hjá Bayern eftir að hún var keypt frá Rosengård í júlí. Nú með tvo Svíþjóðarmeistaratitla og tvo Íslandsmeistaratitla á ferilskránni ætlar Glódís sér að verða Þýskalandsmeistari með Bayern og þar á bæ er stefnan einnig sett á titil í Meistaradeild Evrópu. Liðið er einfaldlega eitt það albesta í heiminum í dag og Glódís er strax farin að láta til sín taka, jafnvel þrátt fyrir minni háttar áfall rétt eftir komuna til Bayern. Fyrstu meiðslin á viðkvæmum tímapunkti „Ég lenti í meiðslum strax á annarri æfingu hjá liðinu,“ segir Glódís sem hefur aldrei glímt við alvarleg meiðsli á sínum ferli: „Ég fékk högg á hnéð og því fylgdu smárifur, vökvasöfnun og eitthvað vesen. Ég missti því af öllu undirbúningstímabilinu. Við fórum á æfingamót í Bandaríkjunum og Frakklandi en ég mátti ekkert spila. Ég byrjaði ekki að æfa 100 prósent með liðinu fyrr en fjórum dögum áður en leiktíðin hófst [í lok ágúst] en ég var samt ótrúlega glöð með að ná því þó loksins. Ég hef aldrei glímt við meiðsli og það er ekkert gaman að koma inn í nýjan klúbb og geta ekki tekið þátt strax. Ég var á bekknum fyrstu tvo leikina en náði að koma inn á í þeim báðum og síðan þá hef ég fengið að byrja leikina. Þetta var því grýtt byrjun en það hefur gengið vel hjá mér síðan þá,“ segir Glódís. Glódís Perla kom til Bayern frá Rosengård í sumar eftir að hafa spilað gegn Bayern í Meistaradeildinni í vor.Getty/Matthias Balk Glódís hefur spilað alla sex deildarleiki Bayern til þessa og skorað tvö mörk en liðið er jafnt Leverkusen og Frankfurt á toppi deildarinnar og Wolfsburg og Hoffenheim eru skammt undan. Varnarmaður má aldrei slaka á í Þýskalandi „Núna fer ég inn í alla leiki og veit í raun ekki neitt því ég hef aldrei spilað á móti þessum liðum áður. Mér finnst það svolítið gaman. Þetta er ótrúlega sterk deild, eins og sást í síðustu umferð þegar við töpuðum á móti Frankfurt og Wolfsburg tapaði á móti Hoffenheim. Munurinn á þessari deild og þeirri sænsku er að það eru miklu fleiri, betri einstaklingar hérna. Það setur ákveðnar kröfur á mig sem varnarmann um að þurfa alltaf að vera upp á mitt besta. Andstæðingurinn þarf ekki nema eina skyndisókn til að skora því það er alltaf einhver ótrúlega góður leikmaður þar sem getur skorað. Við munum spila marga hörkuleiki, sem og í Meistaradeildinni, svo það eru tveir leikir í viku og við gætum alveg þurft að glíma við einhverja þreytu,“ segir Glódís sem leikið hefur báða leiki Bayern í Meistaradeildinni til þessa. Hún nýtur lífsins á nýjum slóðum í München: „Það er allt ótrúlega fagmannlegt hérna, algjörlega upp á tíu og ekki hægt að kvarta yfir neinu. Þetta er klúbbur sem er með sigurhefð núna og það er ætlast til þess hjá öllum hjá félaginu að við vinnum alltaf. Það er bara gaman en því fylgir ákveðin pressa. Liðsheildin hjá Bayern er alveg geggjuð og það er eitthvað sem ég bjóst ekki endilega við. Það er mikið lagt upp úr að allir séu hluti af liðinu, og það leggja sig allir fram við að öllum líði vel og séu hluti af fjölskyldunni. Mér finnst það ótrúlega gaman og ég passa mjög vel inn í þá hugmyndafræði,“ segir Glódís. Glódís Perla Viggósdóttir skallar boltann í leik gegn Hoffenheim.Getty/Adam Pretty Nýtur þess að spila með Kumagai Glódís hefur spilað með hinni japönsku Saki Kumagai í miðri vörninni. Kumagai, sem er þrítug, lék með Lyon í átta ár og á til að mynda fimm Evrópumeistaratitla á ferilskránni. Hún er þó þekktari sem varnarsinnaður miðjumaður. „Hún er að upplagi miðjumaður en hefur staðið sig ótrúlega vel sem miðvörður. Við erum fimm að berjast um tvær miðvarðastöður en það hefur verið svolítið um meiðsli og hún endaði þarna. Hún er algjör snillingur, mjög gott að spila með henni og sambandið okkar á milli er mjög flott. Hún leiðbeinir mér og ég leiðbeini henni, og við náum að vinna mjög vel saman,“ segir Glódís og bætir við: „Þegar maður spilar með henni þá myndi manni aldrei detta í hug að hún upplifi sig eitthvað hærra skrifaðri en aðrar á vellinum. Aldrei nokkurn tímann. Mér finnst það frábær eiginleiki. Það fylgir því ró að spila með henni því hún er með svo ótrúlega mikla reynslu.“ Karólína stendur sig vel Annar liðsfélagi Glódísar er hin tvítuga Karólína Lea Vilhjálmsdóttir. Hún hefur fengið minna að spila auk þess sem meiðsli hafa sett strik í reikninginn, en Glódís segir ljóst að Karólína gæti vart verið á betri stað til að þróast sem leikmaður: „Hún hefur verið að koma eitthvað inn á eftir meiðslin en er líka að berjast við ótrúlega sterka leikmenn um spiltíma. Hún stendur sig gríðarlega vel og er líka að æfa í geggjuðu umhverfi þar sem hún lærir af frábærum miðjumönnum.“ Þýski boltinn HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Fleiri fréttir Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Sjá meira
Glódís er 26 ára gömul en spilar væntanlega sinn 95. A-landsleik á föstudag þegar Ísland mætir Tékklandi í afar þýðingarmiklum leik í undankeppni HM í fótbolta. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Glódís einnig verið atvinnumaður í sex ár – fyrst í Svíþjóð og svo nú hjá Bayern eftir að hún var keypt frá Rosengård í júlí. Nú með tvo Svíþjóðarmeistaratitla og tvo Íslandsmeistaratitla á ferilskránni ætlar Glódís sér að verða Þýskalandsmeistari með Bayern og þar á bæ er stefnan einnig sett á titil í Meistaradeild Evrópu. Liðið er einfaldlega eitt það albesta í heiminum í dag og Glódís er strax farin að láta til sín taka, jafnvel þrátt fyrir minni háttar áfall rétt eftir komuna til Bayern. Fyrstu meiðslin á viðkvæmum tímapunkti „Ég lenti í meiðslum strax á annarri æfingu hjá liðinu,“ segir Glódís sem hefur aldrei glímt við alvarleg meiðsli á sínum ferli: „Ég fékk högg á hnéð og því fylgdu smárifur, vökvasöfnun og eitthvað vesen. Ég missti því af öllu undirbúningstímabilinu. Við fórum á æfingamót í Bandaríkjunum og Frakklandi en ég mátti ekkert spila. Ég byrjaði ekki að æfa 100 prósent með liðinu fyrr en fjórum dögum áður en leiktíðin hófst [í lok ágúst] en ég var samt ótrúlega glöð með að ná því þó loksins. Ég hef aldrei glímt við meiðsli og það er ekkert gaman að koma inn í nýjan klúbb og geta ekki tekið þátt strax. Ég var á bekknum fyrstu tvo leikina en náði að koma inn á í þeim báðum og síðan þá hef ég fengið að byrja leikina. Þetta var því grýtt byrjun en það hefur gengið vel hjá mér síðan þá,“ segir Glódís. Glódís Perla kom til Bayern frá Rosengård í sumar eftir að hafa spilað gegn Bayern í Meistaradeildinni í vor.Getty/Matthias Balk Glódís hefur spilað alla sex deildarleiki Bayern til þessa og skorað tvö mörk en liðið er jafnt Leverkusen og Frankfurt á toppi deildarinnar og Wolfsburg og Hoffenheim eru skammt undan. Varnarmaður má aldrei slaka á í Þýskalandi „Núna fer ég inn í alla leiki og veit í raun ekki neitt því ég hef aldrei spilað á móti þessum liðum áður. Mér finnst það svolítið gaman. Þetta er ótrúlega sterk deild, eins og sást í síðustu umferð þegar við töpuðum á móti Frankfurt og Wolfsburg tapaði á móti Hoffenheim. Munurinn á þessari deild og þeirri sænsku er að það eru miklu fleiri, betri einstaklingar hérna. Það setur ákveðnar kröfur á mig sem varnarmann um að þurfa alltaf að vera upp á mitt besta. Andstæðingurinn þarf ekki nema eina skyndisókn til að skora því það er alltaf einhver ótrúlega góður leikmaður þar sem getur skorað. Við munum spila marga hörkuleiki, sem og í Meistaradeildinni, svo það eru tveir leikir í viku og við gætum alveg þurft að glíma við einhverja þreytu,“ segir Glódís sem leikið hefur báða leiki Bayern í Meistaradeildinni til þessa. Hún nýtur lífsins á nýjum slóðum í München: „Það er allt ótrúlega fagmannlegt hérna, algjörlega upp á tíu og ekki hægt að kvarta yfir neinu. Þetta er klúbbur sem er með sigurhefð núna og það er ætlast til þess hjá öllum hjá félaginu að við vinnum alltaf. Það er bara gaman en því fylgir ákveðin pressa. Liðsheildin hjá Bayern er alveg geggjuð og það er eitthvað sem ég bjóst ekki endilega við. Það er mikið lagt upp úr að allir séu hluti af liðinu, og það leggja sig allir fram við að öllum líði vel og séu hluti af fjölskyldunni. Mér finnst það ótrúlega gaman og ég passa mjög vel inn í þá hugmyndafræði,“ segir Glódís. Glódís Perla Viggósdóttir skallar boltann í leik gegn Hoffenheim.Getty/Adam Pretty Nýtur þess að spila með Kumagai Glódís hefur spilað með hinni japönsku Saki Kumagai í miðri vörninni. Kumagai, sem er þrítug, lék með Lyon í átta ár og á til að mynda fimm Evrópumeistaratitla á ferilskránni. Hún er þó þekktari sem varnarsinnaður miðjumaður. „Hún er að upplagi miðjumaður en hefur staðið sig ótrúlega vel sem miðvörður. Við erum fimm að berjast um tvær miðvarðastöður en það hefur verið svolítið um meiðsli og hún endaði þarna. Hún er algjör snillingur, mjög gott að spila með henni og sambandið okkar á milli er mjög flott. Hún leiðbeinir mér og ég leiðbeini henni, og við náum að vinna mjög vel saman,“ segir Glódís og bætir við: „Þegar maður spilar með henni þá myndi manni aldrei detta í hug að hún upplifi sig eitthvað hærra skrifaðri en aðrar á vellinum. Aldrei nokkurn tímann. Mér finnst það frábær eiginleiki. Það fylgir því ró að spila með henni því hún er með svo ótrúlega mikla reynslu.“ Karólína stendur sig vel Annar liðsfélagi Glódísar er hin tvítuga Karólína Lea Vilhjálmsdóttir. Hún hefur fengið minna að spila auk þess sem meiðsli hafa sett strik í reikninginn, en Glódís segir ljóst að Karólína gæti vart verið á betri stað til að þróast sem leikmaður: „Hún hefur verið að koma eitthvað inn á eftir meiðslin en er líka að berjast við ótrúlega sterka leikmenn um spiltíma. Hún stendur sig gríðarlega vel og er líka að æfa í geggjuðu umhverfi þar sem hún lærir af frábærum miðjumönnum.“
Þýski boltinn HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Fleiri fréttir Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn