Morð þingmannsins minni óþægilega mikið á morðið á Jo Cox Fanndís Birna Logadóttir skrifar 16. október 2021 14:16 Eiríkur Bergmann segir morðið á David Amess í gær minna á morðið á Jo Cox fyrir fimm árum. Stjórnmálafræðingur segir morðið á breska þingmanninum David Amess geta haft gífurleg, og alvarleg, áhrif á stjórnmál í Bretlandi og víðar. Lögregla í Lundúnum rannsakar nú morðið sem hryðjuverk en Amess var stunginn til bana á kjördæmisskrifstofu sinni í Essex í gær. Aðeins fimm ár eru liðin síðan að þingmaðurinn Jo Cox var myrt í aðdraganda Brexit kosninganna 2016. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir að í gegnum tíðina hafi bresk stjórnmál verið mjög opin en morðið á Cox hafi takmarkað aðgengi kjósenda á þingmönnum. Slíkt gæti gerst ný með morðinu á Amess en Eiríkur segir margt líkt með morðinu á Cox fyrir fimm árum og morðinu á Amess í gær. Amess var þingmaður íhaldsflokksins en Cox þingmaður verkamannaflokksins. „Þessi atburður [í gær] minnir eiginlega óþægilega mikið á [morðið á Cox], í báðum tilvikum var um að ræða þingmenn á leiðinni til fundar við fólk í kjördæmi sínu,“ segir Eiríkur. „Eftir að Cox var myrt jókst öryggisgæsla verulega við þingmenn og það má gera ráð fyrir að hún eigi eftir að aukast enn meira við þennan viðburð.“ „Þannig ein afleiðingin gæti verið erfiðara aðgengi almennings að þingmönnum sínum sem væri mjög slæmt fyrir breska stjórnmálamenningu sem hefur, þrátt fyrir allt, verið mjög opin hvað þetta varðar,“ segir Eiríkur. Lögregla er nú með 25 ára gamlan breskan karlmann af sómölskum uppruna í haldi og er hann grunaður um verknaðinn. „Svona skelfilegur viðburður hefur gjarnan þær afleiðingar að kalla fram ákveðna andúð á tilteknum þjóðfélagshópum heima fyrir og verður svona til þess að þessi samfélög pólaríserast meira og getur orðið algjört eitur í samfélögum,“ segir Eiríkur. Aðspurður um hvaða áhrif morð á þingmanni í vestrænu samfélagi hefur segir Eiríkur það erfitt að segja. „Svona atburðir eiga það til að kalla á viðbrögð og þá ekki alltaf þau ákjósanlegustu en það er engin leið til að segja fyrir fram hvað gerist,“ segir Eiríkur. Bretland Morðið á Sir David Amess England Tengdar fréttir Morðið á breska þingmanninum rannsakað sem hryðjuverk Breski þingmaðurinn Sir David Amess var stunginn margsinnis þar sem hann var staddur í kjördæmaskrifstofu sinni í Leigh-On-Sea í Essex í gær. Lögreglan segir að málið sé rannsakað sem hryðjuverk. 16. október 2021 07:32 Breskur þingmaður stunginn til bana Sir David Amess þingmaður breska Íhaldsflokksins var stunginn til bana þar sem hann var staddur í kjördæmaskrifstofu sinni í Leigh-on-Sea. 15. október 2021 13:14 Fagna lífi þingkonunnar Jo Cox Ár er liðið frá því breska þingkonan Jo Cox var myrt. Fjölskylda hennar og vinir hvetja fólk til þess að standa að viðburðum alla helgina í þeim tilgangi að fagna lífi móðurinnar og þingkonu breska Verkamannaflokksins Jo Cox. 17. júní 2017 11:12 Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Erlent Fleiri fréttir Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Sjá meira
Aðeins fimm ár eru liðin síðan að þingmaðurinn Jo Cox var myrt í aðdraganda Brexit kosninganna 2016. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir að í gegnum tíðina hafi bresk stjórnmál verið mjög opin en morðið á Cox hafi takmarkað aðgengi kjósenda á þingmönnum. Slíkt gæti gerst ný með morðinu á Amess en Eiríkur segir margt líkt með morðinu á Cox fyrir fimm árum og morðinu á Amess í gær. Amess var þingmaður íhaldsflokksins en Cox þingmaður verkamannaflokksins. „Þessi atburður [í gær] minnir eiginlega óþægilega mikið á [morðið á Cox], í báðum tilvikum var um að ræða þingmenn á leiðinni til fundar við fólk í kjördæmi sínu,“ segir Eiríkur. „Eftir að Cox var myrt jókst öryggisgæsla verulega við þingmenn og það má gera ráð fyrir að hún eigi eftir að aukast enn meira við þennan viðburð.“ „Þannig ein afleiðingin gæti verið erfiðara aðgengi almennings að þingmönnum sínum sem væri mjög slæmt fyrir breska stjórnmálamenningu sem hefur, þrátt fyrir allt, verið mjög opin hvað þetta varðar,“ segir Eiríkur. Lögregla er nú með 25 ára gamlan breskan karlmann af sómölskum uppruna í haldi og er hann grunaður um verknaðinn. „Svona skelfilegur viðburður hefur gjarnan þær afleiðingar að kalla fram ákveðna andúð á tilteknum þjóðfélagshópum heima fyrir og verður svona til þess að þessi samfélög pólaríserast meira og getur orðið algjört eitur í samfélögum,“ segir Eiríkur. Aðspurður um hvaða áhrif morð á þingmanni í vestrænu samfélagi hefur segir Eiríkur það erfitt að segja. „Svona atburðir eiga það til að kalla á viðbrögð og þá ekki alltaf þau ákjósanlegustu en það er engin leið til að segja fyrir fram hvað gerist,“ segir Eiríkur.
Bretland Morðið á Sir David Amess England Tengdar fréttir Morðið á breska þingmanninum rannsakað sem hryðjuverk Breski þingmaðurinn Sir David Amess var stunginn margsinnis þar sem hann var staddur í kjördæmaskrifstofu sinni í Leigh-On-Sea í Essex í gær. Lögreglan segir að málið sé rannsakað sem hryðjuverk. 16. október 2021 07:32 Breskur þingmaður stunginn til bana Sir David Amess þingmaður breska Íhaldsflokksins var stunginn til bana þar sem hann var staddur í kjördæmaskrifstofu sinni í Leigh-on-Sea. 15. október 2021 13:14 Fagna lífi þingkonunnar Jo Cox Ár er liðið frá því breska þingkonan Jo Cox var myrt. Fjölskylda hennar og vinir hvetja fólk til þess að standa að viðburðum alla helgina í þeim tilgangi að fagna lífi móðurinnar og þingkonu breska Verkamannaflokksins Jo Cox. 17. júní 2017 11:12 Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Erlent Fleiri fréttir Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Sjá meira
Morðið á breska þingmanninum rannsakað sem hryðjuverk Breski þingmaðurinn Sir David Amess var stunginn margsinnis þar sem hann var staddur í kjördæmaskrifstofu sinni í Leigh-On-Sea í Essex í gær. Lögreglan segir að málið sé rannsakað sem hryðjuverk. 16. október 2021 07:32
Breskur þingmaður stunginn til bana Sir David Amess þingmaður breska Íhaldsflokksins var stunginn til bana þar sem hann var staddur í kjördæmaskrifstofu sinni í Leigh-on-Sea. 15. október 2021 13:14
Fagna lífi þingkonunnar Jo Cox Ár er liðið frá því breska þingkonan Jo Cox var myrt. Fjölskylda hennar og vinir hvetja fólk til þess að standa að viðburðum alla helgina í þeim tilgangi að fagna lífi móðurinnar og þingkonu breska Verkamannaflokksins Jo Cox. 17. júní 2017 11:12