Mercedes-AMG One er loksins staðfestur á næsta ári Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 15. október 2021 07:00 Mercedes-AMG One og Formúlu 1 bíll Mercedes liðsins. Loksins hefur Mercedes-AMG staðfest að One, bíllinn er væntanlegur á næsta ári. Komu bílsins hefur ítrekað verið frestað en nú er hann stað. One er innblásinn af Formúlu 1 bíl Mercedes AMG liðsins, sem er eitt það sigursælasta í sögu Formúlu 1. Mercedes hafði þegar sagt opinberlega að bíllinn kæmi á þessu ári. Tafir hafa orðið á afhendingu og framleiðslu bílsins. Mercedes hefur enn ekki staðfest hvar bíllinn verður framleiddur. Væntanlega verða vélarnar smíðaðar í Brixworth þar sem Mercedes smíðar Formúlu 1 vélar sínar. Mercedes-AMG One Vélin í One verður 1,6 lítra V6 með forþjöppu og fjórum rafmóturum. Einn þeirra snýr forþjöppunni til að hún sé ávallt til taks. Annar þeirra situr á milli vélarinnar og sveifarhússins og hinir tveir sjá um sitthvort framhjólið. Bíllinn er rúm 1000 hestöfl, hann er með hámarkshraða upp á 350 km/klst. og hann er innan við sex sekúndur í 200 km/klst. úr kyrrstöðu. Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent
Mercedes hafði þegar sagt opinberlega að bíllinn kæmi á þessu ári. Tafir hafa orðið á afhendingu og framleiðslu bílsins. Mercedes hefur enn ekki staðfest hvar bíllinn verður framleiddur. Væntanlega verða vélarnar smíðaðar í Brixworth þar sem Mercedes smíðar Formúlu 1 vélar sínar. Mercedes-AMG One Vélin í One verður 1,6 lítra V6 með forþjöppu og fjórum rafmóturum. Einn þeirra snýr forþjöppunni til að hún sé ávallt til taks. Annar þeirra situr á milli vélarinnar og sveifarhússins og hinir tveir sjá um sitthvort framhjólið. Bíllinn er rúm 1000 hestöfl, hann er með hámarkshraða upp á 350 km/klst. og hann er innan við sex sekúndur í 200 km/klst. úr kyrrstöðu.
Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent