Minnst fimm fallnir í skothríð í Beirút Samúel Karl Ólason skrifar 14. október 2021 11:34 Mikil skothríð hefur ómað í Beirút í morgun. AP/Hassan Ammar Minnst fimm liggja í valnum og margir eru sagðir særðir eftir að skothríð hófst á mótmælum í Beirút í morgun. Bandamenn hryðjuverkasamtakanna Hezbollah, sem eru valdamesta fylking Líbanons, komu saman til að mótmæla því að dómari sem hefur unnið að rannsókn á sprengingunni í Beirút gaf út handtökuskipun gagnvart fyrrverandi ráðherra sem er bandamaður Hezbollah. Leiðtogar Hezbollah í Líbanon vilja að dómaranum verði vikið úr embætti. Skotbardagar hafa átt sér stað í borginni og hafa háværar sprengingar einnig heyrst. Reuters segir konu hafa dáið eftir að hún varð fyrir byssukúlu á heimili sínu. Hér að neðan má sjá beina útsendingu Ruptly frá skotbardaga sem átti sér stað í Beirút í morgun. AP fréttaveitan segir Hezbollah-liða hafa komið saman við mótmæli við dómsmálaráðuneyti Líbanons í morgun. Þá hafi samtök hægri sinnaðra kristinna manna boðað til gagnmótmæla en dómsmálaráðuneytið er í hverfi kristinna í Beirút. Fréttaveitan segir ekki liggja fyrir hvernig bardagar hófust en skothríðin hafi byrjað á meðan mótmælin stóðu yfir. Meira en ár er síðan gríðarstór sprenging varð í höfn Beirút. Þá sprungu hundruð tonna af amm Tarek Bitar, dómari sem fer fyrir rannsókn á sprengingunni, gaf í vikunni svo út handtökuskipun á hendur Ali Hassan Khalil, fyrrverandi efnahagsráðherra. Leiðtogi Hezbollah, Sayyed Hassan Nasrallah, gagnrýndi dómarann harðlega og kallaði eftir því að honum yrði vikið úr embætti. Sjá einnig: Handtökuskipun gefin út á hendur fyrrverandi ráðherra vegna sprengingarinnar Khalil er ekki eini fyrrverandi ráðherrann sem handtökuskipun hefur verið gefin út fyrir. Gefin var út handtökuskipun á hendur Youssefs Finianos, fyrrverandi atvinnumálaráðherra, í september eftir að hann mætti ekki til skýrslutöku. Finianos hefur enn ekki verið handtekinn, þrátt fyrir handtökuskipunina. Sjá einnig: Ár frá sprengingunni í Beirút - Ráðamenn hunsuðu hættuna Undanfarin ári hefur Líbanon gengið í gegnum ýmsa erfiðleika. Þar má meðal annars nefna sprenginguna, gífurleg efnahagsvandræði og stjórnarkreppu. Hér að neðan má sjá nokkur myndbönd frá átökunum í morgun. #Hezbollah militants in central #Beirut. Its really street fighting now. pic.twitter.com/d3jRK2bBCi— Barzan Sadiq (@BarzanSadiq) October 14, 2021 # _ # _ _ # _ pic.twitter.com/kyvQ2Yv6W9— Larissa Aoun (@LarissaAounSky) October 14, 2021 Short thread- #Beirut #Lebanon again sniper fire, gunfights and rockets in the city #Tayoune area. Happened during a #Hizbollah #Amal protest near the palace of justice against judge Bitar handling the #beirutportexplosion Videos circulating on social media pic.twitter.com/0ZAw20EY45— Maha Yahya (@mahamyahya) October 14, 2021 Líbanon Tengdar fréttir Mikill eldur á stærstu olíubirgðastöð Líbanons Gríðarmikill eldur braust út í bensóltanki á olíubirgðastöðinni Zahrani í Líbanon í morgun. 11. október 2021 08:32 Rafmagnslaust í Líbanon Ekert rafmagn fæst í Líbanon eftir að tvö stærstu raforkuver landsins þurftu að hætta starfsemi tímabundið vegna eldsneytisskorts. Yfirvöld segja að rafmagnsleysið muni vara í nokkra daga. 9. október 2021 14:48 Rannsókn á sprengingunni í Beirút stöðvuð Fjölskyldur fórnarlamba sem féllu í sprengingunni, sem varð í Beirút höfuðborg Líbanon í fyrra, mótmæla því harðlega að rannsókn á sprengingunni hafi verið stöðvuð. Hundruð söfnuðust saman í gær til að mótmæla ákvörðun stjórnvalda og til að krefjast að aðalrannsakandinn, dómarinn Tarek Bitar, fengi að hefja rannsókn sína að nýju. 30. september 2021 11:41 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
Leiðtogar Hezbollah í Líbanon vilja að dómaranum verði vikið úr embætti. Skotbardagar hafa átt sér stað í borginni og hafa háværar sprengingar einnig heyrst. Reuters segir konu hafa dáið eftir að hún varð fyrir byssukúlu á heimili sínu. Hér að neðan má sjá beina útsendingu Ruptly frá skotbardaga sem átti sér stað í Beirút í morgun. AP fréttaveitan segir Hezbollah-liða hafa komið saman við mótmæli við dómsmálaráðuneyti Líbanons í morgun. Þá hafi samtök hægri sinnaðra kristinna manna boðað til gagnmótmæla en dómsmálaráðuneytið er í hverfi kristinna í Beirút. Fréttaveitan segir ekki liggja fyrir hvernig bardagar hófust en skothríðin hafi byrjað á meðan mótmælin stóðu yfir. Meira en ár er síðan gríðarstór sprenging varð í höfn Beirút. Þá sprungu hundruð tonna af amm Tarek Bitar, dómari sem fer fyrir rannsókn á sprengingunni, gaf í vikunni svo út handtökuskipun á hendur Ali Hassan Khalil, fyrrverandi efnahagsráðherra. Leiðtogi Hezbollah, Sayyed Hassan Nasrallah, gagnrýndi dómarann harðlega og kallaði eftir því að honum yrði vikið úr embætti. Sjá einnig: Handtökuskipun gefin út á hendur fyrrverandi ráðherra vegna sprengingarinnar Khalil er ekki eini fyrrverandi ráðherrann sem handtökuskipun hefur verið gefin út fyrir. Gefin var út handtökuskipun á hendur Youssefs Finianos, fyrrverandi atvinnumálaráðherra, í september eftir að hann mætti ekki til skýrslutöku. Finianos hefur enn ekki verið handtekinn, þrátt fyrir handtökuskipunina. Sjá einnig: Ár frá sprengingunni í Beirút - Ráðamenn hunsuðu hættuna Undanfarin ári hefur Líbanon gengið í gegnum ýmsa erfiðleika. Þar má meðal annars nefna sprenginguna, gífurleg efnahagsvandræði og stjórnarkreppu. Hér að neðan má sjá nokkur myndbönd frá átökunum í morgun. #Hezbollah militants in central #Beirut. Its really street fighting now. pic.twitter.com/d3jRK2bBCi— Barzan Sadiq (@BarzanSadiq) October 14, 2021 # _ # _ _ # _ pic.twitter.com/kyvQ2Yv6W9— Larissa Aoun (@LarissaAounSky) October 14, 2021 Short thread- #Beirut #Lebanon again sniper fire, gunfights and rockets in the city #Tayoune area. Happened during a #Hizbollah #Amal protest near the palace of justice against judge Bitar handling the #beirutportexplosion Videos circulating on social media pic.twitter.com/0ZAw20EY45— Maha Yahya (@mahamyahya) October 14, 2021
Líbanon Tengdar fréttir Mikill eldur á stærstu olíubirgðastöð Líbanons Gríðarmikill eldur braust út í bensóltanki á olíubirgðastöðinni Zahrani í Líbanon í morgun. 11. október 2021 08:32 Rafmagnslaust í Líbanon Ekert rafmagn fæst í Líbanon eftir að tvö stærstu raforkuver landsins þurftu að hætta starfsemi tímabundið vegna eldsneytisskorts. Yfirvöld segja að rafmagnsleysið muni vara í nokkra daga. 9. október 2021 14:48 Rannsókn á sprengingunni í Beirút stöðvuð Fjölskyldur fórnarlamba sem féllu í sprengingunni, sem varð í Beirút höfuðborg Líbanon í fyrra, mótmæla því harðlega að rannsókn á sprengingunni hafi verið stöðvuð. Hundruð söfnuðust saman í gær til að mótmæla ákvörðun stjórnvalda og til að krefjast að aðalrannsakandinn, dómarinn Tarek Bitar, fengi að hefja rannsókn sína að nýju. 30. september 2021 11:41 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
Mikill eldur á stærstu olíubirgðastöð Líbanons Gríðarmikill eldur braust út í bensóltanki á olíubirgðastöðinni Zahrani í Líbanon í morgun. 11. október 2021 08:32
Rafmagnslaust í Líbanon Ekert rafmagn fæst í Líbanon eftir að tvö stærstu raforkuver landsins þurftu að hætta starfsemi tímabundið vegna eldsneytisskorts. Yfirvöld segja að rafmagnsleysið muni vara í nokkra daga. 9. október 2021 14:48
Rannsókn á sprengingunni í Beirút stöðvuð Fjölskyldur fórnarlamba sem féllu í sprengingunni, sem varð í Beirút höfuðborg Líbanon í fyrra, mótmæla því harðlega að rannsókn á sprengingunni hafi verið stöðvuð. Hundruð söfnuðust saman í gær til að mótmæla ákvörðun stjórnvalda og til að krefjast að aðalrannsakandinn, dómarinn Tarek Bitar, fengi að hefja rannsókn sína að nýju. 30. september 2021 11:41
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila