„Ástin blómstraði“ inn á vellinum í Olís-deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. október 2021 14:01 Einar Rafn Eiðsson hjá KA og Dagur Arnarsson hjá ÍBV tókust vel á í leiknum og Seinni bylgjan hafði mjög gaman af því. Skjámynd/S2 Sport Seinni bylgjan tók sérstaklega fyrir samskipti tveggja leikmanna í leik ÍBV og KA í síðustu umferð Olís-deildar karla í handbolta. Leikmennirnir eru Einar Rafn Eiðsson hjá KA og Dagur Arnarsson hjá ÍBV. „Það eru tveir góðir vinir í þessum liðum sem eru reyndar ekki saman í liði en það eru Dagur Arnarsson og Einar Rafn Eiðsson. Þetta er svona ástarsamband sem við fylgdumst svolítið með í þessum leik,“ spurði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. Um leið var sýnd myndband af því þegar Einar Rafn og Dagur voru að faðma hvorn annan og undir var spiluð rómantísk tónlist. „Þetta er bara fallegt samband. Það er mjög gaman að sjá hvernig þeir njóta nærveru hvors annars,“ sagði Stefán Árni í léttum tón. Klippa: Seinni bylgjan: Ástin blómstrar „Þetta er búið að vera gegnum gangandi í mörg ár. Það er dásamlegt að horfa á þetta,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. „Það er alltaf gaman þegar Einar Rafn kemur út í Eyjar því hann fær alltaf góðar móttökur í Vestmannaeyjum,“ sagði Ásgeir Örn. Einar Rafn Eiðsson lék áður með FH og þar fékk hann oft að heyra það líka frá stuðningsmönnum Eyjamanna þar sem mörgum blöskraði. Uppskera þessara leikmanna í leiknum var að Dagur skoraði sex mörk, gaf fjórar stoðsendingar og fagnaði sigri. Einar Rafn var aftur á móti með fimm mörk og sex stoðsendingar en ÍBV vann leikinn með fjórum mörkum, 35-31. Það má sjá faðmlögin og „rómantíska myndbandið“ hér fyrir ofan. Olís-deild karla Seinni bylgjan KA ÍBV Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Sjá meira
„Það eru tveir góðir vinir í þessum liðum sem eru reyndar ekki saman í liði en það eru Dagur Arnarsson og Einar Rafn Eiðsson. Þetta er svona ástarsamband sem við fylgdumst svolítið með í þessum leik,“ spurði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. Um leið var sýnd myndband af því þegar Einar Rafn og Dagur voru að faðma hvorn annan og undir var spiluð rómantísk tónlist. „Þetta er bara fallegt samband. Það er mjög gaman að sjá hvernig þeir njóta nærveru hvors annars,“ sagði Stefán Árni í léttum tón. Klippa: Seinni bylgjan: Ástin blómstrar „Þetta er búið að vera gegnum gangandi í mörg ár. Það er dásamlegt að horfa á þetta,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. „Það er alltaf gaman þegar Einar Rafn kemur út í Eyjar því hann fær alltaf góðar móttökur í Vestmannaeyjum,“ sagði Ásgeir Örn. Einar Rafn Eiðsson lék áður með FH og þar fékk hann oft að heyra það líka frá stuðningsmönnum Eyjamanna þar sem mörgum blöskraði. Uppskera þessara leikmanna í leiknum var að Dagur skoraði sex mörk, gaf fjórar stoðsendingar og fagnaði sigri. Einar Rafn var aftur á móti með fimm mörk og sex stoðsendingar en ÍBV vann leikinn með fjórum mörkum, 35-31. Það má sjá faðmlögin og „rómantíska myndbandið“ hér fyrir ofan.
Olís-deild karla Seinni bylgjan KA ÍBV Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Sjá meira