Úkraínskt sprotafyrirtæki kynnir rafmótorhjól Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 11. október 2021 07:00 ScrAmper Hugmyndin er að smíða rafdrifið mótorhjól í Scrambler stíl. Gróf dekk og góðfjöðrun með fremur uppréttri setustöðu. Fyrirtækið heitir EMGo Technology. Félagið var stofnað fyrir þremur árum síðan og hefur nú svipt hulunni af ScrAmper hjóli. Klár leikur að orðunum Scrambler, sem er notað yfir þennan stíl af mótorhjólum og Ampere notað til að lýsa flæðis á hleðslu á tímaeiningu. Hjólinu er lýst sem öflugu og skemmtilegu tæki bæði á malbiki og möl. Grunnurinn er þó fremur götu miðaður og hentar hjólið því vel í öllum aðstæðum þéttbýlis. Það er með 207 millimetra veghæð. EMGo er þó annt um að kynna hjólið alls ekki sem endúró hjól. Hjólið hentar ekki sem ferðamáti á einbreiðum stígum og er ekki ætlað til stórra stökka. EMGo notast við einkaleyfisverndaða kælitækni sem heitir HD10 Power Pack. Þetta gerir EMGo kleift að nýta rafhlöðurnar undir meira álagi í lengri tíma. Þá er hraðhleðslan innbyggð í hjólið og hleður hjólið frá 0% hleðslu og upp í 100% á rétt rúmlega einum og hálfum tíma. Mótorinn er um 9 kW eða um 12 hestöfl alla jafna, hann getur með vissum stillingum verið 21 hestafl eða um 16 kW. Þá mun hjólið koma með skiptingu, já hjólið er fjögurra gíra beinskipt rafmótorhjól, sem er afar áhugavert. Hámarkshraði ScrAmper er um 135 km/klst. Forpöntun er hafin á heimasíðu EMGo. Vistvænir bílar Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent
Félagið var stofnað fyrir þremur árum síðan og hefur nú svipt hulunni af ScrAmper hjóli. Klár leikur að orðunum Scrambler, sem er notað yfir þennan stíl af mótorhjólum og Ampere notað til að lýsa flæðis á hleðslu á tímaeiningu. Hjólinu er lýst sem öflugu og skemmtilegu tæki bæði á malbiki og möl. Grunnurinn er þó fremur götu miðaður og hentar hjólið því vel í öllum aðstæðum þéttbýlis. Það er með 207 millimetra veghæð. EMGo er þó annt um að kynna hjólið alls ekki sem endúró hjól. Hjólið hentar ekki sem ferðamáti á einbreiðum stígum og er ekki ætlað til stórra stökka. EMGo notast við einkaleyfisverndaða kælitækni sem heitir HD10 Power Pack. Þetta gerir EMGo kleift að nýta rafhlöðurnar undir meira álagi í lengri tíma. Þá er hraðhleðslan innbyggð í hjólið og hleður hjólið frá 0% hleðslu og upp í 100% á rétt rúmlega einum og hálfum tíma. Mótorinn er um 9 kW eða um 12 hestöfl alla jafna, hann getur með vissum stillingum verið 21 hestafl eða um 16 kW. Þá mun hjólið koma með skiptingu, já hjólið er fjögurra gíra beinskipt rafmótorhjól, sem er afar áhugavert. Hámarkshraði ScrAmper er um 135 km/klst. Forpöntun er hafin á heimasíðu EMGo.
Vistvænir bílar Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent