Handbolti

Bjarki Már fór mikinn í sigri

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Bjarki Már Elísson er aðalmarkaskorari Lemgo.
Bjarki Már Elísson er aðalmarkaskorari Lemgo. Getty/Marius Becker

Bjarki Már Elísson var næstmarkahæsti leikmaður Lemgo þegar liðið vann góðan útisigur á Erlangen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Bjarki skoraði sjö mörk úr átta skotum í fjögurra marka sigri Lemgo, 24-28.

Jonathan Carlsbogard var atkvæðamestur í liði Lemgo með átta mörk.

Daníel Þór Ingason skoraði eitt mark þegar lið hans, Balingen, lagði Hannover-Burgdorf að velli, 28-26. Janus Daði Smárason gerði sömuleiðis eitt mark fyrir Göppingen í jafntefli gegn Wetzlar í sömu deild fyrr í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×