Bláa lónið umhverfisfyrirtæki ársins Eiður Þór Árnason skrifar 7. október 2021 10:35 Bláa lónið er einn vinsælasti ferðamannastaður landsins. Vísir/Vilhelm Bláa lónið var útnefnt umhverfisfyrirtæki ársins við hátíðlega athöfn á Umhverfisdegi atvinnulífsins í gær. Þá hlaut heimsendingaþjónustan Aha.is viðurkenningu fyrir framtak ársins á sviði umhverfismála. Verðlaunin voru veitt af Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, en að að verðlaununum standa Samtök atvinnulífsins, Samorka, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök iðnaðarins og Samtök verslunar og þjónustu. Bláa lónið hefur kolefnisjafnað rekstur sinn frá árinu 2019 með ræktun þörunga og plöntun trjáa. Einnig er kolefnisbókhald fyrirtækisins vaktað og plastspor þess kortlagt til að keyra áfram stöðugar umbætur í rekstri og draga úr áhrifum þess á umhverfið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samtökum atvinnulífsins en Bláa lónið hefur innleitt umhverfisstjórnunarkerfi og lokið vottunarferli gæða, umhverfis og öryggisstjórnunar. Fyrirtækið hefur haft vottanir tengdar starfseminni síðan það fékk bláfánann árið 2013. Horfa má á upptöku af dagskránni á Umhverfisdegi atvinnulífsins í spilaranum hér fyrir neðan. „Fyrirtækið hefur að leiðarljósi að fullnýta auðlindastrauma úr iðrum jarðar í upplifun gesta þess sem og í framleiðslu á vörum.“ Einnig hefur Bláa lónið innleitt Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, gefið út samfélagsskýrslur og hlotið fjölda viðurkenninga bæði fyrir starfsemi sína og afurðir. Flytja sendingar með rafknúnum drónum Rafknúnir bílar hafa verið notaðir í rekstri Aha.is frá árinu 2015. Er allur bílafloti fyrirtækisins nú knúinn rafmagni en kolefnisspor heimaksturs er sagt ein stærsta umhverfisáskorun starfseminnar. „Unnið er með heimsmarkmiðum sameinuðu þjóðanna og markvisst stuðlað að vistvænum innkaupum. Aha.is hefur unnið að athyglisverðum tilraunum með flutningar á vörum með drónum sem er grundvöllur tilnefningar fyrirtækisins til umhverfisframtaks ársins,“ segir í tilkynningu. Þá er drónaverkefni Aha.is sagt minnka umferð og draga úr svifryksmengun en fyrirtækið hefur á seinustu árum gert tilraunir með að afhenda sendingar með rafknúnum drónum. Í valnefnd Umhverfisverðlauna atvinnulífsins sátu Bryndís Skúladóttir, formaður dómnefndar, Sigurður M. Harðarson og Gréta María Grétarsdóttir. Umhverfismál Bláa lónið Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Verðlaunin voru veitt af Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, en að að verðlaununum standa Samtök atvinnulífsins, Samorka, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök iðnaðarins og Samtök verslunar og þjónustu. Bláa lónið hefur kolefnisjafnað rekstur sinn frá árinu 2019 með ræktun þörunga og plöntun trjáa. Einnig er kolefnisbókhald fyrirtækisins vaktað og plastspor þess kortlagt til að keyra áfram stöðugar umbætur í rekstri og draga úr áhrifum þess á umhverfið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samtökum atvinnulífsins en Bláa lónið hefur innleitt umhverfisstjórnunarkerfi og lokið vottunarferli gæða, umhverfis og öryggisstjórnunar. Fyrirtækið hefur haft vottanir tengdar starfseminni síðan það fékk bláfánann árið 2013. Horfa má á upptöku af dagskránni á Umhverfisdegi atvinnulífsins í spilaranum hér fyrir neðan. „Fyrirtækið hefur að leiðarljósi að fullnýta auðlindastrauma úr iðrum jarðar í upplifun gesta þess sem og í framleiðslu á vörum.“ Einnig hefur Bláa lónið innleitt Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, gefið út samfélagsskýrslur og hlotið fjölda viðurkenninga bæði fyrir starfsemi sína og afurðir. Flytja sendingar með rafknúnum drónum Rafknúnir bílar hafa verið notaðir í rekstri Aha.is frá árinu 2015. Er allur bílafloti fyrirtækisins nú knúinn rafmagni en kolefnisspor heimaksturs er sagt ein stærsta umhverfisáskorun starfseminnar. „Unnið er með heimsmarkmiðum sameinuðu þjóðanna og markvisst stuðlað að vistvænum innkaupum. Aha.is hefur unnið að athyglisverðum tilraunum með flutningar á vörum með drónum sem er grundvöllur tilnefningar fyrirtækisins til umhverfisframtaks ársins,“ segir í tilkynningu. Þá er drónaverkefni Aha.is sagt minnka umferð og draga úr svifryksmengun en fyrirtækið hefur á seinustu árum gert tilraunir með að afhenda sendingar með rafknúnum drónum. Í valnefnd Umhverfisverðlauna atvinnulífsins sátu Bryndís Skúladóttir, formaður dómnefndar, Sigurður M. Harðarson og Gréta María Grétarsdóttir.
Umhverfismál Bláa lónið Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira