Bláa lónið umhverfisfyrirtæki ársins Eiður Þór Árnason skrifar 7. október 2021 10:35 Bláa lónið er einn vinsælasti ferðamannastaður landsins. Vísir/Vilhelm Bláa lónið var útnefnt umhverfisfyrirtæki ársins við hátíðlega athöfn á Umhverfisdegi atvinnulífsins í gær. Þá hlaut heimsendingaþjónustan Aha.is viðurkenningu fyrir framtak ársins á sviði umhverfismála. Verðlaunin voru veitt af Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, en að að verðlaununum standa Samtök atvinnulífsins, Samorka, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök iðnaðarins og Samtök verslunar og þjónustu. Bláa lónið hefur kolefnisjafnað rekstur sinn frá árinu 2019 með ræktun þörunga og plöntun trjáa. Einnig er kolefnisbókhald fyrirtækisins vaktað og plastspor þess kortlagt til að keyra áfram stöðugar umbætur í rekstri og draga úr áhrifum þess á umhverfið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samtökum atvinnulífsins en Bláa lónið hefur innleitt umhverfisstjórnunarkerfi og lokið vottunarferli gæða, umhverfis og öryggisstjórnunar. Fyrirtækið hefur haft vottanir tengdar starfseminni síðan það fékk bláfánann árið 2013. Horfa má á upptöku af dagskránni á Umhverfisdegi atvinnulífsins í spilaranum hér fyrir neðan. „Fyrirtækið hefur að leiðarljósi að fullnýta auðlindastrauma úr iðrum jarðar í upplifun gesta þess sem og í framleiðslu á vörum.“ Einnig hefur Bláa lónið innleitt Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, gefið út samfélagsskýrslur og hlotið fjölda viðurkenninga bæði fyrir starfsemi sína og afurðir. Flytja sendingar með rafknúnum drónum Rafknúnir bílar hafa verið notaðir í rekstri Aha.is frá árinu 2015. Er allur bílafloti fyrirtækisins nú knúinn rafmagni en kolefnisspor heimaksturs er sagt ein stærsta umhverfisáskorun starfseminnar. „Unnið er með heimsmarkmiðum sameinuðu þjóðanna og markvisst stuðlað að vistvænum innkaupum. Aha.is hefur unnið að athyglisverðum tilraunum með flutningar á vörum með drónum sem er grundvöllur tilnefningar fyrirtækisins til umhverfisframtaks ársins,“ segir í tilkynningu. Þá er drónaverkefni Aha.is sagt minnka umferð og draga úr svifryksmengun en fyrirtækið hefur á seinustu árum gert tilraunir með að afhenda sendingar með rafknúnum drónum. Í valnefnd Umhverfisverðlauna atvinnulífsins sátu Bryndís Skúladóttir, formaður dómnefndar, Sigurður M. Harðarson og Gréta María Grétarsdóttir. Umhverfismál Bláa lónið Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Sjá meira
Verðlaunin voru veitt af Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, en að að verðlaununum standa Samtök atvinnulífsins, Samorka, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök iðnaðarins og Samtök verslunar og þjónustu. Bláa lónið hefur kolefnisjafnað rekstur sinn frá árinu 2019 með ræktun þörunga og plöntun trjáa. Einnig er kolefnisbókhald fyrirtækisins vaktað og plastspor þess kortlagt til að keyra áfram stöðugar umbætur í rekstri og draga úr áhrifum þess á umhverfið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samtökum atvinnulífsins en Bláa lónið hefur innleitt umhverfisstjórnunarkerfi og lokið vottunarferli gæða, umhverfis og öryggisstjórnunar. Fyrirtækið hefur haft vottanir tengdar starfseminni síðan það fékk bláfánann árið 2013. Horfa má á upptöku af dagskránni á Umhverfisdegi atvinnulífsins í spilaranum hér fyrir neðan. „Fyrirtækið hefur að leiðarljósi að fullnýta auðlindastrauma úr iðrum jarðar í upplifun gesta þess sem og í framleiðslu á vörum.“ Einnig hefur Bláa lónið innleitt Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, gefið út samfélagsskýrslur og hlotið fjölda viðurkenninga bæði fyrir starfsemi sína og afurðir. Flytja sendingar með rafknúnum drónum Rafknúnir bílar hafa verið notaðir í rekstri Aha.is frá árinu 2015. Er allur bílafloti fyrirtækisins nú knúinn rafmagni en kolefnisspor heimaksturs er sagt ein stærsta umhverfisáskorun starfseminnar. „Unnið er með heimsmarkmiðum sameinuðu þjóðanna og markvisst stuðlað að vistvænum innkaupum. Aha.is hefur unnið að athyglisverðum tilraunum með flutningar á vörum með drónum sem er grundvöllur tilnefningar fyrirtækisins til umhverfisframtaks ársins,“ segir í tilkynningu. Þá er drónaverkefni Aha.is sagt minnka umferð og draga úr svifryksmengun en fyrirtækið hefur á seinustu árum gert tilraunir með að afhenda sendingar með rafknúnum drónum. Í valnefnd Umhverfisverðlauna atvinnulífsins sátu Bryndís Skúladóttir, formaður dómnefndar, Sigurður M. Harðarson og Gréta María Grétarsdóttir.
Umhverfismál Bláa lónið Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Sjá meira