Líbería: Stuðningur við forvarnastarf Barnaheilla gegn kynferðisofbeldi Heimsljós 7. október 2021 10:32 Barnaheill - Save the children Markmið verkefnisins er að kanna mögulega snertifleti fyrir frekara samstarf sem snýr að forvörnum. Barnaheill – Save the Children á Íslandi hlaut á dögunum styrk frá utanríkisráðuneytinu til að vinna hagkvæmnisathugun í samstarfi við systurfélag sitt Save the Children í Líberíu. Markmið verkefnisins er að kanna mögulega snertifleti fyrir frekara samstarf sem snýr að forvörnum gegn kynferðisofbeldi á börnum í Líberíu, í samræmi við stefnu stjórnvalda í Líberíu og á Íslandi um alþjóðlega þróunarsamvinnu. Að sögn Guðrúnar Helgu Jóhannsdóttur aðstoðarframkvæmdastjóra Barnaheilla eru aðstæður barna í Líberíu erfiðar en 90 prósent barna, yngri en 14 ára, búa við líkamlegt og/eða andlegt ofbeldi af hálfu foreldra eða forráðamanna. Hún segir að 14 prósent barna í landinu séu hneppt í þrælkun og 36% stúlkna séu giftar fyrir 18 ára aldur. Um 43 prósent kvenna búi við heimilisofbeldi af hálfu maka og 44% stúlkna og kvenna á aldrinum 15 til 49 ára hafi verið limlestar á kynfærum. „Kynferðisofbeldi gegn börnum og unglingum er alvarlegt vandamál í Líberíu, þar á meðal nauðganir, misnotkun, áreitni og ofbeldi. 89 prósent allra tilkynntra kynferðisbrotamála í landinu varða börn. Kynferðisofbeldi á börnum í skólum er mjög algengt en 18% stúlkna hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi af hendi kennara eða skólastjórnenda í von um góðar einkunnir eða fyrir lægri skólagjöld. Það hallar mikið á stúlkur í menntakerfinu í Líberíu og foreldrar meirihluta stúlkna í 7. og 8. bekk hvetja til kynlífsathafna með kennurum sínum eða skólastjórnendum, því það þýðir að þær hljóti frekari menntun,“ segir Guðrún Helga. Barnaheill - Save the children Menntakerfi í Líberíu er mjög veikburða sem sést vel á því að um 40 prósent nemenda eru að minnsta kosti þremur árum á eftir í námi. Fyrir kórónuveirufaraldurinn voru 16 prósent barna á skólaaldri ekki í skóla, en vegna COVID-19 þurftu 1,4 milljón börn til viðbótar að hætta námi. Meira en helmingur skólabarna lýkur ekki námi, mun fleiri stúlkur en drengir. Tilkynntum kynferðisafbrotum hefur fækkað undanfarin ár í Líberíu en rannsóknir benda til þess að brotaþolar tilkynni síður ofbeldið nú en áður, að sögn Guðrúnar Helgu. “Réttarkerfið í Líberíu er ekki hvetjandi fyrir fórnarlömb kynferðisofbeldis að kæra ofbeldið en aðeins 6 prósent tilkynntra brota eru kærð og fara alla leið fyrir dóm og aðeins 2 prósent þeirra mála enda með því að gerandi sé sakfelldur. Brotaþolar tilkynna ekki kynferðisbrot helst vegna ótta við fordæmingu samfélagsins en einnig vegna þess kostnaður sem fylgir því að kæra,“ segir hún. Markmið tæknilegrar aðstoðar Barnaheilla – Save the Children á Íslandi í Líberíu er að bregðast við þeirri neyð sem þar ríkir um kynferðisofbeldi gegn börnum. Barnaheill – Save the Children vinna á Íslandi að forvörnum gegn ofbeldi á börnum, þar á meðal kynferðisofbeldi og hafa flutt út sérþekkingu sína í málaflokknum, meðal annars til Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó og vinna að því að aðlaga nálgunina að aðstæðum í landinu. Tæknilega aðstoðin í Líberíu mun byggja á þeirri reynslu. Leiði hagkvæmnisathugunin í ljós að aðstoð Barnaheilla sé fýsileg munu samtökin bregðast við ákalli Save the Children í Líberíu og undirbúa verkefnislýsingu fyrir langtímaverkefni Barnaheilla – Save the Children á Íslandi í Líberíu. Tæknilega aðstoðin mun lúta að forvarnafræðslu gegn kynferðisofbeldi á börnum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Líbería Kynferðisofbeldi Jafnréttismál Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent
Barnaheill – Save the Children á Íslandi hlaut á dögunum styrk frá utanríkisráðuneytinu til að vinna hagkvæmnisathugun í samstarfi við systurfélag sitt Save the Children í Líberíu. Markmið verkefnisins er að kanna mögulega snertifleti fyrir frekara samstarf sem snýr að forvörnum gegn kynferðisofbeldi á börnum í Líberíu, í samræmi við stefnu stjórnvalda í Líberíu og á Íslandi um alþjóðlega þróunarsamvinnu. Að sögn Guðrúnar Helgu Jóhannsdóttur aðstoðarframkvæmdastjóra Barnaheilla eru aðstæður barna í Líberíu erfiðar en 90 prósent barna, yngri en 14 ára, búa við líkamlegt og/eða andlegt ofbeldi af hálfu foreldra eða forráðamanna. Hún segir að 14 prósent barna í landinu séu hneppt í þrælkun og 36% stúlkna séu giftar fyrir 18 ára aldur. Um 43 prósent kvenna búi við heimilisofbeldi af hálfu maka og 44% stúlkna og kvenna á aldrinum 15 til 49 ára hafi verið limlestar á kynfærum. „Kynferðisofbeldi gegn börnum og unglingum er alvarlegt vandamál í Líberíu, þar á meðal nauðganir, misnotkun, áreitni og ofbeldi. 89 prósent allra tilkynntra kynferðisbrotamála í landinu varða börn. Kynferðisofbeldi á börnum í skólum er mjög algengt en 18% stúlkna hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi af hendi kennara eða skólastjórnenda í von um góðar einkunnir eða fyrir lægri skólagjöld. Það hallar mikið á stúlkur í menntakerfinu í Líberíu og foreldrar meirihluta stúlkna í 7. og 8. bekk hvetja til kynlífsathafna með kennurum sínum eða skólastjórnendum, því það þýðir að þær hljóti frekari menntun,“ segir Guðrún Helga. Barnaheill - Save the children Menntakerfi í Líberíu er mjög veikburða sem sést vel á því að um 40 prósent nemenda eru að minnsta kosti þremur árum á eftir í námi. Fyrir kórónuveirufaraldurinn voru 16 prósent barna á skólaaldri ekki í skóla, en vegna COVID-19 þurftu 1,4 milljón börn til viðbótar að hætta námi. Meira en helmingur skólabarna lýkur ekki námi, mun fleiri stúlkur en drengir. Tilkynntum kynferðisafbrotum hefur fækkað undanfarin ár í Líberíu en rannsóknir benda til þess að brotaþolar tilkynni síður ofbeldið nú en áður, að sögn Guðrúnar Helgu. “Réttarkerfið í Líberíu er ekki hvetjandi fyrir fórnarlömb kynferðisofbeldis að kæra ofbeldið en aðeins 6 prósent tilkynntra brota eru kærð og fara alla leið fyrir dóm og aðeins 2 prósent þeirra mála enda með því að gerandi sé sakfelldur. Brotaþolar tilkynna ekki kynferðisbrot helst vegna ótta við fordæmingu samfélagsins en einnig vegna þess kostnaður sem fylgir því að kæra,“ segir hún. Markmið tæknilegrar aðstoðar Barnaheilla – Save the Children á Íslandi í Líberíu er að bregðast við þeirri neyð sem þar ríkir um kynferðisofbeldi gegn börnum. Barnaheill – Save the Children vinna á Íslandi að forvörnum gegn ofbeldi á börnum, þar á meðal kynferðisofbeldi og hafa flutt út sérþekkingu sína í málaflokknum, meðal annars til Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó og vinna að því að aðlaga nálgunina að aðstæðum í landinu. Tæknilega aðstoðin í Líberíu mun byggja á þeirri reynslu. Leiði hagkvæmnisathugunin í ljós að aðstoð Barnaheilla sé fýsileg munu samtökin bregðast við ákalli Save the Children í Líberíu og undirbúa verkefnislýsingu fyrir langtímaverkefni Barnaheilla – Save the Children á Íslandi í Líberíu. Tæknilega aðstoðin mun lúta að forvarnafræðslu gegn kynferðisofbeldi á börnum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Líbería Kynferðisofbeldi Jafnréttismál Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent