400 Tesla bifreiðar nýskráðar í september Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 6. október 2021 07:01 Tesla Model Y. Tesla var með langflestar nýskráningar í september, 400 talsins og skiptust þannig að Model Y var með 284 nýskráningar og Model 3 með 116. Næsti framleiðandi var Kia með 146 nýskráningar. Þar á eftir kemur Hyundai með 142 nýskráningar samkvæmt tölum á vef Samgöngustofu. Kia Niro var þriðja mest nýskráða undirtegundin með 52 eintök nýskráð. Hyundai i20 var í fjórða sæti með 51 eintak nýskráð. Model Y er nú orðinn níunda mest selda undirtegund ársins, með 306 eintök nýskráð. Afhendingar á bílnum hófust ekki fyrr en í ágúst, sem gerir árangurinn eftirtektarverðan. Spurning hvort Model Y takist að verða vinsælasti bíll ársins. Nýskráningar eftir tegund.Skjáskot Orkugjafar Rafmagn er lang vinsælasti orkugjafinn þegar kom að nýskráðum ökutækjum í september. Hreinir rafbílar voru 653 á móti 202 bensínbílum og 202 tengiltvinnbílum sem ganga fyrir bensíni á móti rafmagni. Hreinir dísel bílar voru svo í fjórða sæti með 163 nýskráningar. Vistvænir bílar voru því 961 á móti 365 hreinum sprengihreyfilsbílum. Vistvænir hafa því talsverða yfirburði þennan mánuðinn. Vélarlausir eru 71. Nýskráningar eftir undirtegund.Skjáskot Heildar nýskráningar Alls voru nýskráð 1397 ný ökutæki í september. Það er aukning um 294 eintök á milli mánaða eða 26,7%. Alls voru nýskráð 1443 ökutæki í september í fyrra, munurinn á milli ára er því ekki mikill, fækkun um 46 eintök á milli ára. Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent
Kia Niro var þriðja mest nýskráða undirtegundin með 52 eintök nýskráð. Hyundai i20 var í fjórða sæti með 51 eintak nýskráð. Model Y er nú orðinn níunda mest selda undirtegund ársins, með 306 eintök nýskráð. Afhendingar á bílnum hófust ekki fyrr en í ágúst, sem gerir árangurinn eftirtektarverðan. Spurning hvort Model Y takist að verða vinsælasti bíll ársins. Nýskráningar eftir tegund.Skjáskot Orkugjafar Rafmagn er lang vinsælasti orkugjafinn þegar kom að nýskráðum ökutækjum í september. Hreinir rafbílar voru 653 á móti 202 bensínbílum og 202 tengiltvinnbílum sem ganga fyrir bensíni á móti rafmagni. Hreinir dísel bílar voru svo í fjórða sæti með 163 nýskráningar. Vistvænir bílar voru því 961 á móti 365 hreinum sprengihreyfilsbílum. Vistvænir hafa því talsverða yfirburði þennan mánuðinn. Vélarlausir eru 71. Nýskráningar eftir undirtegund.Skjáskot Heildar nýskráningar Alls voru nýskráð 1397 ný ökutæki í september. Það er aukning um 294 eintök á milli mánaða eða 26,7%. Alls voru nýskráð 1443 ökutæki í september í fyrra, munurinn á milli ára er því ekki mikill, fækkun um 46 eintök á milli ára.
Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent