Seðlabankinn dregur lærdóm af fasteignabólunni fyrir hrun Heimir Már Pétursson skrifar 29. september 2021 19:20 Haukur Benediktsson framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika hjá Seðlabankanum (í ræðustól) kynnir rit nefndarinnar í morgun. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og formaður nefndarinnar og Gunnar Jakobsson staðgengill formanns fylgjast með. Stöð 2/Egill Seðlabankastjóri segir nýjar reglur um hámark greiðslubyrði húsnæðislána hluta af þeim lærdómi sem draga megi af efnahagshruninu. Þær tengi greiðslubyrðina tekjum heimilanna og vinni gegn gylliboðum á lánamarkaði. Fasteignakaup eru alla jafna stærstu fjárfestingar heimilanna. Undanfarið hefur verið mikil umframeftirspurn eftir húsnæði. Á þeim tímapunkti finnst seðlabankanum eðlilegt að setja reglur sem hámarka hlutfall greiðslubyrði húsnæðislána af ráðstöfunartekjum heimilanna. Framvegis miða útreikningar greiðslubyrði allra húsnæðislána að hámarki við þrjátíu ára lánstíma og getur ekki verið meiri en sem nemur 35 prósentum af ráðstöfunartekjum. Þannig mætti greiðslubyrði af húsnæðislánum heimila með 200 þúsund króna ráðstöfunartekjur ekki vera meiri en 70 þúsund krónur á mánuði og 80 þúsund hjá fyrstu kaupendum og svo koll af kolli eins og sést í meðfylgjandi töflu. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir fasteignaverð hafa hækkað ört undanfarna mánuði, skuldir heimilanna hafi vaxið og bankarnir standi vel. „Við viljum tryggja jarðsamband fasteignamarkaðarins. Að fasteignaverð sé í samhengi við tekjur þjóðarinnar,“ segir Ásgeir. Reglur Seðlabankans séu þó ekki fjarri þeim reglum sem bankarnir styðjist nú þegar við í greiðslumati. Hér sé því um varanlega varúðarráðstöfun að ræða ekki hvað síst ef nýir aðilar komi inn á lánamarkaðinn og rýmki lánareglur varðandi greiðslugetu. Þetta sé hluti af þeim lærdómi sem megi draga af efnahagshruninu. Ásgeir Jónsson segir að setja hefði átt reglur eins og þessar árið 2003 áður en kom til fasteignabólunnar fyrir hrun.Stöð 2/Egill „Algerlega. Þetta er eitthvað sem við hefðum átt að gera árið 2003 en gerðum ekki. Þannig að við erum í raun að setja ramma í kringum markaðinn og tryggja að verðmyndun verði alltaf í samræmi við tekjur fólks í landinu. Um að fasteignamarkaðurinn fjarlægist ekki fólkið í landinu og fari upp í einhverjar hæðir sem venjulegt fólk hefur ekki efni á," segir Ásgeir Jónsson. Í upphafi kórónuveirufaraldursins snemma árs í fyrra ákvað Seðlabankinn að bankarnir þyrftu ekki lengur að leggja 2 prósent af eiginfé sínu til hliðar í svo kallaðan sveiflujöfnunarauka. Þetta var gert til að auka lausafé banka og lánastofnana til að auðvelda þeim að mæta áföllum viðskiptavina sinna vegna faraldursins. Í morgun tilkynnt fjármálastöðugleikanefnd hins vegar að sveiflujöfnunaraukinn yrði færður upp í tvö prósent á ný eftir tólf mánuði. Seðlabankinn Efnahagsmál Íslenskir bankar Húsnæðismál Tengdar fréttir Bein útsending: Kynningarfundur um yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans mun kynna og gera grein fyrir yfirlýsingu sinni á fundi sem hefst í bankanum klukkan 9:30. 29. september 2021 09:07 Setja reglur um hámark greiðslubyrðar húsnæðislána Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans hefur ákveðið setja reglur um hámark greiðslubyrðar húsnæðislána til að vinna á móti aukinni skuldsetningu heimila að undanförnu vegna fasteignakaupa. 29. september 2021 08:44 Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Viðskipti innlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Fleiri fréttir Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Sjá meira
Fasteignakaup eru alla jafna stærstu fjárfestingar heimilanna. Undanfarið hefur verið mikil umframeftirspurn eftir húsnæði. Á þeim tímapunkti finnst seðlabankanum eðlilegt að setja reglur sem hámarka hlutfall greiðslubyrði húsnæðislána af ráðstöfunartekjum heimilanna. Framvegis miða útreikningar greiðslubyrði allra húsnæðislána að hámarki við þrjátíu ára lánstíma og getur ekki verið meiri en sem nemur 35 prósentum af ráðstöfunartekjum. Þannig mætti greiðslubyrði af húsnæðislánum heimila með 200 þúsund króna ráðstöfunartekjur ekki vera meiri en 70 þúsund krónur á mánuði og 80 þúsund hjá fyrstu kaupendum og svo koll af kolli eins og sést í meðfylgjandi töflu. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir fasteignaverð hafa hækkað ört undanfarna mánuði, skuldir heimilanna hafi vaxið og bankarnir standi vel. „Við viljum tryggja jarðsamband fasteignamarkaðarins. Að fasteignaverð sé í samhengi við tekjur þjóðarinnar,“ segir Ásgeir. Reglur Seðlabankans séu þó ekki fjarri þeim reglum sem bankarnir styðjist nú þegar við í greiðslumati. Hér sé því um varanlega varúðarráðstöfun að ræða ekki hvað síst ef nýir aðilar komi inn á lánamarkaðinn og rýmki lánareglur varðandi greiðslugetu. Þetta sé hluti af þeim lærdómi sem megi draga af efnahagshruninu. Ásgeir Jónsson segir að setja hefði átt reglur eins og þessar árið 2003 áður en kom til fasteignabólunnar fyrir hrun.Stöð 2/Egill „Algerlega. Þetta er eitthvað sem við hefðum átt að gera árið 2003 en gerðum ekki. Þannig að við erum í raun að setja ramma í kringum markaðinn og tryggja að verðmyndun verði alltaf í samræmi við tekjur fólks í landinu. Um að fasteignamarkaðurinn fjarlægist ekki fólkið í landinu og fari upp í einhverjar hæðir sem venjulegt fólk hefur ekki efni á," segir Ásgeir Jónsson. Í upphafi kórónuveirufaraldursins snemma árs í fyrra ákvað Seðlabankinn að bankarnir þyrftu ekki lengur að leggja 2 prósent af eiginfé sínu til hliðar í svo kallaðan sveiflujöfnunarauka. Þetta var gert til að auka lausafé banka og lánastofnana til að auðvelda þeim að mæta áföllum viðskiptavina sinna vegna faraldursins. Í morgun tilkynnt fjármálastöðugleikanefnd hins vegar að sveiflujöfnunaraukinn yrði færður upp í tvö prósent á ný eftir tólf mánuði.
Seðlabankinn Efnahagsmál Íslenskir bankar Húsnæðismál Tengdar fréttir Bein útsending: Kynningarfundur um yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans mun kynna og gera grein fyrir yfirlýsingu sinni á fundi sem hefst í bankanum klukkan 9:30. 29. september 2021 09:07 Setja reglur um hámark greiðslubyrðar húsnæðislána Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans hefur ákveðið setja reglur um hámark greiðslubyrðar húsnæðislána til að vinna á móti aukinni skuldsetningu heimila að undanförnu vegna fasteignakaupa. 29. september 2021 08:44 Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Viðskipti innlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Fleiri fréttir Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Sjá meira
Bein útsending: Kynningarfundur um yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans mun kynna og gera grein fyrir yfirlýsingu sinni á fundi sem hefst í bankanum klukkan 9:30. 29. september 2021 09:07
Setja reglur um hámark greiðslubyrðar húsnæðislána Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans hefur ákveðið setja reglur um hámark greiðslubyrðar húsnæðislána til að vinna á móti aukinni skuldsetningu heimila að undanförnu vegna fasteignakaupa. 29. september 2021 08:44