„Besti dagur lífs míns“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. september 2021 08:00 Emile Smith Rowe fagnar marki sínu á móti Tottenham í gær. EPA-EFE/Facundo Arrizabalaga Emile Smith Rowe var kátur eftir 3-1 sigur Arsenal á nágrönnum sínum í Tottenham í Norður-London slagnum í ensku úrvalsdeildinni í gær. Arsenal byrjaði tímabilið ekki vel en hefur nú unnið þrjá leiki í röð. Liðið fór á kostum á móti Tottenham í gær og komst í 3-0 eftir aðeins 34 mínútna leik. Arsenal er nú komið upp fyrir Tottenham í töflunni. Hinn ungi Emile Smith Rowe átti frábæran leik í gær en hann skoraði fyrsta markið og lagði upp annað markið fyrir Piere-Emerick Aubameyang. Annar ungur strákur, Bukayo Saka, skoraði síðan þriðja markið og eftir það voru úrslitin ráðin. Best day of my life! pic.twitter.com/kAoOgoo9QK— Emile Smith Rowe (@emilesmithrowe) September 26, 2021 Smith Rowe sagði í viðtölum eftir leikinn að hann hafi verið að upplifa æskudrauminn sinn með því að skora á móti Tottenham. „Þetta er besti dagur lífs míns. Ég hef alltaf dreymt um að skora fyrir Arsenal á móti Tottenham fyrir framan fjölskyldu mína. Það rættist í dag og það er ekki til betri tilfinning,“ sagði Emile Smith Rowe. Ef að það hefur eitthvað vantað upp á í leik hins unga Smith Rowe þá var það að klára betur færin sín en strákurinn segist hafa unnið markvisst í því. „Já þetta snýst mikið um tímasetningu og ég hef verið að æfa þetta mikið á æfingum. Mér fannst þetta ganga vel hjá mér í dag og ég er rosalega ánægður með markið,“ sagði Smith Rowe. Smith Rowe var líka ánægður með það sem knattspyrnustjórinn Mikel Arteta sagði við þá fyrir leikinn. Emile Smith Rowe admits Arsenal heroics in win over Tottenham is "best day of my life"https://t.co/2Xpqrqss6E pic.twitter.com/tencVUi9oq— Mirror Football (@MirrorFootball) September 26, 2021 „Hann sagði okkur ungu strákunum að halda ró okkar. Við erum ungir og mættir í risaleik en hann hvetur okkur mikið og gefur okkur sjálfstraust,“ sagði Smith Rowe. „Það er ekki bara stjórinn heldur einnig hinir leikmennirnir í liðinu. Þeir gefa okkur ungu guttunum mikið sjálfstraust. Það er því auðveldara fyrir okkur að stíga inn á völlinn,“ sagði Smith Rowe. Emile Smith Rowe var þarna að skora sitt fyrsta deildamark á tímabilinu og sitt fyrsta mark í ensku úrvalsdeildinni síðan að hann skoraði í tveimur leikjum í röð með þriggja daga millibili í maí. Enski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Sjá meira
Arsenal byrjaði tímabilið ekki vel en hefur nú unnið þrjá leiki í röð. Liðið fór á kostum á móti Tottenham í gær og komst í 3-0 eftir aðeins 34 mínútna leik. Arsenal er nú komið upp fyrir Tottenham í töflunni. Hinn ungi Emile Smith Rowe átti frábæran leik í gær en hann skoraði fyrsta markið og lagði upp annað markið fyrir Piere-Emerick Aubameyang. Annar ungur strákur, Bukayo Saka, skoraði síðan þriðja markið og eftir það voru úrslitin ráðin. Best day of my life! pic.twitter.com/kAoOgoo9QK— Emile Smith Rowe (@emilesmithrowe) September 26, 2021 Smith Rowe sagði í viðtölum eftir leikinn að hann hafi verið að upplifa æskudrauminn sinn með því að skora á móti Tottenham. „Þetta er besti dagur lífs míns. Ég hef alltaf dreymt um að skora fyrir Arsenal á móti Tottenham fyrir framan fjölskyldu mína. Það rættist í dag og það er ekki til betri tilfinning,“ sagði Emile Smith Rowe. Ef að það hefur eitthvað vantað upp á í leik hins unga Smith Rowe þá var það að klára betur færin sín en strákurinn segist hafa unnið markvisst í því. „Já þetta snýst mikið um tímasetningu og ég hef verið að æfa þetta mikið á æfingum. Mér fannst þetta ganga vel hjá mér í dag og ég er rosalega ánægður með markið,“ sagði Smith Rowe. Smith Rowe var líka ánægður með það sem knattspyrnustjórinn Mikel Arteta sagði við þá fyrir leikinn. Emile Smith Rowe admits Arsenal heroics in win over Tottenham is "best day of my life"https://t.co/2Xpqrqss6E pic.twitter.com/tencVUi9oq— Mirror Football (@MirrorFootball) September 26, 2021 „Hann sagði okkur ungu strákunum að halda ró okkar. Við erum ungir og mættir í risaleik en hann hvetur okkur mikið og gefur okkur sjálfstraust,“ sagði Smith Rowe. „Það er ekki bara stjórinn heldur einnig hinir leikmennirnir í liðinu. Þeir gefa okkur ungu guttunum mikið sjálfstraust. Það er því auðveldara fyrir okkur að stíga inn á völlinn,“ sagði Smith Rowe. Emile Smith Rowe var þarna að skora sitt fyrsta deildamark á tímabilinu og sitt fyrsta mark í ensku úrvalsdeildinni síðan að hann skoraði í tveimur leikjum í röð með þriggja daga millibili í maí.
Enski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Sjá meira