Gerði Man. Utd lífið leitt í tveimur leikjum og er aftur orðaður við Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. september 2021 09:01 Jarrod Bowen í leik á móti Manchester United. United menn þurftu að hafa fyrir honum í tveimur leikjum í síðustu vikum. EPA-EFE/Clive Brunskill Næstu kaup Liverpool gætu verið á framherja West Ham ef marka má heimildir staðarblaðsins í Liverpool borg. Jarrod Bowen átti tvo flotta leiki á móti Manchester United í síðustu viku og Liverpool Echo blaðið segir að Liverpool hafi enn áhuga á honum. Liverpool var orðað við leikmanninn í sumar og kom það sumum á óvart. West Ham hafði keypt hann frá Hull fyrir tuttugu milljónir punda fyrir einu og hálfu ári síðan. It's the latest football gossip... #bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) September 24, 2021 Bowen er 24 ára gamall en heldur upp á 25 ára afmælið sitt fjórum dögum fyrir jól. Hann kom til West Ham frá Hull City í janúarglugganum árið 2020 eftir að hafa skorað 38 mörk síðasta eina og hálfa tímabilið með Hull í b-deildinni. Bowen hefur samt aðeins skorað 9 mörk í 55 leikjum með West ham í ensku úrvalsdeildinni og hann skoraði ekki í leikjunum tveimur á móti Manchester United. Það er hins vegar ekki hægt að segja að hann hafi ekki skapað usla í vörn United. Hann gaf eina stoðsendingu, átti sex skot að marki, reyndi ellefu sinnum að taka menn á og sjö sinnum heppnaðist það. Hann bjó líka til sex skotfæri fyrir félaga sína. Jarrod Bowen game by numbers vs. Manchester United:92% pass accuracy7 take-ons attempted6 take-ons completed4 shots3 chances created1 assistA solid shift. pic.twitter.com/YQJmepg2M6— Squawka Football (@Squawka) September 19, 2021 Hann hefur marga þá hæfileika sem Liverpool vill hafa í sínum sóknarmönnum, hæfileika sem má sjá hjá mönnum eins og Mohamed Salah, Roberto Firmino og Sadio Mane sem og hæfileikar sem leiddu til þess að Liverpool keypti Diogo Jota. Bowen er ótrúlega duglegur og lætur varnarlínu mótherjanna aldrei í firði. Hann sprettir og pressar og djöflast þegar lið hans er ekki með boltann. Hann er örvfættur eins og Salah en getur líka spilað hægra megin á miðjunni eða bara sem framherji. Fjölhæfnin er til staðar sem er mikill kostur líka. Enski boltinn Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Fótbolti Fleiri fréttir Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Sjá meira
Jarrod Bowen átti tvo flotta leiki á móti Manchester United í síðustu viku og Liverpool Echo blaðið segir að Liverpool hafi enn áhuga á honum. Liverpool var orðað við leikmanninn í sumar og kom það sumum á óvart. West Ham hafði keypt hann frá Hull fyrir tuttugu milljónir punda fyrir einu og hálfu ári síðan. It's the latest football gossip... #bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) September 24, 2021 Bowen er 24 ára gamall en heldur upp á 25 ára afmælið sitt fjórum dögum fyrir jól. Hann kom til West Ham frá Hull City í janúarglugganum árið 2020 eftir að hafa skorað 38 mörk síðasta eina og hálfa tímabilið með Hull í b-deildinni. Bowen hefur samt aðeins skorað 9 mörk í 55 leikjum með West ham í ensku úrvalsdeildinni og hann skoraði ekki í leikjunum tveimur á móti Manchester United. Það er hins vegar ekki hægt að segja að hann hafi ekki skapað usla í vörn United. Hann gaf eina stoðsendingu, átti sex skot að marki, reyndi ellefu sinnum að taka menn á og sjö sinnum heppnaðist það. Hann bjó líka til sex skotfæri fyrir félaga sína. Jarrod Bowen game by numbers vs. Manchester United:92% pass accuracy7 take-ons attempted6 take-ons completed4 shots3 chances created1 assistA solid shift. pic.twitter.com/YQJmepg2M6— Squawka Football (@Squawka) September 19, 2021 Hann hefur marga þá hæfileika sem Liverpool vill hafa í sínum sóknarmönnum, hæfileika sem má sjá hjá mönnum eins og Mohamed Salah, Roberto Firmino og Sadio Mane sem og hæfileikar sem leiddu til þess að Liverpool keypti Diogo Jota. Bowen er ótrúlega duglegur og lætur varnarlínu mótherjanna aldrei í firði. Hann sprettir og pressar og djöflast þegar lið hans er ekki með boltann. Hann er örvfættur eins og Salah en getur líka spilað hægra megin á miðjunni eða bara sem framherji. Fjölhæfnin er til staðar sem er mikill kostur líka.
Enski boltinn Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Fótbolti Fleiri fréttir Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Sjá meira