Tvöfalt fleiri milljónir fyrir Ísland á EM Sindri Sverrisson skrifar 23. september 2021 10:01 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir í leiknum við Holland í undankeppni HM á þriðjudagskvöld. Þær eru á leið á EM í Englandi næsta sumar. vísir/hulda margrét Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mun njóta góðs af því að ákveðið hefur verið að tvöfalt hærra verðlaunafé verði í boði á EM í Englandi næsta sumar en á EM í Hollandi árið 2017. Ísland er eitt af sextán landsliðum sem leika á EM og verður þetta fjórða Evrópumót íslenska liðsins í röð. Á EM 2017 í Hollandi var samtals 8 milljónum evra útdeilt á milli þátttökuliðanna, eftir árangri. Lið eins og Ísland sem féllu úr leik í riðlakeppninni fengu 300.000 evrur í sinn hlut hvert. Sú upphæð jafngildir í dag rúmlega 45 milljónum króna sem var sjálfsagt í ljósi kostnaðar við þátttöku á EM engin sérstök búbót fyrir KSÍ. Til samanburðar fengu lið að lágmarki 1,4 milljarða króna fyrir að spila á EM karla í sumar. Liðin sem leika á EM kvenna næsta sumar deila með sér tvöfalt hærra verðlaunafé en 2017, eða 16 milljónum evra (2,4 milljörðum króna), samkvæmt ákvörðun framkvæmdanefndar UEFA í gær. Á næstu dögum skýrist nákvæmlega hvernig verðlaunafénu verður skipt niður. Ljóst er þó að lágmarksupphæð verður hærri en 300.000 evrur og að hægt verður að fá bónusa fyrir að vinna leiki eða gera jafntefli í riðlakeppninni, þó að lið komist ekki áfram í 8-liða úrslit. Íslensk félög fá bætur vegna leikmanna sem spila á EM Þá munu knattspyrnufélög sem landsliðskonurnar á EM eru á mála hjá í fyrsta sinn fá bætur frá UEFA vegna þátttöku þeirra á mótinu. Heildarupphæðin sem greidd verður í slíkar bætur nemur 4,5 milljónum evra, jafnvirði 684 milljóna króna. Agla María Albertsdóttir er á mála hjá Breiðabliki og gæti tryggt félaginu tæpar 2 milljónir króna með því að fara á EM.vísir/hulda margrét Í ljósi þess að 23 leikmenn verða í hverjum landsliðshópi, eða samtals 368 leikmenn á mótinu, má ætla að þetta þýði bætur upp á hátt í 2 milljónir króna fyrir hvern leikmann. Ljóst er að Breiðablik, Valur og jafnvel fleiri íslensk félög koma til með að hagnast á þessu. EM 2021 í Englandi Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Fleiri fréttir Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Sjá meira
Ísland er eitt af sextán landsliðum sem leika á EM og verður þetta fjórða Evrópumót íslenska liðsins í röð. Á EM 2017 í Hollandi var samtals 8 milljónum evra útdeilt á milli þátttökuliðanna, eftir árangri. Lið eins og Ísland sem féllu úr leik í riðlakeppninni fengu 300.000 evrur í sinn hlut hvert. Sú upphæð jafngildir í dag rúmlega 45 milljónum króna sem var sjálfsagt í ljósi kostnaðar við þátttöku á EM engin sérstök búbót fyrir KSÍ. Til samanburðar fengu lið að lágmarki 1,4 milljarða króna fyrir að spila á EM karla í sumar. Liðin sem leika á EM kvenna næsta sumar deila með sér tvöfalt hærra verðlaunafé en 2017, eða 16 milljónum evra (2,4 milljörðum króna), samkvæmt ákvörðun framkvæmdanefndar UEFA í gær. Á næstu dögum skýrist nákvæmlega hvernig verðlaunafénu verður skipt niður. Ljóst er þó að lágmarksupphæð verður hærri en 300.000 evrur og að hægt verður að fá bónusa fyrir að vinna leiki eða gera jafntefli í riðlakeppninni, þó að lið komist ekki áfram í 8-liða úrslit. Íslensk félög fá bætur vegna leikmanna sem spila á EM Þá munu knattspyrnufélög sem landsliðskonurnar á EM eru á mála hjá í fyrsta sinn fá bætur frá UEFA vegna þátttöku þeirra á mótinu. Heildarupphæðin sem greidd verður í slíkar bætur nemur 4,5 milljónum evra, jafnvirði 684 milljóna króna. Agla María Albertsdóttir er á mála hjá Breiðabliki og gæti tryggt félaginu tæpar 2 milljónir króna með því að fara á EM.vísir/hulda margrét Í ljósi þess að 23 leikmenn verða í hverjum landsliðshópi, eða samtals 368 leikmenn á mótinu, má ætla að þetta þýði bætur upp á hátt í 2 milljónir króna fyrir hvern leikmann. Ljóst er að Breiðablik, Valur og jafnvel fleiri íslensk félög koma til með að hagnast á þessu.
EM 2021 í Englandi Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Fleiri fréttir Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Sjá meira