Anfield mun hoppa upp í þriðja sæti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. september 2021 12:30 Stuðningsmönnum Liverpool í stúkunni mun fjölga á Anfield frá og með 2023-24 tímabilinu. Getty/Andrew Powell Liverpool hefur ákveðið að fara af fullum krafti í að stækka heimavöll sinn enn frekar en nýjustu framkvæmdirnar voru kynntar formlega í gær. Með þessum framkvæmdum, sem fara nú í gang, mun Liverpool fjölga áhorfendum á Anfield um sjö þúsund á hverjum leik en eftir þær munu 61 þúsund manns geta séð hvern leik liðsins á Anfield. We can confirm that plans for the proposed expansion of the Anfield Road Stand will move forward — Liverpool FC (@LFC) September 22, 2021 Eftir þessar breytingar verður Anfield því kominn upp í þriðja sæti yfir stærstu leikvelli ensku úrvalsdeildarinnar og þá munu aðeins Old Trafford hjá Manchester United og Tottenham Hotspur leikvangurinn taka fleiri áhorfendur. Old Trafford tekur 74,1 þúsund áhorfendur en Tottenham völlurinn 62,3 þúsund áhorfendur. Heimavöllur Liverpool er þessa stundina í sjötta sæti á eftir Emirates leikvangi Arsenal (60,7 þúsund áhorfendur), Ólympíuleikvangi West Ham (60 þúsund) og Ethiad leikvangi Manchester City (55 þúsund). Liverpool s plans for the proposed expansion of the Anfield Road End have been confirmed and construction will start next week.The redeveloped Anfield Road Stand is anticipated to be ready for the 2023-24 season and will add an extra 7,000 seats - total capacity 61,000. pic.twitter.com/lIuIFK1O5u— Watch LFC (@Watch_LFC) September 22, 2021 Borgarráð Liverpool gaf leyfi fyrir framkvæmdunum í sumar. Liverpool fékk einnig leyfi fyrir því að halda aukalega sex tónleika eða aðra stóra viðburði á leikvanginum fyrstu fimm tímabilin. Anfield stendur í miðju íbúðahverfi og því er ljóst að það getur verið mikið ónæði af viðburðum á vellinum. Stúkan sem verður endurnýjuð að þessu sinni er stúkan við Anfield Road eða sú sem snýr að Stanley Park garðinum. Eins og áður verður stúkan byggð upp fyrir aftan núverandi stúku og þær síðan sameinaðar yfir sumartímann til að trufla sem minnst áhorfendaðsókn að vellinum á sjálfu tímabilinu. Það heppnaðist mjög vel þegar stóra stúkan var stækkuð fyrir nokkrum árum. Nýja útgáfan af Anfield á að vera tilbúin fyrir 2023-24 tímabilið og mun kalla á 400 fleiri starfsmenn á hverjum leik. Enski boltinn Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Newcastle - Chelsea | Skjórar í meiðslakrísu gegn gestum á góðu skriði Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Sjá meira
Með þessum framkvæmdum, sem fara nú í gang, mun Liverpool fjölga áhorfendum á Anfield um sjö þúsund á hverjum leik en eftir þær munu 61 þúsund manns geta séð hvern leik liðsins á Anfield. We can confirm that plans for the proposed expansion of the Anfield Road Stand will move forward — Liverpool FC (@LFC) September 22, 2021 Eftir þessar breytingar verður Anfield því kominn upp í þriðja sæti yfir stærstu leikvelli ensku úrvalsdeildarinnar og þá munu aðeins Old Trafford hjá Manchester United og Tottenham Hotspur leikvangurinn taka fleiri áhorfendur. Old Trafford tekur 74,1 þúsund áhorfendur en Tottenham völlurinn 62,3 þúsund áhorfendur. Heimavöllur Liverpool er þessa stundina í sjötta sæti á eftir Emirates leikvangi Arsenal (60,7 þúsund áhorfendur), Ólympíuleikvangi West Ham (60 þúsund) og Ethiad leikvangi Manchester City (55 þúsund). Liverpool s plans for the proposed expansion of the Anfield Road End have been confirmed and construction will start next week.The redeveloped Anfield Road Stand is anticipated to be ready for the 2023-24 season and will add an extra 7,000 seats - total capacity 61,000. pic.twitter.com/lIuIFK1O5u— Watch LFC (@Watch_LFC) September 22, 2021 Borgarráð Liverpool gaf leyfi fyrir framkvæmdunum í sumar. Liverpool fékk einnig leyfi fyrir því að halda aukalega sex tónleika eða aðra stóra viðburði á leikvanginum fyrstu fimm tímabilin. Anfield stendur í miðju íbúðahverfi og því er ljóst að það getur verið mikið ónæði af viðburðum á vellinum. Stúkan sem verður endurnýjuð að þessu sinni er stúkan við Anfield Road eða sú sem snýr að Stanley Park garðinum. Eins og áður verður stúkan byggð upp fyrir aftan núverandi stúku og þær síðan sameinaðar yfir sumartímann til að trufla sem minnst áhorfendaðsókn að vellinum á sjálfu tímabilinu. Það heppnaðist mjög vel þegar stóra stúkan var stækkuð fyrir nokkrum árum. Nýja útgáfan af Anfield á að vera tilbúin fyrir 2023-24 tímabilið og mun kalla á 400 fleiri starfsmenn á hverjum leik.
Enski boltinn Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Newcastle - Chelsea | Skjórar í meiðslakrísu gegn gestum á góðu skriði Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Sjá meira