Anfield mun hoppa upp í þriðja sæti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. september 2021 12:30 Stuðningsmönnum Liverpool í stúkunni mun fjölga á Anfield frá og með 2023-24 tímabilinu. Getty/Andrew Powell Liverpool hefur ákveðið að fara af fullum krafti í að stækka heimavöll sinn enn frekar en nýjustu framkvæmdirnar voru kynntar formlega í gær. Með þessum framkvæmdum, sem fara nú í gang, mun Liverpool fjölga áhorfendum á Anfield um sjö þúsund á hverjum leik en eftir þær munu 61 þúsund manns geta séð hvern leik liðsins á Anfield. We can confirm that plans for the proposed expansion of the Anfield Road Stand will move forward — Liverpool FC (@LFC) September 22, 2021 Eftir þessar breytingar verður Anfield því kominn upp í þriðja sæti yfir stærstu leikvelli ensku úrvalsdeildarinnar og þá munu aðeins Old Trafford hjá Manchester United og Tottenham Hotspur leikvangurinn taka fleiri áhorfendur. Old Trafford tekur 74,1 þúsund áhorfendur en Tottenham völlurinn 62,3 þúsund áhorfendur. Heimavöllur Liverpool er þessa stundina í sjötta sæti á eftir Emirates leikvangi Arsenal (60,7 þúsund áhorfendur), Ólympíuleikvangi West Ham (60 þúsund) og Ethiad leikvangi Manchester City (55 þúsund). Liverpool s plans for the proposed expansion of the Anfield Road End have been confirmed and construction will start next week.The redeveloped Anfield Road Stand is anticipated to be ready for the 2023-24 season and will add an extra 7,000 seats - total capacity 61,000. pic.twitter.com/lIuIFK1O5u— Watch LFC (@Watch_LFC) September 22, 2021 Borgarráð Liverpool gaf leyfi fyrir framkvæmdunum í sumar. Liverpool fékk einnig leyfi fyrir því að halda aukalega sex tónleika eða aðra stóra viðburði á leikvanginum fyrstu fimm tímabilin. Anfield stendur í miðju íbúðahverfi og því er ljóst að það getur verið mikið ónæði af viðburðum á vellinum. Stúkan sem verður endurnýjuð að þessu sinni er stúkan við Anfield Road eða sú sem snýr að Stanley Park garðinum. Eins og áður verður stúkan byggð upp fyrir aftan núverandi stúku og þær síðan sameinaðar yfir sumartímann til að trufla sem minnst áhorfendaðsókn að vellinum á sjálfu tímabilinu. Það heppnaðist mjög vel þegar stóra stúkan var stækkuð fyrir nokkrum árum. Nýja útgáfan af Anfield á að vera tilbúin fyrir 2023-24 tímabilið og mun kalla á 400 fleiri starfsmenn á hverjum leik. Enski boltinn Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Sjá meira
Með þessum framkvæmdum, sem fara nú í gang, mun Liverpool fjölga áhorfendum á Anfield um sjö þúsund á hverjum leik en eftir þær munu 61 þúsund manns geta séð hvern leik liðsins á Anfield. We can confirm that plans for the proposed expansion of the Anfield Road Stand will move forward — Liverpool FC (@LFC) September 22, 2021 Eftir þessar breytingar verður Anfield því kominn upp í þriðja sæti yfir stærstu leikvelli ensku úrvalsdeildarinnar og þá munu aðeins Old Trafford hjá Manchester United og Tottenham Hotspur leikvangurinn taka fleiri áhorfendur. Old Trafford tekur 74,1 þúsund áhorfendur en Tottenham völlurinn 62,3 þúsund áhorfendur. Heimavöllur Liverpool er þessa stundina í sjötta sæti á eftir Emirates leikvangi Arsenal (60,7 þúsund áhorfendur), Ólympíuleikvangi West Ham (60 þúsund) og Ethiad leikvangi Manchester City (55 þúsund). Liverpool s plans for the proposed expansion of the Anfield Road End have been confirmed and construction will start next week.The redeveloped Anfield Road Stand is anticipated to be ready for the 2023-24 season and will add an extra 7,000 seats - total capacity 61,000. pic.twitter.com/lIuIFK1O5u— Watch LFC (@Watch_LFC) September 22, 2021 Borgarráð Liverpool gaf leyfi fyrir framkvæmdunum í sumar. Liverpool fékk einnig leyfi fyrir því að halda aukalega sex tónleika eða aðra stóra viðburði á leikvanginum fyrstu fimm tímabilin. Anfield stendur í miðju íbúðahverfi og því er ljóst að það getur verið mikið ónæði af viðburðum á vellinum. Stúkan sem verður endurnýjuð að þessu sinni er stúkan við Anfield Road eða sú sem snýr að Stanley Park garðinum. Eins og áður verður stúkan byggð upp fyrir aftan núverandi stúku og þær síðan sameinaðar yfir sumartímann til að trufla sem minnst áhorfendaðsókn að vellinum á sjálfu tímabilinu. Það heppnaðist mjög vel þegar stóra stúkan var stækkuð fyrir nokkrum árum. Nýja útgáfan af Anfield á að vera tilbúin fyrir 2023-24 tímabilið og mun kalla á 400 fleiri starfsmenn á hverjum leik.
Enski boltinn Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Sjá meira