Sagði að ungir varnarmenn City hefðu lært mikið af því að mæta goðsögninni hjá Wycombe Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. september 2021 16:31 Ungir varnarmenn Manchester City þurftu að hafa mikið fyrir því að stöðva Adebayo Akinfenwa, framherja Wycombe Wanderers. getty/Matt McNulty Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, hrósaði framherja Wycombe Wanderers í hástert eftir leik liðanna í 3. umferð enska deildabikarsins í gær. City lenti undir á 22. mínútu en svaraði með sex mörkum og vann öruggan sigur, 6-1. Riyad Mahrez skoraði tvö mörk fyrir Englandsmeistaranna og þeir Kevin de Bruyne, Phil Foden, Ferran Torres og Cole Palmer sitt markið hver. Eftir leikinn jós Guardiola Adebayo Akinfenwa, framherja Wycombe, lofi og sagði að ungir varnarmenn City hefðu lært mikið á að mæta honum. „Þeir mættu einni af goðsögnunum í enska boltanum. Það besta fyrir þá og þeirra þróun væri að spila við hann í hverri viku. Það var mér mikil ánægja að hitta hann,“ sagði Guardiola. Akinfenwa, sem er 39 ára, hefur komið víða við á löngum ferli en leikið með Wycombe síðan 2016. Hann er tröll að burðum og þekktur fyrir að vera gríðarsterkur. Sagan segir að hann geti lyft 180 kg í bekkpressu. Guardiola tefldi fram fjórum unglingum í vörninni í leiknum í gær; CJ Egan-Riley, Finley Burns, Luke Mbete og Josh Wilson-Esbrand. Þeir þrír fyrstnefndu eru fæddir 2003 en sá síðastnefndi 2002. Enginn þeirra var fæddur þegar Akinfenwa lék sinn fyrsta leik sem atvinnumaður. Guardiola hrósaði fjórmenningunum fyrir frammistöðuna í leiknum í gær. „Þetta er ekki auðvelt en þeir gerðu þetta vel. Við förum yfir leikinn með þeim og sýnum þeim hvernig þeir geta leyst vandamálin. En þeir stóðu sig vel, allir sem einn,“ sagði Guardiola sem hefur stýrt City til sigurs í deildabikarnum undanfarin þrjú ár. Akinfenwa og félagar hans í Wycombe eru í 5. sæti ensku C-deildarinnar með fjórtán stig eftir átta leiki. Wycombe endaði í neðsta sæti B-deildarinnar á síðasta tímabili. Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Enski boltinn Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Fleiri fréttir Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Sjá meira
City lenti undir á 22. mínútu en svaraði með sex mörkum og vann öruggan sigur, 6-1. Riyad Mahrez skoraði tvö mörk fyrir Englandsmeistaranna og þeir Kevin de Bruyne, Phil Foden, Ferran Torres og Cole Palmer sitt markið hver. Eftir leikinn jós Guardiola Adebayo Akinfenwa, framherja Wycombe, lofi og sagði að ungir varnarmenn City hefðu lært mikið á að mæta honum. „Þeir mættu einni af goðsögnunum í enska boltanum. Það besta fyrir þá og þeirra þróun væri að spila við hann í hverri viku. Það var mér mikil ánægja að hitta hann,“ sagði Guardiola. Akinfenwa, sem er 39 ára, hefur komið víða við á löngum ferli en leikið með Wycombe síðan 2016. Hann er tröll að burðum og þekktur fyrir að vera gríðarsterkur. Sagan segir að hann geti lyft 180 kg í bekkpressu. Guardiola tefldi fram fjórum unglingum í vörninni í leiknum í gær; CJ Egan-Riley, Finley Burns, Luke Mbete og Josh Wilson-Esbrand. Þeir þrír fyrstnefndu eru fæddir 2003 en sá síðastnefndi 2002. Enginn þeirra var fæddur þegar Akinfenwa lék sinn fyrsta leik sem atvinnumaður. Guardiola hrósaði fjórmenningunum fyrir frammistöðuna í leiknum í gær. „Þetta er ekki auðvelt en þeir gerðu þetta vel. Við förum yfir leikinn með þeim og sýnum þeim hvernig þeir geta leyst vandamálin. En þeir stóðu sig vel, allir sem einn,“ sagði Guardiola sem hefur stýrt City til sigurs í deildabikarnum undanfarin þrjú ár. Akinfenwa og félagar hans í Wycombe eru í 5. sæti ensku C-deildarinnar með fjórtán stig eftir átta leiki. Wycombe endaði í neðsta sæti B-deildarinnar á síðasta tímabili. Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Enski boltinn Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Fleiri fréttir Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Sjá meira