Krafðist þess að ákvörðunin um Kolbein yrði dregin til baka Sindri Sverrisson skrifar 22. september 2021 11:31 Kolbeinn Sigþórsson í landsleik gegn Rúmeníu fyrir ári síðan. Hann hefur leikið 64 A-landsleiki og skorað í þeim 26 mörk. vísir/vilhelm Lögmaður Kolbeins Sigþórssonar krafðist þess að stjórn KSÍ afturkallaði þá ákvörðun sína að draga Kolbein út úr landsliðshópnum sem lék þrjá leiki í undankeppni HM í fótbolta í byrjun mánaðarins. Kolbeinn kemur ekki til greina í næsta landsliðshóp. Stjórn KSÍ ákvað að Kolbeinn viki sæti í síðasta landsliðshópi, á örlagaríkum fundi sunnudaginn 29. ágúst. Fyrr á fundinum hafði Guðni Bergsson formaður sagt af sér og var hann því farinn af fundinum þegar mál Kolbeins var rætt. Kolbeinn hafði, án þess að vera nafngreindur, tveimur dögum fyrr verið sakaður um ofbeldi, meðal annars kynferðislegt, gegn tveimur konum. Ofbeldið átti sér stað haustið 2017 og var málið útkljáð með samkomulagi um miskabætur vorið 2018. Í fundargerð á vef KSÍ, frá fundinum 29. ágúst, segir: „Stjórn KSÍ samþykkti að leikmaður A landsliðs karla (nafn leikmanns fært í trúnaðarbók) verði ekki með landsliði Íslands í komandi landsliðsglugga í ljósi upplýsinga sem fram hafa komið, stöðu mála og til að tryggja umgjörð komandi leikja og hnökralausa þátttöku Íslands í undankeppni HM. Þannig yrði skapað svigrúm til að fara betur yfir stöðu leikmannsins.“ Stjórn KSÍ fundaði aftur mánudaginn 30. ágúst þar sem hún ákvað að segja af sér og boða til aukaþings. Stjórnin fundaði svo ekki aftur fyrr en eftir landsleikina þrjá, gegn Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi, sem Kolbeinn missti af. Þarf ekki að taka ákvörðun vegna næstu landsleikja Á þeim fundi, fimmtudaginn 9. september, var lagt fram erindi lögmanns Kolbeins með kröfu um að ákvörðunin um að draga hann úr landsliðinu yrði afturkölluð. Utanaðkomandi lögmaður mætti á fundinn og fór yfir drög að svarbréfi, og stjórn KSÍ fól svo Gísla Gíslasyni, fyrsta varaformanni, að ganga frá endanlegu orðalagi þess með lögmanni KSÍ. Ekki kemur fram í fundargerð hvert svarið nákvæmlega var. Ekki kemur heldur fram hver lögmaðurinn sem sendi erindið til KSÍ er en Almar Þór Möller og Hörður Felix Harðarson gættu hagsmuna Kolbeins þegar málið kom upp á sínum tíma. Ljóst er að stjórn KSÍ mun ekki þurfa að taka ákvörðun um það hvort hún heimili Arnari Þór Viðarssyni að velja Kolbein í næstu viku, þegar næsti landsliðshópur verður tilkynntur. Kolbeinn er samkvæmt tilkynningu IFK Gautaborgar í gær á leið í aðgerð vegna meiðsla. Gautaborg ákvað að segja ekki upp samningi Kolbeins heldur styðja við bakið á honum í endurhæfingu vegna misgjörða sinna og vegna meiðslanna. HM 2022 í Katar Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Tengdar fréttir Gautaborg styður Kolbein og setur upp langtíma áætlun fyrir hann Gautaborg styður við bakið á Kolbeini Sigþórssyni og mun ekki segja samningi hans upp. 21. september 2021 16:28 Fundirnir sem leiddu til falls Guðna og stjórnar KSÍ Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ, lagði til að hann myndi víkja sæti tímabundið en stjórn sambandsins samþykkti ekki þá tillögu. Í kjölfarið ákvað Guðni að segja af sér. 22. september 2021 10:05 Þórhildur lýsir kvöldinu afdrifaríka á B5: „Ég hef aldrei verið jafn hrædd um líf mitt“ Þórhildur Gyða Arnarsdóttir, sem greindi frá ofbeldi og grófri kynferðislegri áreitni af hálfu Kolbeins Sigþórssonar, landsliðsmanns í knattspyrnu, segir að hún hafi óttast um líf sitt þegar Kolbeinn tók hana hálstaki á skemmtistaðnum B5. 16. september 2021 09:45 Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Sjá meira
Stjórn KSÍ ákvað að Kolbeinn viki sæti í síðasta landsliðshópi, á örlagaríkum fundi sunnudaginn 29. ágúst. Fyrr á fundinum hafði Guðni Bergsson formaður sagt af sér og var hann því farinn af fundinum þegar mál Kolbeins var rætt. Kolbeinn hafði, án þess að vera nafngreindur, tveimur dögum fyrr verið sakaður um ofbeldi, meðal annars kynferðislegt, gegn tveimur konum. Ofbeldið átti sér stað haustið 2017 og var málið útkljáð með samkomulagi um miskabætur vorið 2018. Í fundargerð á vef KSÍ, frá fundinum 29. ágúst, segir: „Stjórn KSÍ samþykkti að leikmaður A landsliðs karla (nafn leikmanns fært í trúnaðarbók) verði ekki með landsliði Íslands í komandi landsliðsglugga í ljósi upplýsinga sem fram hafa komið, stöðu mála og til að tryggja umgjörð komandi leikja og hnökralausa þátttöku Íslands í undankeppni HM. Þannig yrði skapað svigrúm til að fara betur yfir stöðu leikmannsins.“ Stjórn KSÍ fundaði aftur mánudaginn 30. ágúst þar sem hún ákvað að segja af sér og boða til aukaþings. Stjórnin fundaði svo ekki aftur fyrr en eftir landsleikina þrjá, gegn Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi, sem Kolbeinn missti af. Þarf ekki að taka ákvörðun vegna næstu landsleikja Á þeim fundi, fimmtudaginn 9. september, var lagt fram erindi lögmanns Kolbeins með kröfu um að ákvörðunin um að draga hann úr landsliðinu yrði afturkölluð. Utanaðkomandi lögmaður mætti á fundinn og fór yfir drög að svarbréfi, og stjórn KSÍ fól svo Gísla Gíslasyni, fyrsta varaformanni, að ganga frá endanlegu orðalagi þess með lögmanni KSÍ. Ekki kemur fram í fundargerð hvert svarið nákvæmlega var. Ekki kemur heldur fram hver lögmaðurinn sem sendi erindið til KSÍ er en Almar Þór Möller og Hörður Felix Harðarson gættu hagsmuna Kolbeins þegar málið kom upp á sínum tíma. Ljóst er að stjórn KSÍ mun ekki þurfa að taka ákvörðun um það hvort hún heimili Arnari Þór Viðarssyni að velja Kolbein í næstu viku, þegar næsti landsliðshópur verður tilkynntur. Kolbeinn er samkvæmt tilkynningu IFK Gautaborgar í gær á leið í aðgerð vegna meiðsla. Gautaborg ákvað að segja ekki upp samningi Kolbeins heldur styðja við bakið á honum í endurhæfingu vegna misgjörða sinna og vegna meiðslanna.
HM 2022 í Katar Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Tengdar fréttir Gautaborg styður Kolbein og setur upp langtíma áætlun fyrir hann Gautaborg styður við bakið á Kolbeini Sigþórssyni og mun ekki segja samningi hans upp. 21. september 2021 16:28 Fundirnir sem leiddu til falls Guðna og stjórnar KSÍ Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ, lagði til að hann myndi víkja sæti tímabundið en stjórn sambandsins samþykkti ekki þá tillögu. Í kjölfarið ákvað Guðni að segja af sér. 22. september 2021 10:05 Þórhildur lýsir kvöldinu afdrifaríka á B5: „Ég hef aldrei verið jafn hrædd um líf mitt“ Þórhildur Gyða Arnarsdóttir, sem greindi frá ofbeldi og grófri kynferðislegri áreitni af hálfu Kolbeins Sigþórssonar, landsliðsmanns í knattspyrnu, segir að hún hafi óttast um líf sitt þegar Kolbeinn tók hana hálstaki á skemmtistaðnum B5. 16. september 2021 09:45 Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Sjá meira
Gautaborg styður Kolbein og setur upp langtíma áætlun fyrir hann Gautaborg styður við bakið á Kolbeini Sigþórssyni og mun ekki segja samningi hans upp. 21. september 2021 16:28
Fundirnir sem leiddu til falls Guðna og stjórnar KSÍ Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ, lagði til að hann myndi víkja sæti tímabundið en stjórn sambandsins samþykkti ekki þá tillögu. Í kjölfarið ákvað Guðni að segja af sér. 22. september 2021 10:05
Þórhildur lýsir kvöldinu afdrifaríka á B5: „Ég hef aldrei verið jafn hrædd um líf mitt“ Þórhildur Gyða Arnarsdóttir, sem greindi frá ofbeldi og grófri kynferðislegri áreitni af hálfu Kolbeins Sigþórssonar, landsliðsmanns í knattspyrnu, segir að hún hafi óttast um líf sitt þegar Kolbeinn tók hana hálstaki á skemmtistaðnum B5. 16. september 2021 09:45