Þorsteinn um mótherja kvöldsins: Þetta er gott sóknarlið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. september 2021 16:00 Þorsteinn Halldórsson er þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta. Skjámynd/S2 Sport Nú er komið að fyrsta stóra prófinu hjá landsliðsþjálfaranum Þorsteini Halldórssyni sem stýrir sínum fyrsta keppnisleik í kvöld á móti Evrópumeisturum Hollands. Hollenska liðið er í fjórða sæti á heimslistanum og vann silfur á síðasta HM og gull á síðasta EM. Það er því eitt besta kvennalandslið heims sem mætir á Laugardalsvöllinn í kvöld. „Þetta er gott sóknarlið og þær spila hátt upp á vellinum og vilja stýra leikjum. Sóknarlína þeirra er gríðarlega sterk og þær eru með hættulega leikmenn í öllum þeim stöðum. Það er í grunninn styrkleiki hollenska liðsins og við ætlum að reyna að nýta okkur það ef þær fara að reyna að sækja mjög mikið á móti okkur,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, í viðtali við Ríkharð Óskar Guðnason. Klippa: Viðtal við Þorstein Halldórsson Hverjir eru helstu veikleikar hollenska liðsins sem íslensku stelpurnar ættu að geta nýtt sér í kvöld? „Við gætum nýtt okkur það ef að þær eru komnar mjög hátt upp með liðið, þær vilja fara hátt upp með liðið og hátt upp með bakverðina og annað. Þá þurfa þær að verjast á stóru svæði þegar við vinnum boltann. Við eigum að geta nýtt okkur það ef við náum að halda leikmönnum framarlega líka. Við getum þá unnið boltann framarlega og spilað honum fram á við. Það er lykillinn að sigri á móti þeim á morgun,“ sagði Þorsteinn. Hollendingar hafa spilað töluvert fleiri leiki síðustu mánuði en íslensku stelpurnar. Skiptir það máli í kvöld? „Svona fyrirfram ætti það að vera betra fyrir þær en maður gerir sér ekki alveg grein fyrir hlutunum þegar þær eru komnar með nýjan þjálfara og það eru breytingar í gangi. Ég persónulega hefði ekki viljað fara beint í keppnisleik án þess að taka æfingaleik þó að liðið væri orðið rútenerað. Þú þarft alltaf að koma með þitt inn. Í sjálfu sér voru litlar breytingar í þeirra taktíska leik og hugmyndafræði í fyrsta leiknum hjá honum,“ sagði Þorsteinn. Það má sjá allt viðtalið við hann hér fyrir ofan. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Gunnhildur Yrsa um ungu stelpurnar: Það góða við þær er að þær eru svo hugrakkar Íslenska kvennaalandsliðið er nú skemmtileg blanda af reyndari leikmönnum og ungum framtíðarstjörnum. Liðið hefur undankeppni HM 2023 í Laugardalnum í kvöld og fyrirliðinn stefnir á sigur. 21. september 2021 12:01 „Tel mjög líklegt að við skorum mörk á móti þeim“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, segir að sóknarfæri séu fyrir hendi gegn Hollandi. 20. september 2021 15:01 „Vonandi verður þetta bara passlegt, gott, íslenskt veður“ Veðrið er Þorsteini Halldórssyni, þjálfara íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, ekki efst í huga fyrir leikinn gegn Hollandi í undankeppni HM 2023 annað kvöld. 20. september 2021 13:00 „Fáum meira pláss á Íslandi“ Evrópumeistarar Hollands mættu til Íslands í gærkvöld í sárum eftir að hafa „aðeins“ gert 1-1 jafntefli við Tékkland á heimavelli á föstudaginn. Krafan er skýr hjá þeim um sigur á Laugardalsvelli á morgun. 20. september 2021 08:02 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Liverpool - Crystal Palace | Eru Ernirnir komnir með tak? Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Sjá meira
Hollenska liðið er í fjórða sæti á heimslistanum og vann silfur á síðasta HM og gull á síðasta EM. Það er því eitt besta kvennalandslið heims sem mætir á Laugardalsvöllinn í kvöld. „Þetta er gott sóknarlið og þær spila hátt upp á vellinum og vilja stýra leikjum. Sóknarlína þeirra er gríðarlega sterk og þær eru með hættulega leikmenn í öllum þeim stöðum. Það er í grunninn styrkleiki hollenska liðsins og við ætlum að reyna að nýta okkur það ef þær fara að reyna að sækja mjög mikið á móti okkur,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, í viðtali við Ríkharð Óskar Guðnason. Klippa: Viðtal við Þorstein Halldórsson Hverjir eru helstu veikleikar hollenska liðsins sem íslensku stelpurnar ættu að geta nýtt sér í kvöld? „Við gætum nýtt okkur það ef að þær eru komnar mjög hátt upp með liðið, þær vilja fara hátt upp með liðið og hátt upp með bakverðina og annað. Þá þurfa þær að verjast á stóru svæði þegar við vinnum boltann. Við eigum að geta nýtt okkur það ef við náum að halda leikmönnum framarlega líka. Við getum þá unnið boltann framarlega og spilað honum fram á við. Það er lykillinn að sigri á móti þeim á morgun,“ sagði Þorsteinn. Hollendingar hafa spilað töluvert fleiri leiki síðustu mánuði en íslensku stelpurnar. Skiptir það máli í kvöld? „Svona fyrirfram ætti það að vera betra fyrir þær en maður gerir sér ekki alveg grein fyrir hlutunum þegar þær eru komnar með nýjan þjálfara og það eru breytingar í gangi. Ég persónulega hefði ekki viljað fara beint í keppnisleik án þess að taka æfingaleik þó að liðið væri orðið rútenerað. Þú þarft alltaf að koma með þitt inn. Í sjálfu sér voru litlar breytingar í þeirra taktíska leik og hugmyndafræði í fyrsta leiknum hjá honum,“ sagði Þorsteinn. Það má sjá allt viðtalið við hann hér fyrir ofan.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Gunnhildur Yrsa um ungu stelpurnar: Það góða við þær er að þær eru svo hugrakkar Íslenska kvennaalandsliðið er nú skemmtileg blanda af reyndari leikmönnum og ungum framtíðarstjörnum. Liðið hefur undankeppni HM 2023 í Laugardalnum í kvöld og fyrirliðinn stefnir á sigur. 21. september 2021 12:01 „Tel mjög líklegt að við skorum mörk á móti þeim“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, segir að sóknarfæri séu fyrir hendi gegn Hollandi. 20. september 2021 15:01 „Vonandi verður þetta bara passlegt, gott, íslenskt veður“ Veðrið er Þorsteini Halldórssyni, þjálfara íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, ekki efst í huga fyrir leikinn gegn Hollandi í undankeppni HM 2023 annað kvöld. 20. september 2021 13:00 „Fáum meira pláss á Íslandi“ Evrópumeistarar Hollands mættu til Íslands í gærkvöld í sárum eftir að hafa „aðeins“ gert 1-1 jafntefli við Tékkland á heimavelli á föstudaginn. Krafan er skýr hjá þeim um sigur á Laugardalsvelli á morgun. 20. september 2021 08:02 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Liverpool - Crystal Palace | Eru Ernirnir komnir með tak? Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Sjá meira
Gunnhildur Yrsa um ungu stelpurnar: Það góða við þær er að þær eru svo hugrakkar Íslenska kvennaalandsliðið er nú skemmtileg blanda af reyndari leikmönnum og ungum framtíðarstjörnum. Liðið hefur undankeppni HM 2023 í Laugardalnum í kvöld og fyrirliðinn stefnir á sigur. 21. september 2021 12:01
„Tel mjög líklegt að við skorum mörk á móti þeim“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, segir að sóknarfæri séu fyrir hendi gegn Hollandi. 20. september 2021 15:01
„Vonandi verður þetta bara passlegt, gott, íslenskt veður“ Veðrið er Þorsteini Halldórssyni, þjálfara íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, ekki efst í huga fyrir leikinn gegn Hollandi í undankeppni HM 2023 annað kvöld. 20. september 2021 13:00
„Fáum meira pláss á Íslandi“ Evrópumeistarar Hollands mættu til Íslands í gærkvöld í sárum eftir að hafa „aðeins“ gert 1-1 jafntefli við Tékkland á heimavelli á föstudaginn. Krafan er skýr hjá þeim um sigur á Laugardalsvelli á morgun. 20. september 2021 08:02