Gunnhildur Yrsa um ungu stelpurnar: Það góða við þær er að þær eru svo hugrakkar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. september 2021 12:01 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er ánægð með ungu stelpurnar í hópnum og segist geta lært mikið af þeim. Skjámynd/S2 Sport Íslenska kvennaalandsliðið er nú skemmtileg blanda af reyndari leikmönnum og ungum framtíðarstjörnum. Liðið hefur undankeppni HM 2023 í Laugardalnum í kvöld og fyrirliðinn stefnir á sigur. „Við erum búnar að vera með Steina í nokkra leiki og vitum hvernig við viljum spila. Við erum spenntar fyrir þessu enda búnar að bíða lengi eftir að byrja undankeppni HM,“ sagði Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, í viðtali við Ríkharð Óskar Guðnason. Íslenska liðið byrjar á móti Evrópumeisturum Hollendinga á Laugardalsvellinum í kvöld. og því er verkefnið eins erfitt og það verður. „Þetta er bara fótbolti en það er ágætt að byrja á heimaleik. Þær eru búnar að vera meira saman, búnar að vera á Ólympíuleikunum og svoleiðis. Við vitum hvað vil viljum gera þannig að þetta er allt það sama,“ sagði Gunnhildur Yrsa. Klippa: Viðtal við Gunnhildi Yrsu fyrir Hollandsleik Gunnhildur er ein af reynslumiklu leikmönnum liðsins en það er líka nóg af ungum stelpum í íslenska hópnum. „Þær eru frábærar. Þótt að þær séu ungar þá eru þær samt miklir reynsluboltar. Þær eru búnar að spila lengi með sínum félagsliðum. Það góða við þær er að þær eru svo hugrakkar og þær þora. Það er gott að fá þær inn og maður getur lært heilmikið af þeim,“ sagði Gunnhildur Yrsa. Veðurspáin fyrir kvöldið er ekki alltof góð en myndi það henta íslenska liðinu betur ef að það yrði slæmt veður. „Ég held að það skipti engu máli því bæði liðin eru að spila í hvaða veðri sem verður. Eins og sást í leiknum á móti Írlandi þá hafði vindurinn alveg svolítil áhrif á leikinn sjálfan. Auðvitað vill maður spila í góðu veðri en við tökum því veðri sem kemur,“ sagði Gunnhildur Yrsa. Í hollenska liðinu er markadrottning Ólympíuleikanna, Vivianne Miedema, sem skorar nánast í hverjum einasta leik. „Þetta er frábær framherji sem var markahæst á Ólympíuleikunum. Þetta er vissulega geggjaður leikmaður en eins og ég hef sagt áður þá finnst mér gaman að spila á móti þeim bestu því þá sér maður hvar maður stendur. Það er gaman að fá að mæta svona leikmönnum,“ sagði Gunnhildur Yrsa en hver eru markmiðin fyrir leikinn í kvöld. Yrðu íslensku stelpurnar sáttar með jafntefli. „Ég vil aldrei segja að ég sé sátt með jafntefli. Við förum í alla leiki og viljum vinna og við stefnum á það. Við förum í hvern einasta leik með sjálfstraust til þess að vinna,“ sagði Gunnhildur Yrsa en það má sjá allt viðtalið hér fyrir ofan. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Sjá meira
„Við erum búnar að vera með Steina í nokkra leiki og vitum hvernig við viljum spila. Við erum spenntar fyrir þessu enda búnar að bíða lengi eftir að byrja undankeppni HM,“ sagði Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, í viðtali við Ríkharð Óskar Guðnason. Íslenska liðið byrjar á móti Evrópumeisturum Hollendinga á Laugardalsvellinum í kvöld. og því er verkefnið eins erfitt og það verður. „Þetta er bara fótbolti en það er ágætt að byrja á heimaleik. Þær eru búnar að vera meira saman, búnar að vera á Ólympíuleikunum og svoleiðis. Við vitum hvað vil viljum gera þannig að þetta er allt það sama,“ sagði Gunnhildur Yrsa. Klippa: Viðtal við Gunnhildi Yrsu fyrir Hollandsleik Gunnhildur er ein af reynslumiklu leikmönnum liðsins en það er líka nóg af ungum stelpum í íslenska hópnum. „Þær eru frábærar. Þótt að þær séu ungar þá eru þær samt miklir reynsluboltar. Þær eru búnar að spila lengi með sínum félagsliðum. Það góða við þær er að þær eru svo hugrakkar og þær þora. Það er gott að fá þær inn og maður getur lært heilmikið af þeim,“ sagði Gunnhildur Yrsa. Veðurspáin fyrir kvöldið er ekki alltof góð en myndi það henta íslenska liðinu betur ef að það yrði slæmt veður. „Ég held að það skipti engu máli því bæði liðin eru að spila í hvaða veðri sem verður. Eins og sást í leiknum á móti Írlandi þá hafði vindurinn alveg svolítil áhrif á leikinn sjálfan. Auðvitað vill maður spila í góðu veðri en við tökum því veðri sem kemur,“ sagði Gunnhildur Yrsa. Í hollenska liðinu er markadrottning Ólympíuleikanna, Vivianne Miedema, sem skorar nánast í hverjum einasta leik. „Þetta er frábær framherji sem var markahæst á Ólympíuleikunum. Þetta er vissulega geggjaður leikmaður en eins og ég hef sagt áður þá finnst mér gaman að spila á móti þeim bestu því þá sér maður hvar maður stendur. Það er gaman að fá að mæta svona leikmönnum,“ sagði Gunnhildur Yrsa en hver eru markmiðin fyrir leikinn í kvöld. Yrðu íslensku stelpurnar sáttar með jafntefli. „Ég vil aldrei segja að ég sé sátt með jafntefli. Við förum í alla leiki og viljum vinna og við stefnum á það. Við förum í hvern einasta leik með sjálfstraust til þess að vinna,“ sagði Gunnhildur Yrsa en það má sjá allt viðtalið hér fyrir ofan.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Sjá meira