Glódís Perla um lífið hjá Bayern: Skipti úr gervigrasliðinu yfir í grasliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. september 2021 14:30 Glódís Perla Viggósdóttir er fyrir löngu komin í hóp reynslumestu leikmanna íslenska landsliðsins. vísir/vilhelm Íslenska landsliðskonan Glódís Perla Viggósdóttir er mjög ánægð með allar aðstæður og alla umgjörð hjá Bayern München en hún gekk til liðs við þýska stórliðið í sumar. Glódís Perla er nú komin til Íslands til að hjálpa kvennalandsliðinu í undankeppni HM en skoraði fyrir Bayern í síðasta leik sínum fyrir landsleikjahléið. Glódís Perla var á fjarfundi með íslenskum blaðamönnum í gær og var spurð út í lífið í München. „Þetta er alveg næsta „level“ þarna og eitt það besta sem er í boði í dag,“ sagði Glódís Perla og hún segir að Bæjarar haldi vel utan um leiðið. „Við erum með eigið svæði með geggjuðum grasvöllum,“ sagði Glódís Perla. View this post on Instagram A post shared by FC Bayern Frauen (@fcbfrauen) Glódís Perla spilaði með Stjörnunni áður en hún fór út en liðið fór að spilað heimaleiki sína á gervigrasi fyrst íslensku félaganna. Liðin í Svíþjóð spila líka mikið á gervigrasvöllum en þar hafði Glódís spilað undanfarin sex ár. „Ég var alltaf í gervigrasliðinu en nú er ég búin að breyta yfir í grasliðið,“ sagði Glódís sem segir að grasvellirnir séu til mikillar fyrirmyndar. Glódís hrósar líka starfsliðinu í kringum liðið og þar sé allir þeir sérfræðingar til taks með lið þarf á að halda. „Ég get ekki kvartað yfir neinu og þetta er bara eins og það á að vera,“ sagði Glódís. Glódís var hins vegar ekki ákveðin að fara í fyrstu eftir að hafa heyrt slæmar sögur af kvennaliði Bayern. Hún leitaði til Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur í byrjun til að fá að vita meira um þetta. Það hefur aftur á móti komið í ljós að Bæjarar hafa gerbreytt hlutunum í kringum kvennaliðið sitt og félagið hefur ákveðið að veðja að knattspyrnukonurnar sínar sem er sérstaklega gaman þegar tvær íslenska landsliðskonur spila með liðinu. View this post on Instagram A post shared by FC Bayern Frauen (@fcbfrauen) Glódís ætlar sér að taka næsta skref hjá Bayern en hún er enn bara 26 ára gömul þrátt fyrir að hafa spilað 93 landsleiki fyrir Ísland og spilað sem atvinnumaður í sex ár. En hvað þarf hún að bæta að mati þjálfara Bayern? „Ég á bara að verða betri í öllu, að taka næstu skref í öllum mínum leik,“ sagði Glódís en segir að þjálfarateymi Bayern vilji líka að leikmenn sínir geri það sem þær eru góðar í. Þýski boltinn HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Glódís Perla: Þurfum að vera með augu í hnakkanum á henni allan tímann Ein af bestu knattspyrnukonum heims mætir á Laugardalsvöllinn í næstu viku en þar eru við að tala um hina hollensku Vivianne Miedema. 17. september 2021 12:00 Gunnhildur Yrsa fagnaði því að fá Ólympíugull í fjölskylduna Íslenska landsliðskonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er að undirbúa sig fyrir mikilvægan leik með íslenska landsliðinu á þriðjudaginn kemur en kærastan eyddi aftur á móti sumrinu með kanadíska landsliðinu. 17. september 2021 10:30 Með bækistöðvar í Hveragerði og keppa í golfi í dag Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta undirbýr sig á nýjum stað fyrir fyrsta leik í undankeppni heimsmeistaramótsins. 16. september 2021 15:13 Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Sport Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Sjá meira
Glódís Perla er nú komin til Íslands til að hjálpa kvennalandsliðinu í undankeppni HM en skoraði fyrir Bayern í síðasta leik sínum fyrir landsleikjahléið. Glódís Perla var á fjarfundi með íslenskum blaðamönnum í gær og var spurð út í lífið í München. „Þetta er alveg næsta „level“ þarna og eitt það besta sem er í boði í dag,“ sagði Glódís Perla og hún segir að Bæjarar haldi vel utan um leiðið. „Við erum með eigið svæði með geggjuðum grasvöllum,“ sagði Glódís Perla. View this post on Instagram A post shared by FC Bayern Frauen (@fcbfrauen) Glódís Perla spilaði með Stjörnunni áður en hún fór út en liðið fór að spilað heimaleiki sína á gervigrasi fyrst íslensku félaganna. Liðin í Svíþjóð spila líka mikið á gervigrasvöllum en þar hafði Glódís spilað undanfarin sex ár. „Ég var alltaf í gervigrasliðinu en nú er ég búin að breyta yfir í grasliðið,“ sagði Glódís sem segir að grasvellirnir séu til mikillar fyrirmyndar. Glódís hrósar líka starfsliðinu í kringum liðið og þar sé allir þeir sérfræðingar til taks með lið þarf á að halda. „Ég get ekki kvartað yfir neinu og þetta er bara eins og það á að vera,“ sagði Glódís. Glódís var hins vegar ekki ákveðin að fara í fyrstu eftir að hafa heyrt slæmar sögur af kvennaliði Bayern. Hún leitaði til Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur í byrjun til að fá að vita meira um þetta. Það hefur aftur á móti komið í ljós að Bæjarar hafa gerbreytt hlutunum í kringum kvennaliðið sitt og félagið hefur ákveðið að veðja að knattspyrnukonurnar sínar sem er sérstaklega gaman þegar tvær íslenska landsliðskonur spila með liðinu. View this post on Instagram A post shared by FC Bayern Frauen (@fcbfrauen) Glódís ætlar sér að taka næsta skref hjá Bayern en hún er enn bara 26 ára gömul þrátt fyrir að hafa spilað 93 landsleiki fyrir Ísland og spilað sem atvinnumaður í sex ár. En hvað þarf hún að bæta að mati þjálfara Bayern? „Ég á bara að verða betri í öllu, að taka næstu skref í öllum mínum leik,“ sagði Glódís en segir að þjálfarateymi Bayern vilji líka að leikmenn sínir geri það sem þær eru góðar í.
Þýski boltinn HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Glódís Perla: Þurfum að vera með augu í hnakkanum á henni allan tímann Ein af bestu knattspyrnukonum heims mætir á Laugardalsvöllinn í næstu viku en þar eru við að tala um hina hollensku Vivianne Miedema. 17. september 2021 12:00 Gunnhildur Yrsa fagnaði því að fá Ólympíugull í fjölskylduna Íslenska landsliðskonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er að undirbúa sig fyrir mikilvægan leik með íslenska landsliðinu á þriðjudaginn kemur en kærastan eyddi aftur á móti sumrinu með kanadíska landsliðinu. 17. september 2021 10:30 Með bækistöðvar í Hveragerði og keppa í golfi í dag Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta undirbýr sig á nýjum stað fyrir fyrsta leik í undankeppni heimsmeistaramótsins. 16. september 2021 15:13 Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Sport Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Sjá meira
Glódís Perla: Þurfum að vera með augu í hnakkanum á henni allan tímann Ein af bestu knattspyrnukonum heims mætir á Laugardalsvöllinn í næstu viku en þar eru við að tala um hina hollensku Vivianne Miedema. 17. september 2021 12:00
Gunnhildur Yrsa fagnaði því að fá Ólympíugull í fjölskylduna Íslenska landsliðskonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er að undirbúa sig fyrir mikilvægan leik með íslenska landsliðinu á þriðjudaginn kemur en kærastan eyddi aftur á móti sumrinu með kanadíska landsliðinu. 17. september 2021 10:30
Með bækistöðvar í Hveragerði og keppa í golfi í dag Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta undirbýr sig á nýjum stað fyrir fyrsta leik í undankeppni heimsmeistaramótsins. 16. september 2021 15:13
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð