Skoraði tíu mörk í fyrsta deildarleiknum með íslensku liði í rúmlega 4.500 daga Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. september 2021 16:01 Rúnar Kárason lék lengi með landsliðinu og fór með því á nokkur stórmót. vísir/andri marinó Rúnar Kárason lék sinn fyrsta deildarleik fyrir íslenskt lið í rúm tólf ár þegar ÍBV vann Víking, 27-30, í 1. umferð Olís-deildarinnar í gær. Þetta var fyrsti deildarleikur Rúnars með íslensku liði síðan í lokaumferð N1-deildarinnar 5. apríl 2009. Hann skoraði þá sjö mörk í 28-28 jafntefli Fram og Akureyrar fyrir norðan. Síðan eru liðin tólf ár og fimm mánuðir, eða nánar tiltekið 4548 dagar. Fram endaði í 4. sæti deildarinnar og mætti Haukum í undanúrslitum úrslitakeppninnar. Fram vann fyrsta leikinn en Haukar næstu tvo og tryggðu sér sæti í úrslitunum. Rúnar lék sinn síðasta leik fyrir Fram þegar liðið tapaði með níu marka mun fyrir Haukum á Ásvöllum, 30-21, 23. apríl 2009. Rúnar skoraði eitt mark í leiknum. Meðal samherja hans í Fram á þessum tíma voru Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, Róbert Aron Hostert og Einar Rafn Eiðsson, sem eru enn að, og Andri Berg Haraldsson. Sá síðastnefndi er aðstoðarþjálfari Víkings sem mætti ÍBV í gær. Sonur Andra, Jóhannes Berg, er örvhent skytta í liði Víkings og skoraði fimm mörk í leiknum í gær. Eftir tímabilið 2008-09 fór Rúnar til Füchse Berlin sem var á þeim tíma undir stjórn Dags Sigurðssonar. Rúnar lék í Þýskalandi til 2018 þegar hann gekk í raðir Ribe-Esbjerg í Danmörku. Þar lék hann í þrjú ár áður en hann sneri heim í sumar og samdi við ÍBV. Rúnar lék sinn fyrsta keppnisleik fyrir ÍBV þegar liðið tapaði fyrir Aftureldingu, 29-28, í síðustu viku. Hann skoraði sex mörk í leiknum. Stórskyttan lék svo fyrsta deildarleikinn fyrir ÍBV í Víkinni í gær. Eyjamenn áttu í vandræðum gegn baráttuglöðum nýliðum Víkinga en náðu að landa sigri. Rúnar átti ekki lítinn þátt í því en hann skoraði níu mörk í tíu skotum í seinni hálfleik. Rúnar endaði með tíu mörk í þrettán skotum og gaf auk þess þrjár stoðsendingar. Næsti leikur Rúnars og félaga er gegn Stjörnunni í Garðabænum á miðvikudaginn. Fyrsti heimaleikur Eyjamanna er svo gegn KA-mönnum sunnudaginn 10. október. Olís-deild karla ÍBV Mest lesið „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Handbolti Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Enski boltinn Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Handbolti Hinn reynslumikli Stafford eftirsóttur Sport Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ Handbolti Bologna kom til baka gegn AC Milan Fótbolti „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira
Þetta var fyrsti deildarleikur Rúnars með íslensku liði síðan í lokaumferð N1-deildarinnar 5. apríl 2009. Hann skoraði þá sjö mörk í 28-28 jafntefli Fram og Akureyrar fyrir norðan. Síðan eru liðin tólf ár og fimm mánuðir, eða nánar tiltekið 4548 dagar. Fram endaði í 4. sæti deildarinnar og mætti Haukum í undanúrslitum úrslitakeppninnar. Fram vann fyrsta leikinn en Haukar næstu tvo og tryggðu sér sæti í úrslitunum. Rúnar lék sinn síðasta leik fyrir Fram þegar liðið tapaði með níu marka mun fyrir Haukum á Ásvöllum, 30-21, 23. apríl 2009. Rúnar skoraði eitt mark í leiknum. Meðal samherja hans í Fram á þessum tíma voru Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, Róbert Aron Hostert og Einar Rafn Eiðsson, sem eru enn að, og Andri Berg Haraldsson. Sá síðastnefndi er aðstoðarþjálfari Víkings sem mætti ÍBV í gær. Sonur Andra, Jóhannes Berg, er örvhent skytta í liði Víkings og skoraði fimm mörk í leiknum í gær. Eftir tímabilið 2008-09 fór Rúnar til Füchse Berlin sem var á þeim tíma undir stjórn Dags Sigurðssonar. Rúnar lék í Þýskalandi til 2018 þegar hann gekk í raðir Ribe-Esbjerg í Danmörku. Þar lék hann í þrjú ár áður en hann sneri heim í sumar og samdi við ÍBV. Rúnar lék sinn fyrsta keppnisleik fyrir ÍBV þegar liðið tapaði fyrir Aftureldingu, 29-28, í síðustu viku. Hann skoraði sex mörk í leiknum. Stórskyttan lék svo fyrsta deildarleikinn fyrir ÍBV í Víkinni í gær. Eyjamenn áttu í vandræðum gegn baráttuglöðum nýliðum Víkinga en náðu að landa sigri. Rúnar átti ekki lítinn þátt í því en hann skoraði níu mörk í tíu skotum í seinni hálfleik. Rúnar endaði með tíu mörk í þrettán skotum og gaf auk þess þrjár stoðsendingar. Næsti leikur Rúnars og félaga er gegn Stjörnunni í Garðabænum á miðvikudaginn. Fyrsti heimaleikur Eyjamanna er svo gegn KA-mönnum sunnudaginn 10. október.
Olís-deild karla ÍBV Mest lesið „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Handbolti Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Enski boltinn Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Handbolti Hinn reynslumikli Stafford eftirsóttur Sport Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ Handbolti Bologna kom til baka gegn AC Milan Fótbolti „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira