Lífeyrissjóðir bæta við sig í Bláa lóninu og hafa trú á enn frekari vexti Hörður Ægisson skrifar 16. september 2021 08:51 Tveir af stærri hluthöfum Bláa lónsins hafa selt öll bréf sín í fyrirtækinu á skömmum tíma. Hópur íslenskra lífeyrissjóða kláraði formlega í lok síðustu viku kaup á 6,18 prósenta hlut í Bláa lóninu fyrir 25 milljónir evra, jafnvirði um 3,8 milljarða íslenskra króna. Seljandi bréfanna, eins og Vísir hafði áður upplýst um, er eignarhaldsfélagið Saffron Holding sem er í eigu Sigurðar Arngrímssonar en kaupferlið hafði staðið yfir síðan í lok júní. Fyrir kaupin áttu lífeyrissjóðirnir, í gegnum samlagshlutafélagið Blávarmi, um 30 prósenta hlut í Bláa lóninu en fara núna með liðlega 36,2 prósenta hlut í þessu eina verðmætasta ferðaþjónustufyrirtæki landsins. Samkvæmt viðskiptunum er Bláa lónið því verðmetið á samtals um 61 milljarð króna en Vísir greindi frá því 7. september síðastliðinn að lífeyrissjóðirnir hefðu náð samkomulagi um að kaupa hlut Sigurðar fyrir 25 milljónir evra. Í tilkynningu frá stjórn Blávarma kemur fram í tilefni kaupanna að það sé mat hennar að Bláa lónið hafi tækifæri til enn frekari vaxtar í framtíðinni og verði áfram einn eftirsóttasti áfangastaður erlendra ferðamanna hér á landi. „Það mat byggir meðal annars á sterku alþjóðlegu vörumerki sem starfsmönnum og stjórnendum Bláa Lónsins hefur tekist að byggja upp farsællega undanfarin ár. Nýafstaðin kaup Blávarma eru því staðfesting á þeirri trú sem félagið hefur á framtíð Bláa Lónsins og íslenskrar ferðaþjónustu,“ segir í tilkynningunni. Greint frá því í lok síðasta mánaðar að Helgi Magnússon, fráfarandi stjórnarformaður Bláa lónsins og aðaleigandi útgáfufélags Fréttablaðsins, hefði selt allan sinn eignarhlut – sem jafnframt nam tæplega 6,2 prósentum – til fjárfestingafélagsins Stoða. Samkvæmt heimildum Vísis seldi Helgi hlut sinn í Bláa lóninu til Stoða á lægra verði en í tilfelli Sigurðar en þeir hafa báðir verið í hluthafahópi fyrirtækisins í vel á annan áratug. Sigurður Arngrímsson hefur meðal annars einnig verið í hluthafahópi Íslenskra verðbréfa og útgáfufélagi Fréttablaðsins. Sigurður, sem er fyrrverandi starfsmaður Morgan Stanley bankans í London til margra ára, er í hluthafahópi Íslenskra verðbréfa auk þess sem hann fór með fimm prósenta óbeinan eignarhlut í útgáfufélagi Fréttablaðsins, Torg, sem rekur miðla undir merkjum Fréttablaðsins, DV og Hringbrautar, undir lok síðasta árs. Metið á 50 milljarða árið 2019 Félagið Blávarmi eignaðist fyrst 30 prósenta hlut í Bláa lóninu vorið 2019 þegar það keypti eignarhlutinn af HS Orku en í þeim viðskiptum var ferðaþjónustufyrirtækið metið á 50 milljarða króna. Í sérstöku verðmati sem Blávarmi lét gera fyrr á þessu ári, sem verðbréfafyrirtækið Arctica Finance hafði umsjón með, var Bláa lónið hins vegar verðlagt á samtals um 57 milljarða króna. Bláa lónið tapaði 20,7 milljónum evra, jafnvirði 3,1 milljarði króna, á síðasta ári og tekjur þess drógust saman um 74 prósent frá árinu 2019 og námu samtals 32,8 milljónum evra. Eigið fé félagsins stóð í 57 milljónum evra í árslok 2020. Stærsti hluthafi Bláa lónsins, með 39,6 prósenta hlut, verður eftir sem áður samlagshlutafélagið Hvatning. Stærsti eigandi þess með 60 prósenta hlut er eignarhaldsfélagið Kólfur, sem Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins fer með forræði yfir, á meðan framtakssjóður í rekstri Landsbréfa heldur hins vegar á tæplega 40 prósenta hlut. Lífeyrissjóðir Bláa lónið Tengdar fréttir Sigurður selur allt í Bláa lóninu til lífeyrissjóða fyrir nærri 4 milljarða Sigurður Arngrímsson, fjárfestir og einn af stærri hluthöfum Bláa lónsins um árabil í gegnum eignarhaldsfélagið Saffron Holding, er að ljúka við sölu á rúmlega sex prósenta hlut sínum í fyrirtækinu til hóps íslenskra lífeyrissjóða. 7. september 2021 16:36 Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Sjá meira
Seljandi bréfanna, eins og Vísir hafði áður upplýst um, er eignarhaldsfélagið Saffron Holding sem er í eigu Sigurðar Arngrímssonar en kaupferlið hafði staðið yfir síðan í lok júní. Fyrir kaupin áttu lífeyrissjóðirnir, í gegnum samlagshlutafélagið Blávarmi, um 30 prósenta hlut í Bláa lóninu en fara núna með liðlega 36,2 prósenta hlut í þessu eina verðmætasta ferðaþjónustufyrirtæki landsins. Samkvæmt viðskiptunum er Bláa lónið því verðmetið á samtals um 61 milljarð króna en Vísir greindi frá því 7. september síðastliðinn að lífeyrissjóðirnir hefðu náð samkomulagi um að kaupa hlut Sigurðar fyrir 25 milljónir evra. Í tilkynningu frá stjórn Blávarma kemur fram í tilefni kaupanna að það sé mat hennar að Bláa lónið hafi tækifæri til enn frekari vaxtar í framtíðinni og verði áfram einn eftirsóttasti áfangastaður erlendra ferðamanna hér á landi. „Það mat byggir meðal annars á sterku alþjóðlegu vörumerki sem starfsmönnum og stjórnendum Bláa Lónsins hefur tekist að byggja upp farsællega undanfarin ár. Nýafstaðin kaup Blávarma eru því staðfesting á þeirri trú sem félagið hefur á framtíð Bláa Lónsins og íslenskrar ferðaþjónustu,“ segir í tilkynningunni. Greint frá því í lok síðasta mánaðar að Helgi Magnússon, fráfarandi stjórnarformaður Bláa lónsins og aðaleigandi útgáfufélags Fréttablaðsins, hefði selt allan sinn eignarhlut – sem jafnframt nam tæplega 6,2 prósentum – til fjárfestingafélagsins Stoða. Samkvæmt heimildum Vísis seldi Helgi hlut sinn í Bláa lóninu til Stoða á lægra verði en í tilfelli Sigurðar en þeir hafa báðir verið í hluthafahópi fyrirtækisins í vel á annan áratug. Sigurður Arngrímsson hefur meðal annars einnig verið í hluthafahópi Íslenskra verðbréfa og útgáfufélagi Fréttablaðsins. Sigurður, sem er fyrrverandi starfsmaður Morgan Stanley bankans í London til margra ára, er í hluthafahópi Íslenskra verðbréfa auk þess sem hann fór með fimm prósenta óbeinan eignarhlut í útgáfufélagi Fréttablaðsins, Torg, sem rekur miðla undir merkjum Fréttablaðsins, DV og Hringbrautar, undir lok síðasta árs. Metið á 50 milljarða árið 2019 Félagið Blávarmi eignaðist fyrst 30 prósenta hlut í Bláa lóninu vorið 2019 þegar það keypti eignarhlutinn af HS Orku en í þeim viðskiptum var ferðaþjónustufyrirtækið metið á 50 milljarða króna. Í sérstöku verðmati sem Blávarmi lét gera fyrr á þessu ári, sem verðbréfafyrirtækið Arctica Finance hafði umsjón með, var Bláa lónið hins vegar verðlagt á samtals um 57 milljarða króna. Bláa lónið tapaði 20,7 milljónum evra, jafnvirði 3,1 milljarði króna, á síðasta ári og tekjur þess drógust saman um 74 prósent frá árinu 2019 og námu samtals 32,8 milljónum evra. Eigið fé félagsins stóð í 57 milljónum evra í árslok 2020. Stærsti hluthafi Bláa lónsins, með 39,6 prósenta hlut, verður eftir sem áður samlagshlutafélagið Hvatning. Stærsti eigandi þess með 60 prósenta hlut er eignarhaldsfélagið Kólfur, sem Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins fer með forræði yfir, á meðan framtakssjóður í rekstri Landsbréfa heldur hins vegar á tæplega 40 prósenta hlut.
Lífeyrissjóðir Bláa lónið Tengdar fréttir Sigurður selur allt í Bláa lóninu til lífeyrissjóða fyrir nærri 4 milljarða Sigurður Arngrímsson, fjárfestir og einn af stærri hluthöfum Bláa lónsins um árabil í gegnum eignarhaldsfélagið Saffron Holding, er að ljúka við sölu á rúmlega sex prósenta hlut sínum í fyrirtækinu til hóps íslenskra lífeyrissjóða. 7. september 2021 16:36 Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Sjá meira
Sigurður selur allt í Bláa lóninu til lífeyrissjóða fyrir nærri 4 milljarða Sigurður Arngrímsson, fjárfestir og einn af stærri hluthöfum Bláa lónsins um árabil í gegnum eignarhaldsfélagið Saffron Holding, er að ljúka við sölu á rúmlega sex prósenta hlut sínum í fyrirtækinu til hóps íslenskra lífeyrissjóða. 7. september 2021 16:36