„Hetjur síðustu ára urðu allt í einu ægilegar manneskjur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. september 2021 13:08 Arnar Þór Viðarsson á hliðarlínunni á Laugardalsvelli í 0-4 tapinu fyrir Þýskalandi. vísir/Hulda Margrét Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, ræddi ástandið í íslenskum fótbolta í sjónvarpsþættinum Extra Time í Belgíu í gær. Þar sagði hann meðal annars að hetjur síðustu ára hafi skyndilega orðið að hræðilegum manneskjum. Arnar segir að vikurnar tvær í síðustu landsleikjahrinu hafi verið þær erfiðustu á hans ferli en sem kunnugt er gekk mikið á í kringum karlalandsliðið og KSÍ. Sambandið var sakað um að hylma yfir með ofbeldisbrotum leikmanna landsliðsins og í kjölfarið sagði Guðni Bergsson af sér sem formaður KSÍ. Stjórnin fór síðan sömu leið og boðaði til aukaþings. Stjórn KSÍ tók Kolbein Sigþórsson út úr landsliðshópnum og Gylfi Þór Sigurðsson er í farbanni eftir að hann var handtekinn á Englandi í sumar. Þá vantaði nokkra leikmenn í landsliðið vegna meiðsla. Bara tveir eftir úr draumaliðinu og eldri leikmenn gætu hætt „Þetta hafa verið erfiðustu vikurnar á ferlinum. Ég þurfti nánast að spila sjálfur því það vantaði svo marga. Þegar ég tók við í desember skrifaði ég niður draumaliðið mitt. Núna eru tveir eftir af því. Þrír leikmenn eru meiddir og hinir ekki með vegna málsins. Þeir hafa ekki allir verið kærðir en eldri leikmönnunum fer að þykja nóg um,“ sagði Arnar og bætti við að nokkrir af reynslumeiri leikmönnum landsliðsins gætu hætt í því. „Það er möguleiki á að þeir hætti. Ef þú hefur spilað áttatíu landsleiki með nokkrum liðsfélögum en ég má ekki lengur velja þá gætu vinir þeirra látið gott heita.“ Hef ekki svörin Arnar segir að hann og landsliðið hafi verið í afar erfiðri stöðu í síðustu landsleikjahrinu. „Ég skil gagnrýnina en ég hef ekki svörin. Ég var í miðjum storminum og þurfti að svara fyrir málin en hafði ekki svörin. Á sama tíma þurfti ég að undirbúa leikina. Ég þurfti að velja 18-20 ára leikmenn og verja þá. Til að mynda var einu sinni öskrað á okkur: nauðgarar. En þessir leikmenn og starfsliðið mitt höfðu ekkert með þetta að gera,“ sagði Arnar. „Hetjur síðustu ára urðu allt í einu ægilegar manneskjur. Ég var gagnrýndur og fyrir leikinn gegn Þýskalandi var mótmælum beint að mér. Ég skil fólkið sem lætur í sér heyra en ég hef ekki svörin.“ Ísland fékk aðeins eitt stig í síðustu landsleikjahrinu. Íslendingar gerðu 2-2 jafntefli gegn Norður-Makedóníumönnum en töpuðu samanlagt 0-6 fyrir Rúmenum og Þjóðverjum. Ísland er með fjögur stig í 5. sæti J-riðils undankeppni HM 2022. HM 2022 í Katar Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Sjá meira
Arnar segir að vikurnar tvær í síðustu landsleikjahrinu hafi verið þær erfiðustu á hans ferli en sem kunnugt er gekk mikið á í kringum karlalandsliðið og KSÍ. Sambandið var sakað um að hylma yfir með ofbeldisbrotum leikmanna landsliðsins og í kjölfarið sagði Guðni Bergsson af sér sem formaður KSÍ. Stjórnin fór síðan sömu leið og boðaði til aukaþings. Stjórn KSÍ tók Kolbein Sigþórsson út úr landsliðshópnum og Gylfi Þór Sigurðsson er í farbanni eftir að hann var handtekinn á Englandi í sumar. Þá vantaði nokkra leikmenn í landsliðið vegna meiðsla. Bara tveir eftir úr draumaliðinu og eldri leikmenn gætu hætt „Þetta hafa verið erfiðustu vikurnar á ferlinum. Ég þurfti nánast að spila sjálfur því það vantaði svo marga. Þegar ég tók við í desember skrifaði ég niður draumaliðið mitt. Núna eru tveir eftir af því. Þrír leikmenn eru meiddir og hinir ekki með vegna málsins. Þeir hafa ekki allir verið kærðir en eldri leikmönnunum fer að þykja nóg um,“ sagði Arnar og bætti við að nokkrir af reynslumeiri leikmönnum landsliðsins gætu hætt í því. „Það er möguleiki á að þeir hætti. Ef þú hefur spilað áttatíu landsleiki með nokkrum liðsfélögum en ég má ekki lengur velja þá gætu vinir þeirra látið gott heita.“ Hef ekki svörin Arnar segir að hann og landsliðið hafi verið í afar erfiðri stöðu í síðustu landsleikjahrinu. „Ég skil gagnrýnina en ég hef ekki svörin. Ég var í miðjum storminum og þurfti að svara fyrir málin en hafði ekki svörin. Á sama tíma þurfti ég að undirbúa leikina. Ég þurfti að velja 18-20 ára leikmenn og verja þá. Til að mynda var einu sinni öskrað á okkur: nauðgarar. En þessir leikmenn og starfsliðið mitt höfðu ekkert með þetta að gera,“ sagði Arnar. „Hetjur síðustu ára urðu allt í einu ægilegar manneskjur. Ég var gagnrýndur og fyrir leikinn gegn Þýskalandi var mótmælum beint að mér. Ég skil fólkið sem lætur í sér heyra en ég hef ekki svörin.“ Ísland fékk aðeins eitt stig í síðustu landsleikjahrinu. Íslendingar gerðu 2-2 jafntefli gegn Norður-Makedóníumönnum en töpuðu samanlagt 0-6 fyrir Rúmenum og Þjóðverjum. Ísland er með fjögur stig í 5. sæti J-riðils undankeppni HM 2022.
HM 2022 í Katar Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Sjá meira