Þrjár í úrvalsliði fyrir landsleikinn: Cecilía sögð kona stóru leikjanna Sindri Sverrisson skrifar 14. september 2021 13:30 Cecilía Rán Rúnarsdóttir átti góðan leik gegn Häcken og grípur hér boltann. KIF Örebro/Rasmus Ohlsson Nú þegar vika er í stórleik Íslands og Hollands á Laugardalsvelli, í nýrri undankeppni HM kvenna í fótbolta, hafa þrír Íslendingar verið valdir í lið síðustu umferðar í sænsku úrvalsdeildinni. Cecilía Rán Rúnarsdóttir, Sif Atladóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir ættu að mæta fullar sjálfstrausts til Íslands, í landsliðsverkefnið sem nú tekur við. Þær eiga þrjú af ellefu sætum í liði 16. umferðar sænsku úrvalsdeildarinnar hjá Sportbladet. Sveindís er annar tveggja sóknarmanna liðsins eftir að hafa skorað frábært sigurmark gegn Linköping. Sveindís hafði leikið fimm deildarleiki í röð án þess að skora fyrir Kristianstad en braut ísinn með stæl eins og sjá má hér að neðan. Sif varð móðir í annað sinn fyrir ári síðan en hefur snúið aftur af krafti á þessu tímabili og þannig komist aftur í íslenska landsliðshópinn. Sportbladet segir hana eiga hvað stærstan þátt í því að Kristianstad fékk ekki á sig mark gegn Linköping, í fyrrnefndum 1-0 sigri. Hin 18 ára gamla Cecilía, helmingi yngri en Sif, er svo markmaður „stóru leikjanna“ að mati Sportbladet. Hún hélt markinu hreinu gegn toppliði Rosengård fyrr í sumar og átti mjög góðan leik í síðustu umferð þrátt fyrir 2-0 tap Örebro á útivelli gegn Häcken, sem er í 2. sæti deildarinnar. Cecilía hélt hreinu í tæpar 75 mínútur en Häcken náði að tryggja sér sigur í lokin. Undirbúningur landsliðsins að hefjast Íslenska landsliðið hefur á morgun undirbúning sinn fyrir leikinn við Evrópumeistara Hollands. Það er eini leikur liðsins að þessu sinni en Ísland mætir svo Tékklandi og Kýpur 22. og 26. október. Liðið er einnig í riðli með Hvíta-Rússlandi. Efsta lið riðilsins kemst á HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi en liðið í 2. sæti fer í umspil. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Sænski boltinn Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Fleiri fréttir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Sjá meira
Cecilía Rán Rúnarsdóttir, Sif Atladóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir ættu að mæta fullar sjálfstrausts til Íslands, í landsliðsverkefnið sem nú tekur við. Þær eiga þrjú af ellefu sætum í liði 16. umferðar sænsku úrvalsdeildarinnar hjá Sportbladet. Sveindís er annar tveggja sóknarmanna liðsins eftir að hafa skorað frábært sigurmark gegn Linköping. Sveindís hafði leikið fimm deildarleiki í röð án þess að skora fyrir Kristianstad en braut ísinn með stæl eins og sjá má hér að neðan. Sif varð móðir í annað sinn fyrir ári síðan en hefur snúið aftur af krafti á þessu tímabili og þannig komist aftur í íslenska landsliðshópinn. Sportbladet segir hana eiga hvað stærstan þátt í því að Kristianstad fékk ekki á sig mark gegn Linköping, í fyrrnefndum 1-0 sigri. Hin 18 ára gamla Cecilía, helmingi yngri en Sif, er svo markmaður „stóru leikjanna“ að mati Sportbladet. Hún hélt markinu hreinu gegn toppliði Rosengård fyrr í sumar og átti mjög góðan leik í síðustu umferð þrátt fyrir 2-0 tap Örebro á útivelli gegn Häcken, sem er í 2. sæti deildarinnar. Cecilía hélt hreinu í tæpar 75 mínútur en Häcken náði að tryggja sér sigur í lokin. Undirbúningur landsliðsins að hefjast Íslenska landsliðið hefur á morgun undirbúning sinn fyrir leikinn við Evrópumeistara Hollands. Það er eini leikur liðsins að þessu sinni en Ísland mætir svo Tékklandi og Kýpur 22. og 26. október. Liðið er einnig í riðli með Hvíta-Rússlandi. Efsta lið riðilsins kemst á HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi en liðið í 2. sæti fer í umspil.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Sænski boltinn Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Fleiri fréttir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Sjá meira