Ronaldo „busaður“ kvöldið fyrir fyrsta leikinn með Man. United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. september 2021 11:00 Cristiano Ronaldo fagnar marki fyrir Manchester United á móti Newcastle United um helgina. AP/Rui Vieira Það þarf ekki að kynna neinn fyrir Cristiano Ronaldo en hann þurfti þó að kynna sjálfan sig fyrir nýju liðsfélögunum í Manchester United. Ronaldo snéri aftur á Old Trafford um helgina og skoraði tvívegis í sínum fyrsta leik með United liðinu síðan 2009. Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, henti honum beint inn í byrjunarliðið og portúgalska goðsögnin launaði honum með tveimur mörkum. Solskjær var kátur eftir leik og sagði frá því að Ronaldo var í raun „busaður“ af nýju liðsfélögunum sínum kvöldið fyrir fyrsta leikinn með United. Ole Gunnar Solskjaer reveals what Cristiano Ronaldo said during Man Utd initiationhttps://t.co/woOu0AD0ys pic.twitter.com/ySRPKx6paU— Mirror Football (@MirrorFootball) September 11, 2021 Liðsfélagar létu Ronaldo nefnilega standa upp fyrir framan allt liðið og kynna sig fyrir öllum hópnum sem er náttúrulega mjög fyndið enda þarna á ferðinni einn frægasti íþróttamaður heims. „Allir sem koma inn í liðið okkar þurfa að standa upp, kynna sig og segja frá sjálfum sér. Það þekktu kannski ekki allir nafnið hans en þeir gera það örugglega núna,“ sagði Ole Gunnar mjög léttur eftir Newcastle leikinn. ESPN segir frá. „Hann sagðist heita Cristiano og þar með er það upptalið sem ég er tilbúinn að gefa upp af ræðunni hans,“ sagði Solskjær. „Andrúmsloftið í kringum félagið hefur verið rafmagnað og stuðningsmennirnir hafa notið síðustu tíu daga. Það voru miklar væntingar gerðar til liðsins í dag og hann olli ekki vonbrigðum,“ sagði Solskjær. „Cristiano lyftir öllum upp. Hann fær alla til að einbeita sér og setur kröfur á sjálfan sig sem síðan setur pressu á liðsfélaga hans og okkur sem stjórna. Það er þessa vegna sem hann hefur afrekað svona mikið á sínum ferli,“ sagði Solskjær. He s too old.""The Premier League is too fast.""He's not what Man United need. Never write off Ronaldo pic.twitter.com/tYejE1DglK— ESPN FC (@ESPNFC) September 11, 2021 „Hann hefur vissulega þróast sem leikmaður og er allt annar leikmaður en þegar hann var hér síðast. Hann er samt miskunnarlaus og magnaður markaskorari. Hann er mun betri fótboltamaður en þegar hann var hér. Hann þefar uppi stóru stundirnar í leikjum og veit hvenær á að mæta í vítateiginn. Mér fannst hann spila mjög þroskaðan leik,“ sagði Solskjær. „Ronaldo viðurkenndi í viðtölum að hann hafi verið stressaður fyrir leikinn. Þetta var ótrúlegt. Ég var svo stressaður í byrjun leiks. Ég bjóst ekki við að þeir myndu syngja nafnið mitt allan tímann. Það sást kannski ekki að ég var stressaður en ég sver að svo var raunin. Þetta voru ótrúlegar móttökur en ég er mættur hingað til að vinna leiki og hjálpa liðinu,“ sagði Cristiano Ronaldo. „Þetta var lygileg stund. Ég vildi spila vel og sýna að ég gæti hjálpað liðinu. Þessi klúbbur er magnaður og ég er svo stoltur. Ég ætla að gera allt til að gera alla stolta af mér,“ sagði Ronaldo. Enski boltinn Mest lesið Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Saumaskandallinn sem skekur skíðaheiminn Sport Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Íslenski boltinn Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Fótbolti 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Íslenski boltinn Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Enski boltinn Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Körfubolti Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fleiri fréttir Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Sjá meira
Ronaldo snéri aftur á Old Trafford um helgina og skoraði tvívegis í sínum fyrsta leik með United liðinu síðan 2009. Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, henti honum beint inn í byrjunarliðið og portúgalska goðsögnin launaði honum með tveimur mörkum. Solskjær var kátur eftir leik og sagði frá því að Ronaldo var í raun „busaður“ af nýju liðsfélögunum sínum kvöldið fyrir fyrsta leikinn með United. Ole Gunnar Solskjaer reveals what Cristiano Ronaldo said during Man Utd initiationhttps://t.co/woOu0AD0ys pic.twitter.com/ySRPKx6paU— Mirror Football (@MirrorFootball) September 11, 2021 Liðsfélagar létu Ronaldo nefnilega standa upp fyrir framan allt liðið og kynna sig fyrir öllum hópnum sem er náttúrulega mjög fyndið enda þarna á ferðinni einn frægasti íþróttamaður heims. „Allir sem koma inn í liðið okkar þurfa að standa upp, kynna sig og segja frá sjálfum sér. Það þekktu kannski ekki allir nafnið hans en þeir gera það örugglega núna,“ sagði Ole Gunnar mjög léttur eftir Newcastle leikinn. ESPN segir frá. „Hann sagðist heita Cristiano og þar með er það upptalið sem ég er tilbúinn að gefa upp af ræðunni hans,“ sagði Solskjær. „Andrúmsloftið í kringum félagið hefur verið rafmagnað og stuðningsmennirnir hafa notið síðustu tíu daga. Það voru miklar væntingar gerðar til liðsins í dag og hann olli ekki vonbrigðum,“ sagði Solskjær. „Cristiano lyftir öllum upp. Hann fær alla til að einbeita sér og setur kröfur á sjálfan sig sem síðan setur pressu á liðsfélaga hans og okkur sem stjórna. Það er þessa vegna sem hann hefur afrekað svona mikið á sínum ferli,“ sagði Solskjær. He s too old.""The Premier League is too fast.""He's not what Man United need. Never write off Ronaldo pic.twitter.com/tYejE1DglK— ESPN FC (@ESPNFC) September 11, 2021 „Hann hefur vissulega þróast sem leikmaður og er allt annar leikmaður en þegar hann var hér síðast. Hann er samt miskunnarlaus og magnaður markaskorari. Hann er mun betri fótboltamaður en þegar hann var hér. Hann þefar uppi stóru stundirnar í leikjum og veit hvenær á að mæta í vítateiginn. Mér fannst hann spila mjög þroskaðan leik,“ sagði Solskjær. „Ronaldo viðurkenndi í viðtölum að hann hafi verið stressaður fyrir leikinn. Þetta var ótrúlegt. Ég var svo stressaður í byrjun leiks. Ég bjóst ekki við að þeir myndu syngja nafnið mitt allan tímann. Það sást kannski ekki að ég var stressaður en ég sver að svo var raunin. Þetta voru ótrúlegar móttökur en ég er mættur hingað til að vinna leiki og hjálpa liðinu,“ sagði Cristiano Ronaldo. „Þetta var lygileg stund. Ég vildi spila vel og sýna að ég gæti hjálpað liðinu. Þessi klúbbur er magnaður og ég er svo stoltur. Ég ætla að gera allt til að gera alla stolta af mér,“ sagði Ronaldo.
Enski boltinn Mest lesið Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Saumaskandallinn sem skekur skíðaheiminn Sport Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Íslenski boltinn Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Fótbolti 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Íslenski boltinn Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Enski boltinn Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Körfubolti Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fleiri fréttir Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Sjá meira