Tveir af fimm vildu hækka stýrivexti meira en gert var Atli Ísleifsson skrifar 9. september 2021 11:09 Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, var annar þeirra sem vildi hækka stýrivexti um 0,5 prósent. Vísir/Vilhelm Tveir af fimm nefndarmönnum peningastefnunefndar Seðlabankans vildu hækka stýrivexti meira en gert var við síðustu stýrivaxtaákvörðun bankans sem kynnt var fyrir um tveimur vikum. Nefndin ákvað þá að vextir bankans yrðu hækkaðir um 0,25 prósentur í 1,25 prósentur. Fundargerð nefndarinnar var birt í gær, en samkvæmt starfsreglum nefndarinnar er hún birt á vef Seðlabankans tveimur vikum eftir að ákvörðun nefndarinnar er kynnt. Þar má sjá að þeir allir nefndarmenn studdu tillögu seðlabankastjóra um 0,25 prósenta hækkun en að nefndarmennirnir Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, og Gylfi Zoëga, prófessor og utanaðkomandi nefndarmaður, hefðu þó fremur kosið að hækka vexti bankans um 0,5 prósentur – úr 1 prósenti í 1,5 prósent. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar.Vísir/Vilhelm Þrálát verðbólga Segir að nefndin hafi rætt hvort halda ætti meginvöxtum bankans óbreyttum eða hækka þá um 0,25 til 0,5 prósentur. Helstu rök sem hafi komið fram á fundi nefndarinnar fyrir því að hækka vexti hafi verið þau að verðbólga hefði reynst þrálátari en gert hafði verið ráð fyrir og horfur væru á að lengri tíma tæki að ná verðbólgumarkmiðinu. „Fram kom í umræðunni að hætta væri á að aukin alþjóðleg verðbólga, áhrif framboðstruflana á verðbólgu auk innlendra launahækkana myndu leiða til þess að verðbólga héldist mikil sem gæti leitt til frekari hækkunar á verðbólguvæntingum. Einnig var rætt að vísbendingar væru um að innlend eftirspurn hefði tekið kröftuglega við sér sem birtist m.a. í aukinni greiðslukortaveltu, auknum útlánavexti til heimila og miklum umsvifum og verðhækkun á húsnæðismarkaði. Jafnframt hefði batinn á vinnumarkaði verið kröftugri og framleiðsluslaki minni en talið var á síðasta fundi. Betra væri að vera tímanleg með vaxtahækkun nú og minnka líkur á að það kæmi til þess að það þyrfti að herða taumhaldið hratt síðar,“ segir í fundargerðinni. Tengsl sóttvarnaaðgerða og efnahagsumsvifa hafa veikst Ennfremur segir að rök fyrir því að taka stærra skref og hækka vexti um 0,5 prósentur hafi meðal annars verið þau að óvissan hefði minnkað frá maífundi nefndarinnar þar sem stór hluti þjóðarinnar væri nú bólusettur og ljóst væri að bólusetningin virkaði vel gegn alvarlegum veikindum af COVID-19. „Ljóst væri enn fremur að tengsl milli sóttvarnaraðgerða og efnahagsumsvifa hefðu veikst og aðlögunarhæfni almennings og fyrirtækja ásamt aðgerðum stjórnvalda héldu hagkerfinu gangandi að mestu þrátt fyrir farsóttina. Þá hefði fjölgun ferðamanna verið hraðari í sumar og útgjöld þeirra meiri en búist hafði verið við auk þess sem hagvaxtarhorfur hefðu batnað umtalsvert.“ Peningastefnunefnd Seðlabankans: Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður nefndarinnar Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika Gylfi Zoëga, prófessor, utanaðkomandi nefndarmaður Katrín Ólafsdóttir, dósent, utanaðkomandi nefndarmaður Seðlabankinn Efnahagsmál Verðlag Íslenska krónan Tengdar fréttir Seðlabankinn hækkar stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1,25%. 25. ágúst 2021 08:34 Vextir gætu hækkað enn frekar á næstunni Að óbreyttu getur vaxtastig ekki haldist eins lágt og það er í dag að sögn seðlabankastjóra. Meginvextir bankans voru hækkaðir í morgun og frekari vaxtahækkanir gætu verið framundan. 25. ágúst 2021 13:32 Greiðslubyrði gæti hækkað um tugi þúsunda Greiðslubyrði íbúðalána getur hækkað um tugi þúsunda á ári eftir vaxtahækkun seðlabankans. Frekari hækkanir gætu verið fram undan. 25. ágúst 2021 18:26 Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Sjá meira
Fundargerð nefndarinnar var birt í gær, en samkvæmt starfsreglum nefndarinnar er hún birt á vef Seðlabankans tveimur vikum eftir að ákvörðun nefndarinnar er kynnt. Þar má sjá að þeir allir nefndarmenn studdu tillögu seðlabankastjóra um 0,25 prósenta hækkun en að nefndarmennirnir Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, og Gylfi Zoëga, prófessor og utanaðkomandi nefndarmaður, hefðu þó fremur kosið að hækka vexti bankans um 0,5 prósentur – úr 1 prósenti í 1,5 prósent. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar.Vísir/Vilhelm Þrálát verðbólga Segir að nefndin hafi rætt hvort halda ætti meginvöxtum bankans óbreyttum eða hækka þá um 0,25 til 0,5 prósentur. Helstu rök sem hafi komið fram á fundi nefndarinnar fyrir því að hækka vexti hafi verið þau að verðbólga hefði reynst þrálátari en gert hafði verið ráð fyrir og horfur væru á að lengri tíma tæki að ná verðbólgumarkmiðinu. „Fram kom í umræðunni að hætta væri á að aukin alþjóðleg verðbólga, áhrif framboðstruflana á verðbólgu auk innlendra launahækkana myndu leiða til þess að verðbólga héldist mikil sem gæti leitt til frekari hækkunar á verðbólguvæntingum. Einnig var rætt að vísbendingar væru um að innlend eftirspurn hefði tekið kröftuglega við sér sem birtist m.a. í aukinni greiðslukortaveltu, auknum útlánavexti til heimila og miklum umsvifum og verðhækkun á húsnæðismarkaði. Jafnframt hefði batinn á vinnumarkaði verið kröftugri og framleiðsluslaki minni en talið var á síðasta fundi. Betra væri að vera tímanleg með vaxtahækkun nú og minnka líkur á að það kæmi til þess að það þyrfti að herða taumhaldið hratt síðar,“ segir í fundargerðinni. Tengsl sóttvarnaaðgerða og efnahagsumsvifa hafa veikst Ennfremur segir að rök fyrir því að taka stærra skref og hækka vexti um 0,5 prósentur hafi meðal annars verið þau að óvissan hefði minnkað frá maífundi nefndarinnar þar sem stór hluti þjóðarinnar væri nú bólusettur og ljóst væri að bólusetningin virkaði vel gegn alvarlegum veikindum af COVID-19. „Ljóst væri enn fremur að tengsl milli sóttvarnaraðgerða og efnahagsumsvifa hefðu veikst og aðlögunarhæfni almennings og fyrirtækja ásamt aðgerðum stjórnvalda héldu hagkerfinu gangandi að mestu þrátt fyrir farsóttina. Þá hefði fjölgun ferðamanna verið hraðari í sumar og útgjöld þeirra meiri en búist hafði verið við auk þess sem hagvaxtarhorfur hefðu batnað umtalsvert.“ Peningastefnunefnd Seðlabankans: Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður nefndarinnar Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika Gylfi Zoëga, prófessor, utanaðkomandi nefndarmaður Katrín Ólafsdóttir, dósent, utanaðkomandi nefndarmaður
Peningastefnunefnd Seðlabankans: Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður nefndarinnar Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika Gylfi Zoëga, prófessor, utanaðkomandi nefndarmaður Katrín Ólafsdóttir, dósent, utanaðkomandi nefndarmaður
Seðlabankinn Efnahagsmál Verðlag Íslenska krónan Tengdar fréttir Seðlabankinn hækkar stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1,25%. 25. ágúst 2021 08:34 Vextir gætu hækkað enn frekar á næstunni Að óbreyttu getur vaxtastig ekki haldist eins lágt og það er í dag að sögn seðlabankastjóra. Meginvextir bankans voru hækkaðir í morgun og frekari vaxtahækkanir gætu verið framundan. 25. ágúst 2021 13:32 Greiðslubyrði gæti hækkað um tugi þúsunda Greiðslubyrði íbúðalána getur hækkað um tugi þúsunda á ári eftir vaxtahækkun seðlabankans. Frekari hækkanir gætu verið fram undan. 25. ágúst 2021 18:26 Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Sjá meira
Seðlabankinn hækkar stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1,25%. 25. ágúst 2021 08:34
Vextir gætu hækkað enn frekar á næstunni Að óbreyttu getur vaxtastig ekki haldist eins lágt og það er í dag að sögn seðlabankastjóra. Meginvextir bankans voru hækkaðir í morgun og frekari vaxtahækkanir gætu verið framundan. 25. ágúst 2021 13:32
Greiðslubyrði gæti hækkað um tugi þúsunda Greiðslubyrði íbúðalána getur hækkað um tugi þúsunda á ári eftir vaxtahækkun seðlabankans. Frekari hækkanir gætu verið fram undan. 25. ágúst 2021 18:26
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent