Ytri Rangá ennþá aflahæst í sumar Karl Lúðvíksson skrifar 9. september 2021 08:34 Þetta sumar fer klárlega ekki í neinar metbækur Nýjar veiðitölur Landssambands Veiðifélaga voru birtar í gær og Ytri Rangá situr ennþá á toppnum á þeim lista. Listinn hefur í megindráttum lítið breyst en Ytri Rangá er þar aflahæst með 2.822 laxa og Eystri þar skammt á eftir með 2.598 laxa. Miðfjarðará situr svo í þriðja sæti með 1.428 laxa. Aðeins fimm laxveiðiár eru komnar yfir 1.000 laxa og heldur ólíklegt er að sú sjötta bætist við en það yrði þá Haffjarðará en heildarveiðin í henni er komin í 839 laxa. Vikuveiðin í Ytri Rangá var 266 laxar, í Eystri var hún 166 laxar og í Miðfjarðará var hún 90 laxar. Veiðitölur eru farnar að detta skarpt niður eins og oft gerist á haustin en ekki alltaf. Haustið er oft tíminn sem laxinn og þá sérstaklega hængarnir fara að taka nokkuð vel en laxleysi í ánum setur auðvitað strik í reikninginn. Nokkur dæmi eru um að holl í ánum á vesturlandi sem hafa yfirleitt á venjulegu síðsumri verið með 30-40 laxa séu rétt að slefa yfir 10 laxa í holli. Þetta er nokkuð heilt yfir línuna og sýnir svart á hvítu að þrátt fyrir frábært vatn í ánum á þessum tíma og topp skilyrði í veðri er bara ekki nóg af laxi til að lyfta tölunum upp. Stangveiði Mest lesið Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Nauðsynlegt að fækka álftinni Veiði Fiskifræðingur sakar verktaka um gróft brot Veiði Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Bæjarstjórnin hafnar beiðni um stöðvun við Steinboga Veiði Veiði hefst í Þingvallavatni 20. apríl Veiði Ytri Rangá yfir 4.000 laxa Veiði Hopar bleikjan nyrðra fyrir sjóbirtingi? Veiði 108 sm hængur úr Hnausastreng Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði
Listinn hefur í megindráttum lítið breyst en Ytri Rangá er þar aflahæst með 2.822 laxa og Eystri þar skammt á eftir með 2.598 laxa. Miðfjarðará situr svo í þriðja sæti með 1.428 laxa. Aðeins fimm laxveiðiár eru komnar yfir 1.000 laxa og heldur ólíklegt er að sú sjötta bætist við en það yrði þá Haffjarðará en heildarveiðin í henni er komin í 839 laxa. Vikuveiðin í Ytri Rangá var 266 laxar, í Eystri var hún 166 laxar og í Miðfjarðará var hún 90 laxar. Veiðitölur eru farnar að detta skarpt niður eins og oft gerist á haustin en ekki alltaf. Haustið er oft tíminn sem laxinn og þá sérstaklega hængarnir fara að taka nokkuð vel en laxleysi í ánum setur auðvitað strik í reikninginn. Nokkur dæmi eru um að holl í ánum á vesturlandi sem hafa yfirleitt á venjulegu síðsumri verið með 30-40 laxa séu rétt að slefa yfir 10 laxa í holli. Þetta er nokkuð heilt yfir línuna og sýnir svart á hvítu að þrátt fyrir frábært vatn í ánum á þessum tíma og topp skilyrði í veðri er bara ekki nóg af laxi til að lyfta tölunum upp.
Stangveiði Mest lesið Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Nauðsynlegt að fækka álftinni Veiði Fiskifræðingur sakar verktaka um gróft brot Veiði Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Bæjarstjórnin hafnar beiðni um stöðvun við Steinboga Veiði Veiði hefst í Þingvallavatni 20. apríl Veiði Ytri Rangá yfir 4.000 laxa Veiði Hopar bleikjan nyrðra fyrir sjóbirtingi? Veiði 108 sm hængur úr Hnausastreng Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði