Hvítrússneskir stjórnarandstæðingar fangelsaðir í áratug Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. september 2021 13:15 Znak og Kólesníkóva við dómsuppkvaðningu. Þau létu þunga dóma ekki draga sig niður og brostu í myndavélarnar. Getty/Stringer Tveir áberandi stjórnarandstæðingar í Hvíta-Rússlandi, sem mótmæltu umdeildum forsetakosningum harðlega, hafa verið dæmdir í margra ára fangelsi fyrir að hafa ógnað þjóðaröryggi og reynt að ræna völdum. Stjórnarandstæðingurinn Maria Kólesníkóva hefur verið dæmd í ellefu ára fangelsi og lögmaðurinn Maxim Znak hefur verið dæmdur í tíu ára fangelsi. Þau voru bæði meðlimir í sérstöku samhæfingarráði stjórnarandstöðunnar. Breska ríkisútvarpið greinir frá. Ráðið var stofnað af forsetaframbjóðandanum Svetlönu Tíkanovskaju eftir að niðurstöður forsetakosninganna í Hvíta-Rússlandi lágu fyrir í fyrra. Alexander Lúkasjenka bar sigur úr bítum í forsetakosningunum, þó svo að margir telji að hann hafi beitt víðtæku kosningasvindli til að koma í veg fyrir að hann missti völd, eftir 26 ár á valdastóli. Tvímenningarnir voru handteknir í fyrra vegna þátttöku sinnar í mótmælum gegn forsetanum. Samhæfingarráðið og meðlimir þess hefur verið sakað um að hafa reynt að fremja valdarán. Mál Kólesníkóvu og Znaks voru tekin fyrir af dómstóli í höfuðborginni Mínsk í dag, mánudag, þar sem þau voru sakfelld meðal annars fyrir öfgahyggju, tilraun til valdaráns og fyrir að hafa ógnað þjóðaröryggi. Þau neituðu bæði sök í öllum ákæruliðum og lýstu því yfir að málsmeðferðin hafi verið óréttmæt. Lögmenn þeirra hafa þegar tilkynnt að dómnum verði áfrýjað. Mótmælin vegna forsetakosninganna stóðu yfir mánuðum saman, en bæði Bandaríkin, Bretland og Evrópusambandið hafa fordæmt niðurstöður kosninganna. Tugir þúsunda mótmælenda voru handteknir og margir voru pyntaðir í haldi lögreglu, á meðan Lúkasjenka, sem hefur verið við völd síðan 1994, reyndi að kveða mótmælin niður. Aðgerðasinnar hafa lýst því yfir að allt að 650 pólitískir fangar séu í haldi stjórnvalda, þar á meðal aðgerðasinnar og blaðamenn. Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Mótframbjóðandi Lúkasjenka dæmdur í fjórtán ára fangelsi Dómstóll í Hvíta-Rússlandi dæmdi Viktor Babariko, fyrrverandi forsetaframbjóðanda, í fjórtán ára fangelsi fyrir spillingu í dag. Babariko neitaði sök og eru ákærurnar gegn honum almennt taldar hafa átt sér pólitískar rætur. 6. júlí 2021 10:09 Kolesnikova ákærð fyrir að hvetja til undirróðurs Stjórnarandstæðingurinn Maria Kolesnikova hefur verið ákærð á grundvelli öryggislaga fyrir að hvetja til undirróðurs gegn hvítrússneskum yfirvöldum. 16. september 2020 21:35 Kolesnikova sögð í haldi landamæravarða Ríkisfjölmiðlar í Hvíta-Rússlandi segja að stjórnarandstæðingurinn Maria Kolesnikova, sem var numin á brott af grímuklæddum mönnum í gær, sé nú í haldi á landamærunum að Úkraínu. 8. september 2020 08:05 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Stjórnarandstæðingurinn Maria Kólesníkóva hefur verið dæmd í ellefu ára fangelsi og lögmaðurinn Maxim Znak hefur verið dæmdur í tíu ára fangelsi. Þau voru bæði meðlimir í sérstöku samhæfingarráði stjórnarandstöðunnar. Breska ríkisútvarpið greinir frá. Ráðið var stofnað af forsetaframbjóðandanum Svetlönu Tíkanovskaju eftir að niðurstöður forsetakosninganna í Hvíta-Rússlandi lágu fyrir í fyrra. Alexander Lúkasjenka bar sigur úr bítum í forsetakosningunum, þó svo að margir telji að hann hafi beitt víðtæku kosningasvindli til að koma í veg fyrir að hann missti völd, eftir 26 ár á valdastóli. Tvímenningarnir voru handteknir í fyrra vegna þátttöku sinnar í mótmælum gegn forsetanum. Samhæfingarráðið og meðlimir þess hefur verið sakað um að hafa reynt að fremja valdarán. Mál Kólesníkóvu og Znaks voru tekin fyrir af dómstóli í höfuðborginni Mínsk í dag, mánudag, þar sem þau voru sakfelld meðal annars fyrir öfgahyggju, tilraun til valdaráns og fyrir að hafa ógnað þjóðaröryggi. Þau neituðu bæði sök í öllum ákæruliðum og lýstu því yfir að málsmeðferðin hafi verið óréttmæt. Lögmenn þeirra hafa þegar tilkynnt að dómnum verði áfrýjað. Mótmælin vegna forsetakosninganna stóðu yfir mánuðum saman, en bæði Bandaríkin, Bretland og Evrópusambandið hafa fordæmt niðurstöður kosninganna. Tugir þúsunda mótmælenda voru handteknir og margir voru pyntaðir í haldi lögreglu, á meðan Lúkasjenka, sem hefur verið við völd síðan 1994, reyndi að kveða mótmælin niður. Aðgerðasinnar hafa lýst því yfir að allt að 650 pólitískir fangar séu í haldi stjórnvalda, þar á meðal aðgerðasinnar og blaðamenn.
Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Mótframbjóðandi Lúkasjenka dæmdur í fjórtán ára fangelsi Dómstóll í Hvíta-Rússlandi dæmdi Viktor Babariko, fyrrverandi forsetaframbjóðanda, í fjórtán ára fangelsi fyrir spillingu í dag. Babariko neitaði sök og eru ákærurnar gegn honum almennt taldar hafa átt sér pólitískar rætur. 6. júlí 2021 10:09 Kolesnikova ákærð fyrir að hvetja til undirróðurs Stjórnarandstæðingurinn Maria Kolesnikova hefur verið ákærð á grundvelli öryggislaga fyrir að hvetja til undirróðurs gegn hvítrússneskum yfirvöldum. 16. september 2020 21:35 Kolesnikova sögð í haldi landamæravarða Ríkisfjölmiðlar í Hvíta-Rússlandi segja að stjórnarandstæðingurinn Maria Kolesnikova, sem var numin á brott af grímuklæddum mönnum í gær, sé nú í haldi á landamærunum að Úkraínu. 8. september 2020 08:05 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Mótframbjóðandi Lúkasjenka dæmdur í fjórtán ára fangelsi Dómstóll í Hvíta-Rússlandi dæmdi Viktor Babariko, fyrrverandi forsetaframbjóðanda, í fjórtán ára fangelsi fyrir spillingu í dag. Babariko neitaði sök og eru ákærurnar gegn honum almennt taldar hafa átt sér pólitískar rætur. 6. júlí 2021 10:09
Kolesnikova ákærð fyrir að hvetja til undirróðurs Stjórnarandstæðingurinn Maria Kolesnikova hefur verið ákærð á grundvelli öryggislaga fyrir að hvetja til undirróðurs gegn hvítrússneskum yfirvöldum. 16. september 2020 21:35
Kolesnikova sögð í haldi landamæravarða Ríkisfjölmiðlar í Hvíta-Rússlandi segja að stjórnarandstæðingurinn Maria Kolesnikova, sem var numin á brott af grímuklæddum mönnum í gær, sé nú í haldi á landamærunum að Úkraínu. 8. september 2020 08:05