Leikmenn kallaðir nauðgarar á göngu fyrir leik Sindri Sverrisson skrifar 5. september 2021 19:26 Arnar Þór Viðarsson á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Arnar Þór Viðarsson segir að leikmenn íslenska landsliðsins hafi verið kallaðir „nauðgarar“ á gönguferð sinni í morgun í aðdraganda leiksins við Norður-Makedóníu. Slíkt sé erfitt að þola fyrir unga leikmenn og hafi haft áhrif á spennustig þeirra í leiknum. Sögur af meintum ofbeldisverkum landsliðsmanna, sem ekki eru í íslenska landsliðshópnum nú, hafa varpað skugga á íslenska karlalandsliðið í fótbolta í kringum leikina þrjá sem liðið spilar nú í undankeppni HM. Ísland gerði 2-2 jafntefli við Norður-Makedóníu í kvöld, eftir 2-0 tap gegn Rúmeníu á fimmtudag, en törninni lýkur með leik við Þýskaland á miðvikudaginn. Íslenska liðið átti mjög slakan leik í kvöld, vel fram í seinni hálfleik. Arnar segir að spennustig varamanna sem komu inn á hafi verið rétt stillt en það sama virðist ekki hafa gilt um þá sem hófu leikinn, og að mati Arnars var göngutúrinn fyrr í dag meðal þess sem hafði áhrif á það: „Við erum ekki búnir að gleyma þessum fyrstu 64 mínútum, þær voru erfiðar fyrir alla,“ sagði Arnar eftir að hafa talað vel um lokakafla Íslands í leiknum. „Það var ekki tempó, menn ekki að fylla í svæði, ekki að spila vel fram á við og ekki að finna samherja. Hluti af því er ákveðið spennustig, við Eiður [Smári Guðjohnsen, aðstoðarlandsliðsþjálfari] tökum það á okkur,“ sagði Arnar. „Til að setja hlutina í samhengi varðandi spennustig… Eitt dæmi um hversu erfitt þetta er; að tengja og finna orkuna og þorið og finna stuðninginn og í raun búa til stuðninginn fyrir liðið: Íslenska karlalandsliðið er í göngutúr á leikdegi á heimavelli í Reykjavík og þeir þurfa að sitja undir því að kallað sé á þá: „Nauðgarar! Nauðgarar!“ Ungir drengir og fjölskyldumenn. Þetta er erfitt fyrir marga þessara stráka,“ sagði Arnar á blaðamannafundi í kvöld. „Ekki misskilja mig, ég er ekki að henda þessari frammistöðu á þetta. Eina sem ég er að segja, er að við verðum sem samfélag að byrja að taka á þessum málum. Við erum ekki að vinna þetta saman, við erum að öskra á hvert annað,“ sagði Arnar og ítrekaði að sér þættu þeir 18-19 ára drengir sem nú eru að stíga fyrstu skref í landsliðinu ættu ekki að þurfa að þola svona köll. Arnar vildi ekki ræða málið frekar né frá hverjum köllin hefðu komið. HM 2022 í Katar Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Norður-Makedónía 2-2 | Vöknuðu til lífsins og Andri bjargaði stigi Hinn 19 ára Andri Lucas Guðjohnsen skoraði nánast úr sinni fyrstu snertingu þegar hann tryggði Íslandi eitt stig gegn Norður-Makedóníu í undankeppni HM í fótbolta í kvöld. Íslenska liðið átti skelfilegan dag langt fram í seinni hálfleik en frábær lokakafli dugði til 2-2 jafnteflis. 5. september 2021 17:48 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Blikar mæta Loga, Shaktar og Shamrock Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Fleiri fréttir Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shaktar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Sjá meira
Sögur af meintum ofbeldisverkum landsliðsmanna, sem ekki eru í íslenska landsliðshópnum nú, hafa varpað skugga á íslenska karlalandsliðið í fótbolta í kringum leikina þrjá sem liðið spilar nú í undankeppni HM. Ísland gerði 2-2 jafntefli við Norður-Makedóníu í kvöld, eftir 2-0 tap gegn Rúmeníu á fimmtudag, en törninni lýkur með leik við Þýskaland á miðvikudaginn. Íslenska liðið átti mjög slakan leik í kvöld, vel fram í seinni hálfleik. Arnar segir að spennustig varamanna sem komu inn á hafi verið rétt stillt en það sama virðist ekki hafa gilt um þá sem hófu leikinn, og að mati Arnars var göngutúrinn fyrr í dag meðal þess sem hafði áhrif á það: „Við erum ekki búnir að gleyma þessum fyrstu 64 mínútum, þær voru erfiðar fyrir alla,“ sagði Arnar eftir að hafa talað vel um lokakafla Íslands í leiknum. „Það var ekki tempó, menn ekki að fylla í svæði, ekki að spila vel fram á við og ekki að finna samherja. Hluti af því er ákveðið spennustig, við Eiður [Smári Guðjohnsen, aðstoðarlandsliðsþjálfari] tökum það á okkur,“ sagði Arnar. „Til að setja hlutina í samhengi varðandi spennustig… Eitt dæmi um hversu erfitt þetta er; að tengja og finna orkuna og þorið og finna stuðninginn og í raun búa til stuðninginn fyrir liðið: Íslenska karlalandsliðið er í göngutúr á leikdegi á heimavelli í Reykjavík og þeir þurfa að sitja undir því að kallað sé á þá: „Nauðgarar! Nauðgarar!“ Ungir drengir og fjölskyldumenn. Þetta er erfitt fyrir marga þessara stráka,“ sagði Arnar á blaðamannafundi í kvöld. „Ekki misskilja mig, ég er ekki að henda þessari frammistöðu á þetta. Eina sem ég er að segja, er að við verðum sem samfélag að byrja að taka á þessum málum. Við erum ekki að vinna þetta saman, við erum að öskra á hvert annað,“ sagði Arnar og ítrekaði að sér þættu þeir 18-19 ára drengir sem nú eru að stíga fyrstu skref í landsliðinu ættu ekki að þurfa að þola svona köll. Arnar vildi ekki ræða málið frekar né frá hverjum köllin hefðu komið.
HM 2022 í Katar Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Norður-Makedónía 2-2 | Vöknuðu til lífsins og Andri bjargaði stigi Hinn 19 ára Andri Lucas Guðjohnsen skoraði nánast úr sinni fyrstu snertingu þegar hann tryggði Íslandi eitt stig gegn Norður-Makedóníu í undankeppni HM í fótbolta í kvöld. Íslenska liðið átti skelfilegan dag langt fram í seinni hálfleik en frábær lokakafli dugði til 2-2 jafnteflis. 5. september 2021 17:48 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Blikar mæta Loga, Shaktar og Shamrock Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Fleiri fréttir Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shaktar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Norður-Makedónía 2-2 | Vöknuðu til lífsins og Andri bjargaði stigi Hinn 19 ára Andri Lucas Guðjohnsen skoraði nánast úr sinni fyrstu snertingu þegar hann tryggði Íslandi eitt stig gegn Norður-Makedóníu í undankeppni HM í fótbolta í kvöld. Íslenska liðið átti skelfilegan dag langt fram í seinni hálfleik en frábær lokakafli dugði til 2-2 jafnteflis. 5. september 2021 17:48