Rahm bestur báða dagana en Cantley í forystu Valur Páll Eiríksson skrifar 4. september 2021 10:01 Cantley (t.v.) og Rahm (t.h.) berjast á toppnum. Þriðji hringur mótsins hefst í dag. Cliff Hawkins/Getty Image Bandaríkjamaðurinn Patrick Cantley er enn í forystu að tveimur hringjum loknum á Tour Championship, lokamóti PGA-mótaraðarinnar, sem fram fer á East Lake-vellinum í Georgíuríki í Bandaríkjunum. Cantley hefur ekki leikið manna best á mótinu en er þrátt fyrir það í forystu. Fyrirkomulag mótsins er þannig að kylfingar hefja ekki leik á jafningjagrundvelli, heldur markast skor þeirra í upphafi á árangri þeirra á PGA-mótaröðinni fyrr á árinu. This is just silly good, Patrick. pic.twitter.com/9qBBLZIxCp— TOUR Championship (@playofffinale) September 3, 2021 Cantley hóf keppni í fyrradag á tíu höggum undir pari en lék á þremur undir parinu á fyrsta hring til að halda forystunni. Spánverjinn Jon Rahm lék þá á fimm undir pari og var aðeins tveimur höggum á eftir Cantley eftir fyrsta hringinn, en hann hafði hafið keppni á sex undir pari. Rahm hélt uppteknum hætti í gær. Aftur lék hann á 65 höggum, fimm undir pari, og minnkaði bilið á toppnum um helming. Cantlay lék á 66 höggum og er á 17 undir pari í heildina en Rahm er á 16 undir. The weekend is officially here. pic.twitter.com/Sugyq8bQ5l— TOUR Championship (@playofffinale) September 3, 2021 Þeir félagar eru með töluvert forskot á næstu menn, en mótið er þó aðeins hálfnað og ljóst að margt getur breyst. Bryson De Chambeau er á ellefu undir parinu í þriðja sæti, Justin Thomas er á tíu undir, en báðir léku á þremur undir pari í gær. Þá eru Tony Finau, Kevin Na, Viktor Hovland, Cameron Smith og Harris English næstir á níu undir pari. Rory McIlroy lék á fjórum höggum undir pari í gær og fór upp um sjö sæti. Hann er á átta undir pari í heildina, jafn þeim Jordan Spieth og Louis Oosthuizen í 10.-12. sæti. Much love to @RickRoss for coming out to the @playofffinale! Appreciate what you're doing for the game of golf by encouraging minorities and the younger generation to play #inspiresomeone pic.twitter.com/5THYeMpyLX— Tony Finau Golf (@tonyfinaugolf) September 3, 2021 Þriðji hringur mótsins fer fram í dag. Hann verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf klukkan 17:00. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone. Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Leik lokið: Vestri - Valur 0-2 | Valsarar halda áfram góðu gengi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Sjáðu Reed ná afar fágætum albatross með mögnuðu höggi Tannlæknir keppir á opna bandaríska Andrea flýgur upp listann en aftur var einu höggi ofaukið Gunnlaugur í sigurliði á sterkasta áhugamannamóti heims Gunnlaugur átti frábæran dag á Arnold Palmer Cup Gunnlaugur paraður með sænskri stelpu í Arnold Palmer bikarnum Ástandið á Urriðavelli ekki gott og Íslandsmótið fært á Hlíðavöll Var í góðum séns en missti af sæti á Opna bandaríska Heiðrún og Jóhannes unnu Hvaleyrarbikarinn í fyrsta sinn „Lengi dreymt um að keppa við þá“ Sjóðheitur Scheffler tryggði titil sem aðeins Tiger hafði tekist að verja Sjá meira
Cantley hefur ekki leikið manna best á mótinu en er þrátt fyrir það í forystu. Fyrirkomulag mótsins er þannig að kylfingar hefja ekki leik á jafningjagrundvelli, heldur markast skor þeirra í upphafi á árangri þeirra á PGA-mótaröðinni fyrr á árinu. This is just silly good, Patrick. pic.twitter.com/9qBBLZIxCp— TOUR Championship (@playofffinale) September 3, 2021 Cantley hóf keppni í fyrradag á tíu höggum undir pari en lék á þremur undir parinu á fyrsta hring til að halda forystunni. Spánverjinn Jon Rahm lék þá á fimm undir pari og var aðeins tveimur höggum á eftir Cantley eftir fyrsta hringinn, en hann hafði hafið keppni á sex undir pari. Rahm hélt uppteknum hætti í gær. Aftur lék hann á 65 höggum, fimm undir pari, og minnkaði bilið á toppnum um helming. Cantlay lék á 66 höggum og er á 17 undir pari í heildina en Rahm er á 16 undir. The weekend is officially here. pic.twitter.com/Sugyq8bQ5l— TOUR Championship (@playofffinale) September 3, 2021 Þeir félagar eru með töluvert forskot á næstu menn, en mótið er þó aðeins hálfnað og ljóst að margt getur breyst. Bryson De Chambeau er á ellefu undir parinu í þriðja sæti, Justin Thomas er á tíu undir, en báðir léku á þremur undir pari í gær. Þá eru Tony Finau, Kevin Na, Viktor Hovland, Cameron Smith og Harris English næstir á níu undir pari. Rory McIlroy lék á fjórum höggum undir pari í gær og fór upp um sjö sæti. Hann er á átta undir pari í heildina, jafn þeim Jordan Spieth og Louis Oosthuizen í 10.-12. sæti. Much love to @RickRoss for coming out to the @playofffinale! Appreciate what you're doing for the game of golf by encouraging minorities and the younger generation to play #inspiresomeone pic.twitter.com/5THYeMpyLX— Tony Finau Golf (@tonyfinaugolf) September 3, 2021 Þriðji hringur mótsins fer fram í dag. Hann verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf klukkan 17:00. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Leik lokið: Vestri - Valur 0-2 | Valsarar halda áfram góðu gengi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Sjáðu Reed ná afar fágætum albatross með mögnuðu höggi Tannlæknir keppir á opna bandaríska Andrea flýgur upp listann en aftur var einu höggi ofaukið Gunnlaugur í sigurliði á sterkasta áhugamannamóti heims Gunnlaugur átti frábæran dag á Arnold Palmer Cup Gunnlaugur paraður með sænskri stelpu í Arnold Palmer bikarnum Ástandið á Urriðavelli ekki gott og Íslandsmótið fært á Hlíðavöll Var í góðum séns en missti af sæti á Opna bandaríska Heiðrún og Jóhannes unnu Hvaleyrarbikarinn í fyrsta sinn „Lengi dreymt um að keppa við þá“ Sjóðheitur Scheffler tryggði titil sem aðeins Tiger hafði tekist að verja Sjá meira