Rifist um argentínsku landsliðsmennina | Gætu misst af tveimur leikjum í deildinni Valur Páll Eiríksson skrifar 3. september 2021 22:02 Romero og Lo Celso gætu misst af þremur leikjum Tottenham. Tottenham Hotspur FC/Tottenham Hotspur FC via Getty Images Tottenham Hotspur og Aston Villa eiga í deilum við argentínska knattspyrnusambandið vegna leikmanna liðanna sem eru í landsliðshópi Argentínu. Leikmennirnir eiga á hættu að missa af næstu tveimur deildarleikjum með liðum sínum. Enska úrvalsdeildin, í samráði við félög í deildinni, tók þá ákvörðun fyrir yfirstandandi landsleikjaglugga að hleypa engum leikmönnum á svokölluð hættusvæði vegna kórónuveirufaraldursins. Þannig eru engir leikmenn úr deildinni í brasilíska landsliðshópnum en smitfjöldi er enn mikill í Suður-Ameríku. Argentínumönnunum Emiliano Buendía og Emiliano Martínez, úr Aston Villa, og Cristian Romero og Giovani Lo Celso, úr Tottenham, var þó hleypt af félögum sínum í landsliðshópinn, en aðeins ef þeir leikmenn myndu snúa til baka eftir stórleik Argentínu við Brasilíu á sunnudagskvöld. Kannast ekki við slíkt samkomulag Lionel Scaloni stýrði Argentínumönnum til Suður-Ameríkutitils í sumar.Gustavo Pagano/Getty Images Lionel Scaloni, þjálfari argentínska liðsins, segist þó ekkert kannast við slíkt samkomulag og segir leikmennina verða með gegn Bólivíu næsta fimmtudag. „Við gáfum út leikmannalista fyrir þessa þrjá leiki og það er enginn vafi um það,“ sagði Scaloni eftir 3-1 sigur Argentínu á Venesúela á fimmtudaginn var. „Leikmennirnir munu spila alla þrjá leikina. Félögin neituðu okkur aldrei um það. Við ræddum við félögin og komust að þeirri niðurstöðu og þeir yrðu að koma.“ Mikið undir hjá félögunum Martínez er lykilmaður hjá Aston Villa, enda aðalmarkvörður félagsins. Liðsfélagi hans Buendía varð í sumar dýrasti leikmaður í sögu félagsins. Það munar því um minna.Catherine Ivill/Getty Images Leikmennirnir fjórir munu þurfa að fara í tíu daga einangrun eftir komuna til Bretlands áður en þeir geta hafið æfingar með liðsfélögum sínum á ný. Ljóst er að Romero og Lo Celso munu missa af leik Tottenham við Crystal Palace þarnæstu helgi og að Buendía og Martínez spili ekki gegn Chelsea sömu helgi. Fari hins vegar svo að leikmennirnir komi ekki til Bretlands fyrr en eftir leikinn við Bólivíu á fimmtudag fjölgar leikjunum sem þeir missa af. Lo Celso og Romero myndu þá missa af leik við Rennes í Evrópudeildinni og leik Tottenham við Chelsea helgina eftir. Villa-leikmennirnir myndu missa af leik við Everton auk þess við Chelsea helgina áður. Samkvæmt Sky Sports halda félögin sig við það að leikmennirnir snúi aftur eftir leikinn við Brasilíu og að þeir komi til Englands strax eftir helgi. Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Argentína Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Sjá meira
Enska úrvalsdeildin, í samráði við félög í deildinni, tók þá ákvörðun fyrir yfirstandandi landsleikjaglugga að hleypa engum leikmönnum á svokölluð hættusvæði vegna kórónuveirufaraldursins. Þannig eru engir leikmenn úr deildinni í brasilíska landsliðshópnum en smitfjöldi er enn mikill í Suður-Ameríku. Argentínumönnunum Emiliano Buendía og Emiliano Martínez, úr Aston Villa, og Cristian Romero og Giovani Lo Celso, úr Tottenham, var þó hleypt af félögum sínum í landsliðshópinn, en aðeins ef þeir leikmenn myndu snúa til baka eftir stórleik Argentínu við Brasilíu á sunnudagskvöld. Kannast ekki við slíkt samkomulag Lionel Scaloni stýrði Argentínumönnum til Suður-Ameríkutitils í sumar.Gustavo Pagano/Getty Images Lionel Scaloni, þjálfari argentínska liðsins, segist þó ekkert kannast við slíkt samkomulag og segir leikmennina verða með gegn Bólivíu næsta fimmtudag. „Við gáfum út leikmannalista fyrir þessa þrjá leiki og það er enginn vafi um það,“ sagði Scaloni eftir 3-1 sigur Argentínu á Venesúela á fimmtudaginn var. „Leikmennirnir munu spila alla þrjá leikina. Félögin neituðu okkur aldrei um það. Við ræddum við félögin og komust að þeirri niðurstöðu og þeir yrðu að koma.“ Mikið undir hjá félögunum Martínez er lykilmaður hjá Aston Villa, enda aðalmarkvörður félagsins. Liðsfélagi hans Buendía varð í sumar dýrasti leikmaður í sögu félagsins. Það munar því um minna.Catherine Ivill/Getty Images Leikmennirnir fjórir munu þurfa að fara í tíu daga einangrun eftir komuna til Bretlands áður en þeir geta hafið æfingar með liðsfélögum sínum á ný. Ljóst er að Romero og Lo Celso munu missa af leik Tottenham við Crystal Palace þarnæstu helgi og að Buendía og Martínez spili ekki gegn Chelsea sömu helgi. Fari hins vegar svo að leikmennirnir komi ekki til Bretlands fyrr en eftir leikinn við Bólivíu á fimmtudag fjölgar leikjunum sem þeir missa af. Lo Celso og Romero myndu þá missa af leik við Rennes í Evrópudeildinni og leik Tottenham við Chelsea helgina eftir. Villa-leikmennirnir myndu missa af leik við Everton auk þess við Chelsea helgina áður. Samkvæmt Sky Sports halda félögin sig við það að leikmennirnir snúi aftur eftir leikinn við Brasilíu og að þeir komi til Englands strax eftir helgi.
Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Argentína Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Sjá meira