Styrkja baráttuna gegn kynferðisofbeldi og vilja að Kolbeinn sýni iðrun Sindri Sverrisson skrifar 1. september 2021 11:30 Kolbeinn Sigþórsson skallar boltann frá marki í leik með IFK Gautaborg. Getty/Michael Campanella „Við gerum okkur grein fyrir því að margir telja leikmanninn ekki lengur verðskulda að spila fyrir IFK Gautaborg,“ segir í yfirlýsingu stuðningsmannaklúbbs IFK Gautaborgar vegna máls Kolbeins Sigþórssonar. Stuðningsmennirnir hafa ákveðið að styrkja samtök sem berjast gegn kynferðisofbeldi. Kolbeinn missti á sunnudag sæti sitt í íslenska landsliðshópnum í fótbolta í kjölfar ásakana um að hafa beitt tvær konur ofbeldi haustið 2017. Hann er með samning við sænska félagið IFK Gautaborg sem gildir til áramóta, og samkvæmt íþróttastjóra félagsins stendur ekki til að rifta þeim samningi. Englarnir, stuðningsmannaklúbbur IFK Gautaborgar, segjast halda í þá trú að fólk geti breyst og að ekki beri að útskúfa því fyrir brot geti það sýnt iðrun og axlað ábyrgð á sínum gjörðum. „Glæpurinn er á ábyrgð gerandans. Það er á ábyrgð réttarkerfisins að mál séu sótt og refsingar ákveðnar. En við deilum öll ábyrgð á því hvað gerist þegar við fáum vitneskju um brotið,“ segir í yfirlýsingunni. Englarnir segjast treysta knattspyrnufélaginu sínu til að taka vel ígrundaðar ákvarðanir í málinu í samræmi við gildi félagsins. Þeir vilja að Kolbeinn sýni iðrun í verki: „Við verðum að trúa því að manneskjur geti breyst. Að einhver sem hefur gert mistök geti snúið aftur í félagsskap. Að því gefnu að sá hinn sami axli með sýnilegum hætti ábyrgð á sínum gjörðum, sýni iðrun og vilja til að gera betur.“ Samkvæmt yfirlýsingunni fara öll félagsgjöld Englanna í septembermánuði til samtaka sem berjast gegn kynferðisofbeldi. View this post on Instagram A post shared by Supporterklubben A nglarna (@anglarna1973) Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Sænski boltinn Tengdar fréttir Tólfan stendur með þolendum: Ætlar að sitja og þegja fram að 12. mínútu Tólfan, stuðningssveit íslensku fótboltalandsliðanna, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem allt ofbeldi er fordæmt. Tólfan lýsir yfir stuðningi við þolendur og mun sýna hann á táknrænan hátt á næstu þremur leikjum karlalandsliðsins. 1. september 2021 09:45 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fleiri fréttir Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Í beinni: Valur - ÍA | Valsmenn í vandræðum Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnumenn þurfa viðspyrnu Í beinni: KR - ÍBV | Bjóða KR-ingar til enn einnar markaveislunnar? Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Sjá meira
Kolbeinn missti á sunnudag sæti sitt í íslenska landsliðshópnum í fótbolta í kjölfar ásakana um að hafa beitt tvær konur ofbeldi haustið 2017. Hann er með samning við sænska félagið IFK Gautaborg sem gildir til áramóta, og samkvæmt íþróttastjóra félagsins stendur ekki til að rifta þeim samningi. Englarnir, stuðningsmannaklúbbur IFK Gautaborgar, segjast halda í þá trú að fólk geti breyst og að ekki beri að útskúfa því fyrir brot geti það sýnt iðrun og axlað ábyrgð á sínum gjörðum. „Glæpurinn er á ábyrgð gerandans. Það er á ábyrgð réttarkerfisins að mál séu sótt og refsingar ákveðnar. En við deilum öll ábyrgð á því hvað gerist þegar við fáum vitneskju um brotið,“ segir í yfirlýsingunni. Englarnir segjast treysta knattspyrnufélaginu sínu til að taka vel ígrundaðar ákvarðanir í málinu í samræmi við gildi félagsins. Þeir vilja að Kolbeinn sýni iðrun í verki: „Við verðum að trúa því að manneskjur geti breyst. Að einhver sem hefur gert mistök geti snúið aftur í félagsskap. Að því gefnu að sá hinn sami axli með sýnilegum hætti ábyrgð á sínum gjörðum, sýni iðrun og vilja til að gera betur.“ Samkvæmt yfirlýsingunni fara öll félagsgjöld Englanna í septembermánuði til samtaka sem berjast gegn kynferðisofbeldi. View this post on Instagram A post shared by Supporterklubben A nglarna (@anglarna1973)
Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Sænski boltinn Tengdar fréttir Tólfan stendur með þolendum: Ætlar að sitja og þegja fram að 12. mínútu Tólfan, stuðningssveit íslensku fótboltalandsliðanna, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem allt ofbeldi er fordæmt. Tólfan lýsir yfir stuðningi við þolendur og mun sýna hann á táknrænan hátt á næstu þremur leikjum karlalandsliðsins. 1. september 2021 09:45 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fleiri fréttir Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Í beinni: Valur - ÍA | Valsmenn í vandræðum Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnumenn þurfa viðspyrnu Í beinni: KR - ÍBV | Bjóða KR-ingar til enn einnar markaveislunnar? Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Sjá meira
Tólfan stendur með þolendum: Ætlar að sitja og þegja fram að 12. mínútu Tólfan, stuðningssveit íslensku fótboltalandsliðanna, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem allt ofbeldi er fordæmt. Tólfan lýsir yfir stuðningi við þolendur og mun sýna hann á táknrænan hátt á næstu þremur leikjum karlalandsliðsins. 1. september 2021 09:45