Arnar segir núverandi hóp með hreinan skjöld Sindri Sverrisson skrifar 31. ágúst 2021 16:01 Arnar Þór Viðarsson á æfingu landsliðsins í Laugardalnum í dag fyrir leikina við Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskaland. vísir/vilhelm „Ekkert lið í sögu knattspyrnunnar hefur verið sett undir svona pressu,“ segir Arnar Þór Viðarsson um íslenska karlalandsliðið sem hann stýrir gegn Rúmeníu á Laugardalsvelli á fimmtudag. Leikirnir þrír sem fram undan eru í undankeppni HM fara fram í skugga ásakana um ofbeldisverk leikmanna sem spilað hafa fyrir landsliðið, og gagnrýni á viðbrögð KSÍ við þeim sem leitt hafa til afsagnar stjórnar sambandsins. Fráfarandi stjórn KSÍ tók Kolbein Sigþórsson út úr landsliðshópnum, eftir að Þórhildur Gyða Arnarsdóttir steig fram og sagði frá því að landsliðsmaður hefði beitt sig kynferðislegu og líkamlegu ofbeldi. Arnar var spurður að því á blaðamannafundi í dag hvort að í landsliðshópnum núna væru allir með hreinan skjöld og svaraði því játandi. „Pressan á liðinu er gígantísk. En allir leikmennirnir sem eru hjá mér í dag eru með hreinan skjöld. Ég get ekki spáð fyrir framtíðinni en pressan er gígantísk og ég held að það geri sér ekki margir grein fyrir því hversu stór og mikil þessi pressa er,“ sagði Arnar. Klippa: Arnar um pressuna á landsliðið En hræðist hann það að það komi fram sögur um leikmenn sem eru í hópnum núna? „Það væri rosalega ósanngjarnt af mér gagnvart þeim, og það er líka dálítið ósanngjarnt að spyrja um þetta, því þannig er verið að gefa í skyn að það sé eitthvað,“ sagði Arnar. Stendur auðvitað með þolendum Arnar var óviss þegar hann var spurður hvort að landsliðið myndi klæðast sérstökum treyjum eða með einhverjum öðrum hætti senda frá sér skilaboð fyrir leikinn á fimmtudaginn, til að sýna þolendum ofbeldis stuðning. Hann kvaðst halda að það gæti reynst erfitt einfaldlega vegna reglna Knattspyrnusambands Evrópu og samninga við íþróttavöruframleiðandann Puma. Aðspurður hvort hann gæti þó sagt hér og nú að hann stæði með þolendum svaraði landsliðsþjálfarinn skýrt: „Auðvitað. Er einhver í landinu sem stendur ekki með þolendum? Þetta er augljóst.“ HM 2022 í Katar Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Arnar: Ósanngjarnt gagnvart hópnum ef stemningin verður ekki góð „Ég væri lélegur þjálfari ef ég bæði leikmenn um að vera í fullum fókus á leikinn núna,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, þjálfari A-landsliðs karla, meðal annars á blaðamannafundi sínum í dag. 31. ágúst 2021 15:46 Leikmenn hræddir við að segja eitthvað rangt Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari segir leikmenn hrædda við að tjá sig varðandi þau mál sem snúið hafa að karlalandsliðinu í fótbolta og Knattspyrnusambandi Íslands undanfarna daga. 31. ágúst 2021 15:26 Svona var blaðamannafundur Arnars Þórs Vísir var með beina útsendingu og textalýsingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, sat fyrir svörum. 31. ágúst 2021 15:52 Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Fleiri fréttir „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Sjá meira
Leikirnir þrír sem fram undan eru í undankeppni HM fara fram í skugga ásakana um ofbeldisverk leikmanna sem spilað hafa fyrir landsliðið, og gagnrýni á viðbrögð KSÍ við þeim sem leitt hafa til afsagnar stjórnar sambandsins. Fráfarandi stjórn KSÍ tók Kolbein Sigþórsson út úr landsliðshópnum, eftir að Þórhildur Gyða Arnarsdóttir steig fram og sagði frá því að landsliðsmaður hefði beitt sig kynferðislegu og líkamlegu ofbeldi. Arnar var spurður að því á blaðamannafundi í dag hvort að í landsliðshópnum núna væru allir með hreinan skjöld og svaraði því játandi. „Pressan á liðinu er gígantísk. En allir leikmennirnir sem eru hjá mér í dag eru með hreinan skjöld. Ég get ekki spáð fyrir framtíðinni en pressan er gígantísk og ég held að það geri sér ekki margir grein fyrir því hversu stór og mikil þessi pressa er,“ sagði Arnar. Klippa: Arnar um pressuna á landsliðið En hræðist hann það að það komi fram sögur um leikmenn sem eru í hópnum núna? „Það væri rosalega ósanngjarnt af mér gagnvart þeim, og það er líka dálítið ósanngjarnt að spyrja um þetta, því þannig er verið að gefa í skyn að það sé eitthvað,“ sagði Arnar. Stendur auðvitað með þolendum Arnar var óviss þegar hann var spurður hvort að landsliðið myndi klæðast sérstökum treyjum eða með einhverjum öðrum hætti senda frá sér skilaboð fyrir leikinn á fimmtudaginn, til að sýna þolendum ofbeldis stuðning. Hann kvaðst halda að það gæti reynst erfitt einfaldlega vegna reglna Knattspyrnusambands Evrópu og samninga við íþróttavöruframleiðandann Puma. Aðspurður hvort hann gæti þó sagt hér og nú að hann stæði með þolendum svaraði landsliðsþjálfarinn skýrt: „Auðvitað. Er einhver í landinu sem stendur ekki með þolendum? Þetta er augljóst.“
HM 2022 í Katar Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Arnar: Ósanngjarnt gagnvart hópnum ef stemningin verður ekki góð „Ég væri lélegur þjálfari ef ég bæði leikmenn um að vera í fullum fókus á leikinn núna,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, þjálfari A-landsliðs karla, meðal annars á blaðamannafundi sínum í dag. 31. ágúst 2021 15:46 Leikmenn hræddir við að segja eitthvað rangt Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari segir leikmenn hrædda við að tjá sig varðandi þau mál sem snúið hafa að karlalandsliðinu í fótbolta og Knattspyrnusambandi Íslands undanfarna daga. 31. ágúst 2021 15:26 Svona var blaðamannafundur Arnars Þórs Vísir var með beina útsendingu og textalýsingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, sat fyrir svörum. 31. ágúst 2021 15:52 Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Fleiri fréttir „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Sjá meira
Arnar: Ósanngjarnt gagnvart hópnum ef stemningin verður ekki góð „Ég væri lélegur þjálfari ef ég bæði leikmenn um að vera í fullum fókus á leikinn núna,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, þjálfari A-landsliðs karla, meðal annars á blaðamannafundi sínum í dag. 31. ágúst 2021 15:46
Leikmenn hræddir við að segja eitthvað rangt Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari segir leikmenn hrædda við að tjá sig varðandi þau mál sem snúið hafa að karlalandsliðinu í fótbolta og Knattspyrnusambandi Íslands undanfarna daga. 31. ágúst 2021 15:26
Svona var blaðamannafundur Arnars Þórs Vísir var með beina útsendingu og textalýsingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, sat fyrir svörum. 31. ágúst 2021 15:52