Torres, Falcao, Konchesky og Djemba-Djemba meðal verstu kaupa í sögu úrvalsdeildarinnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. ágúst 2021 17:00 Fernando Torres náði sér aldrei á strik hjá Chelsea. Mynd/AP Það styttist í að félagaskiptaglugginn á Englandi, og víðar um Evrópu, loki. Eftir það þurfa knattspyrnulið álfunnar að sætta sig við þá leikmenn sem eru á launaskrá þeirra. Four Four Two tók saman tíu verstu félagaskipti á gluggadegi frá stofnun ensku úrvalsdeildarinnar. Þar eru nokkur kunnugleg nöfn sem gerðu það gott áður en ákveðið var að söðla um á lokadegi félagaskiptagluggans. 10. sæti: Eric Djemba-Djemba Maðurinn sem var svo góður að þeir nefndu hann tvisvar að sögn stuðningsfólks Manchester United. Djemba-Djemba var ekki alveg nægilega góður fyrir Man United en það var eitthvað kómískt við veru hans hjá félaginu og því var hann alltaf í miklum metum. Á gluggadeginum í janúar 2005 var hann seldur til Aston Villa. Félagaskipti sem mörkuðu upphaf endaloka David O‘Leary með liðið. 9. sæti: Benni McCarthy Einn af fjölmörgum framherjum sem West Ham United hefur sótt á undanförnum árum. Líkt og svo margir gat McCarthy ekkert í treyju Hamranna. Á endanum borgaði félagið leikmanninum svo hægt væri að rifta samningi hans. 8. sæti: Andre Santos Brasilískur bakvörður sem gekk í raðir Arsenal árið 2011. Átti að vera næsti Roberto Carlos eða Dani Alves. Hann komst aldrei nálægt því. Sturtaði ferlinum hjá Arsenal endanlega í klósettið þegar hann bað Robin van Persie, fyrrum leikmann Arsenal, um að skipta um treyju við sig í hálfleik er liðið tapaði gegn Manchester United. 7. sæti: Paul Konchesky Ein af mörgum ömurlegum kaupum Liverpool undir stjórn Roy Hodgson. Það átti að kaupa enskt og fara áfram á gömlu góðu hörkunni. Það virkaði engan veginn. Maðurinn sem valdi að krúnuraka sig er ekki einu kaup Liverpool frá þessum tíma sem rata á listann. Paul Konchesky í leik með Liverpool.Nordic Photos/Getty Images 6. sæti: Xisco Spánverjinn Xisco kom til Newcastle United frá Deportivo La Coruna árið 2008. Fann sig aldrei í kuldanum á Norður-Englandi. 5. sæti: Afonso Alves Brasilískur framherji sem raðaði inn mörkum fyrir Heerenveen í Hollandi. Var keyptur til Middlesrough en gat ekki hitt hafið þó hann stæði á ströndinni. Falcao fagnar einu af fáum mörkum sínum fyrir Manchester United.vísir/getty 4. sæti: Radamel Falcao Kom til Manchester United þegar Louis van Gaal var að þjálfa. Leit vel út á pappír en Falcao var að koma til baka eftir að hafa slitið krossband á náði aldrei að sýna sínar bestu hliðar. 3. sæti: Chris Samba Harry Redknapp sótti Samba í janúar 2013 til að bjarga QPR frá falli. Það gekk ekki. Samba var seldur til sama liðs og hann kom frá eftir aðeins tíu leiki. 2. sæti: Andy Carroll Þessi hárprúði framehrji átti að leysa Fernando Torres af hólmi á Anfield fyrir áratug síðan. Liverpool borgaði litlar 35 milljónir punda fyrir leikmann sem fann sig aldrei og hefur ekkert getað síðan. Andy Carroll, fagnar hér marki Daniel Agger ásamt félögum sínunm.Mynd/Nordic Photos/Getty 1. sæti: Fernando Torres Maðurinn sem Carroll átti að leysa af hólmi fór til Chelsea fyrir 51.5 milljónir punda. Þar gat hann bókstaflega ekki neitt. Ein verstu kaup í sögu deildarinnar og verstu kaup í sögu gluggadaga. Enski boltinn Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn Sterkasti maður Íslands 2025: Hafþór Júlíus ætlar að vinna í tólfta sinn Sport Samdi við kríuna um að koma sér á brott Golf Fleiri fréttir Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sjá meira
Þar eru nokkur kunnugleg nöfn sem gerðu það gott áður en ákveðið var að söðla um á lokadegi félagaskiptagluggans. 10. sæti: Eric Djemba-Djemba Maðurinn sem var svo góður að þeir nefndu hann tvisvar að sögn stuðningsfólks Manchester United. Djemba-Djemba var ekki alveg nægilega góður fyrir Man United en það var eitthvað kómískt við veru hans hjá félaginu og því var hann alltaf í miklum metum. Á gluggadeginum í janúar 2005 var hann seldur til Aston Villa. Félagaskipti sem mörkuðu upphaf endaloka David O‘Leary með liðið. 9. sæti: Benni McCarthy Einn af fjölmörgum framherjum sem West Ham United hefur sótt á undanförnum árum. Líkt og svo margir gat McCarthy ekkert í treyju Hamranna. Á endanum borgaði félagið leikmanninum svo hægt væri að rifta samningi hans. 8. sæti: Andre Santos Brasilískur bakvörður sem gekk í raðir Arsenal árið 2011. Átti að vera næsti Roberto Carlos eða Dani Alves. Hann komst aldrei nálægt því. Sturtaði ferlinum hjá Arsenal endanlega í klósettið þegar hann bað Robin van Persie, fyrrum leikmann Arsenal, um að skipta um treyju við sig í hálfleik er liðið tapaði gegn Manchester United. 7. sæti: Paul Konchesky Ein af mörgum ömurlegum kaupum Liverpool undir stjórn Roy Hodgson. Það átti að kaupa enskt og fara áfram á gömlu góðu hörkunni. Það virkaði engan veginn. Maðurinn sem valdi að krúnuraka sig er ekki einu kaup Liverpool frá þessum tíma sem rata á listann. Paul Konchesky í leik með Liverpool.Nordic Photos/Getty Images 6. sæti: Xisco Spánverjinn Xisco kom til Newcastle United frá Deportivo La Coruna árið 2008. Fann sig aldrei í kuldanum á Norður-Englandi. 5. sæti: Afonso Alves Brasilískur framherji sem raðaði inn mörkum fyrir Heerenveen í Hollandi. Var keyptur til Middlesrough en gat ekki hitt hafið þó hann stæði á ströndinni. Falcao fagnar einu af fáum mörkum sínum fyrir Manchester United.vísir/getty 4. sæti: Radamel Falcao Kom til Manchester United þegar Louis van Gaal var að þjálfa. Leit vel út á pappír en Falcao var að koma til baka eftir að hafa slitið krossband á náði aldrei að sýna sínar bestu hliðar. 3. sæti: Chris Samba Harry Redknapp sótti Samba í janúar 2013 til að bjarga QPR frá falli. Það gekk ekki. Samba var seldur til sama liðs og hann kom frá eftir aðeins tíu leiki. 2. sæti: Andy Carroll Þessi hárprúði framehrji átti að leysa Fernando Torres af hólmi á Anfield fyrir áratug síðan. Liverpool borgaði litlar 35 milljónir punda fyrir leikmann sem fann sig aldrei og hefur ekkert getað síðan. Andy Carroll, fagnar hér marki Daniel Agger ásamt félögum sínunm.Mynd/Nordic Photos/Getty 1. sæti: Fernando Torres Maðurinn sem Carroll átti að leysa af hólmi fór til Chelsea fyrir 51.5 milljónir punda. Þar gat hann bókstaflega ekki neitt. Ein verstu kaup í sögu deildarinnar og verstu kaup í sögu gluggadaga.
Enski boltinn Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn Sterkasti maður Íslands 2025: Hafþór Júlíus ætlar að vinna í tólfta sinn Sport Samdi við kríuna um að koma sér á brott Golf Fleiri fréttir Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti