Gautaborg fordæmir hegðun Kolbeins og er með málið til skoðunar Valur Páll Eiríksson skrifar 30. ágúst 2021 20:16 Kolbeinn Sigþórsson hefur verið leikmaður Gautaborgar síðan í janúar. fotbollskanalen.se IFK Gautaborg, lið Kolbeins Sigþórssonar, sendi frá sér tilkynningu í kvöld vegna kynferðisbrots hans árið 2017. Hegðun hans er fordæmd og málið er til skoðunar hjá félaginu. Þórhildur Gyða Arnarsdóttir greindi frá því á föstudag að leikmaður íslenska karlalandsliðsins hefði brotið á henni á skemmtistað í Reykjavík 2017. Hún kærði leikmanninn sem baðst afsökunar á málinu og greiddi bæði Þórhildi og annarri konu sem hann braut á miskabætur. Samkvæmt upplýsingum Vísis er leikmaðurinn sem um ræðir Kolbeinn Sigþórsson en hann átti að vera í landsliðshópi Íslands fyrir komandi leiki í undankeppni HM. Hann var hins vegar tekinn úr hópnum samkvæmt ákvörðun stjórnar KSÍ í gær. Kolbeinn er leikmaður Gautaborgar í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta en félagið sendi frá sér tilkynningu í dag. Kolbeinn er þar ekki nafngreindur en greint er frá því að leikmaður félagsins hafi framið kynferðisbrot árið 2017. Framkoma hans er gagnrýnd og málið sagt til skoðunar innan félagsins. „Það komu fram fréttir á mánudaginn þess efnis að einn af okkar leikmönnum hafi framið kynferðisbrot árið 2017. IFK Gautaborg fordæmir þessa hegðun. Í tengslum við það sem átti sér stað fyrir fjórum árum var leikmaðurinn tilkynntur til lögreglu. Lögreglurannsókn leiddi ekki til kæru en hann greiddi miskabætur.“ segir í tilkynningu Gautaborgar. „IFK Gautaborg tekur þessu mjög alvarlega þrátt fyrir að þessu máli sé lagalega lokið. Við erum í sambandi við leikmanninn um þetta og hvernig við meðhöndlum málið í framhaldinu. Við viljum ítreka að við fordæmum það sem hann gerði og alla samskonar hegðun.“ er haft eftir Håkan Mild, formanni félagsins, í tilkynningunni. Under måndagen publicerade medier nyheten att en av våra spelare begick sexuellt ofredande 2017. IFK Göteborg tar avstånd från hans agerande. Läs mer på vår hemsida.https://t.co/1973W3SCkb— IFK Göteborg (@IFKGoteborg) August 30, 2021 Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Sænski boltinn Tengdar fréttir Tveir leikmenn munu ekki spila gegn Rúmeníu Tveir leikmenn sem valdir voru í landsliðshópinn fyrir komandi landsleiki í undankeppni HM 2022 í fótbolta verða ekki með í næsta verkefni. Annar hefur verið tekinn úr hópnum en hinn mun hafa dregið sig sjálfur úr hópnum. 29. ágúst 2021 18:32 Stjórnin fundar áfram og íhugar hvort hún segi af sér Fundahöld standa enn yfir hjá stjórn KSÍ þar sem viðbrögð sambandsins við tilkynningum um ofbeldisbrot eru meðal annars til umræðu. Stjórnarmenn hafa varist frétta af stöðu mála í dag en háværar kröfur eru uppi um að stjórnin stígi til hliðar. 30. ágúst 2021 19:23 Stjórn KSÍ tók Kolbein út úr hópnum vegna miskabótamálsins Brotthvarf Kolbeins Sigþórssonar úr íslenska landsliðshópnum í fótbolta var samkvæmt ákvörðun stjórnar KSÍ. Kolbeinn er leikmaðurinn sem greiddi Þórhildi Gyðu Arnarsdóttur miskabætur eftir að hafa brotið á henni haustið 2017, samkvæmt heimildum Vísis. Rúnar Már Sigurjónsson dró sig sjálfur úr hópnum og eru tvær ástæður gefnar fyrir því í yfirlýsingu KSÍ. 30. ágúst 2021 10:52 Stjórn KSÍ lofar bót og betrun en situr áfram Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu í framhaldi af því að Guðni Bergsson, formaður KSÍ, ákvað að stíga til hliðar. 29. ágúst 2021 18:06 Guðni Bergsson segir af sér Guðni Bergsson hefur sagt starfi sínu sem formaður KSÍ lausu. Hann var kosinn formaður fyrst árið 2017. 29. ágúst 2021 16:52 Viðar Örn og Gísli Eyjólfs kallaðir inn í landsliðið Gísli Eyjólfsson, Breiðabliki og Viðar Örn Kjartansson, Valerenga, hafa verið kallaðir inn í landsliðshóps Íslands í stað Kolbeins Sigþórssonar og Rúnars Más Sigurjónssonar. 30. ágúst 2021 00:18 Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Sjá meira
Þórhildur Gyða Arnarsdóttir greindi frá því á föstudag að leikmaður íslenska karlalandsliðsins hefði brotið á henni á skemmtistað í Reykjavík 2017. Hún kærði leikmanninn sem baðst afsökunar á málinu og greiddi bæði Þórhildi og annarri konu sem hann braut á miskabætur. Samkvæmt upplýsingum Vísis er leikmaðurinn sem um ræðir Kolbeinn Sigþórsson en hann átti að vera í landsliðshópi Íslands fyrir komandi leiki í undankeppni HM. Hann var hins vegar tekinn úr hópnum samkvæmt ákvörðun stjórnar KSÍ í gær. Kolbeinn er leikmaður Gautaborgar í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta en félagið sendi frá sér tilkynningu í dag. Kolbeinn er þar ekki nafngreindur en greint er frá því að leikmaður félagsins hafi framið kynferðisbrot árið 2017. Framkoma hans er gagnrýnd og málið sagt til skoðunar innan félagsins. „Það komu fram fréttir á mánudaginn þess efnis að einn af okkar leikmönnum hafi framið kynferðisbrot árið 2017. IFK Gautaborg fordæmir þessa hegðun. Í tengslum við það sem átti sér stað fyrir fjórum árum var leikmaðurinn tilkynntur til lögreglu. Lögreglurannsókn leiddi ekki til kæru en hann greiddi miskabætur.“ segir í tilkynningu Gautaborgar. „IFK Gautaborg tekur þessu mjög alvarlega þrátt fyrir að þessu máli sé lagalega lokið. Við erum í sambandi við leikmanninn um þetta og hvernig við meðhöndlum málið í framhaldinu. Við viljum ítreka að við fordæmum það sem hann gerði og alla samskonar hegðun.“ er haft eftir Håkan Mild, formanni félagsins, í tilkynningunni. Under måndagen publicerade medier nyheten att en av våra spelare begick sexuellt ofredande 2017. IFK Göteborg tar avstånd från hans agerande. Läs mer på vår hemsida.https://t.co/1973W3SCkb— IFK Göteborg (@IFKGoteborg) August 30, 2021
Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Sænski boltinn Tengdar fréttir Tveir leikmenn munu ekki spila gegn Rúmeníu Tveir leikmenn sem valdir voru í landsliðshópinn fyrir komandi landsleiki í undankeppni HM 2022 í fótbolta verða ekki með í næsta verkefni. Annar hefur verið tekinn úr hópnum en hinn mun hafa dregið sig sjálfur úr hópnum. 29. ágúst 2021 18:32 Stjórnin fundar áfram og íhugar hvort hún segi af sér Fundahöld standa enn yfir hjá stjórn KSÍ þar sem viðbrögð sambandsins við tilkynningum um ofbeldisbrot eru meðal annars til umræðu. Stjórnarmenn hafa varist frétta af stöðu mála í dag en háværar kröfur eru uppi um að stjórnin stígi til hliðar. 30. ágúst 2021 19:23 Stjórn KSÍ tók Kolbein út úr hópnum vegna miskabótamálsins Brotthvarf Kolbeins Sigþórssonar úr íslenska landsliðshópnum í fótbolta var samkvæmt ákvörðun stjórnar KSÍ. Kolbeinn er leikmaðurinn sem greiddi Þórhildi Gyðu Arnarsdóttur miskabætur eftir að hafa brotið á henni haustið 2017, samkvæmt heimildum Vísis. Rúnar Már Sigurjónsson dró sig sjálfur úr hópnum og eru tvær ástæður gefnar fyrir því í yfirlýsingu KSÍ. 30. ágúst 2021 10:52 Stjórn KSÍ lofar bót og betrun en situr áfram Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu í framhaldi af því að Guðni Bergsson, formaður KSÍ, ákvað að stíga til hliðar. 29. ágúst 2021 18:06 Guðni Bergsson segir af sér Guðni Bergsson hefur sagt starfi sínu sem formaður KSÍ lausu. Hann var kosinn formaður fyrst árið 2017. 29. ágúst 2021 16:52 Viðar Örn og Gísli Eyjólfs kallaðir inn í landsliðið Gísli Eyjólfsson, Breiðabliki og Viðar Örn Kjartansson, Valerenga, hafa verið kallaðir inn í landsliðshóps Íslands í stað Kolbeins Sigþórssonar og Rúnars Más Sigurjónssonar. 30. ágúst 2021 00:18 Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Sjá meira
Tveir leikmenn munu ekki spila gegn Rúmeníu Tveir leikmenn sem valdir voru í landsliðshópinn fyrir komandi landsleiki í undankeppni HM 2022 í fótbolta verða ekki með í næsta verkefni. Annar hefur verið tekinn úr hópnum en hinn mun hafa dregið sig sjálfur úr hópnum. 29. ágúst 2021 18:32
Stjórnin fundar áfram og íhugar hvort hún segi af sér Fundahöld standa enn yfir hjá stjórn KSÍ þar sem viðbrögð sambandsins við tilkynningum um ofbeldisbrot eru meðal annars til umræðu. Stjórnarmenn hafa varist frétta af stöðu mála í dag en háværar kröfur eru uppi um að stjórnin stígi til hliðar. 30. ágúst 2021 19:23
Stjórn KSÍ tók Kolbein út úr hópnum vegna miskabótamálsins Brotthvarf Kolbeins Sigþórssonar úr íslenska landsliðshópnum í fótbolta var samkvæmt ákvörðun stjórnar KSÍ. Kolbeinn er leikmaðurinn sem greiddi Þórhildi Gyðu Arnarsdóttur miskabætur eftir að hafa brotið á henni haustið 2017, samkvæmt heimildum Vísis. Rúnar Már Sigurjónsson dró sig sjálfur úr hópnum og eru tvær ástæður gefnar fyrir því í yfirlýsingu KSÍ. 30. ágúst 2021 10:52
Stjórn KSÍ lofar bót og betrun en situr áfram Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu í framhaldi af því að Guðni Bergsson, formaður KSÍ, ákvað að stíga til hliðar. 29. ágúst 2021 18:06
Guðni Bergsson segir af sér Guðni Bergsson hefur sagt starfi sínu sem formaður KSÍ lausu. Hann var kosinn formaður fyrst árið 2017. 29. ágúst 2021 16:52
Viðar Örn og Gísli Eyjólfs kallaðir inn í landsliðið Gísli Eyjólfsson, Breiðabliki og Viðar Örn Kjartansson, Valerenga, hafa verið kallaðir inn í landsliðshóps Íslands í stað Kolbeins Sigþórssonar og Rúnars Más Sigurjónssonar. 30. ágúst 2021 00:18