Gefur öllum aukna von Valur Páll Eiríksson skrifar 27. ágúst 2021 17:15 Ronaldo og Neville léku saman hjá United á sínum tíma. Matthew Peters/Manchester United via Getty Images Gary Neville, fótboltasérfræðingur hjá Sky Sports, og fyrrum leikmaður Manchester United, kveðst himinlifandi með skipti portúgölsku stjörnunnar Cristiano Ronaldo til félagsins. Ronaldo spilaði áður en með Neville hjá félaginu en snýr nú aftur eftir 13 ára fjarveru. Ronaldo fór frá Manchester United til Real Madrid sumarið 2008 eftir fimm tímabil með Rauðu djöflunum. Hann hefur síðan unnið allt sem hægt er að vinna með Real Madrid og síðar Juventus. Alls benti til að hann væri á leið í bláa hluta Manchester-borgar, til Manchester City, en United gekk frá kaupum á honum í dag. Aðspurður um við hverju mætti búast frá Ronaldo segir Neville: „Hann mun spila reglulega og spila sem nía, sem framherji, ég er viss um að það verði duglegir menn í kringum hann. Hann mun skora mörk og Cristiano Ronaldo mun mæta til að vinna titla, vinna einstaklingsverðlaun og kveikja í ensku úrvalsdeildinni.“ „Þetta er annar Cristiano Ronaldo [frábrugðinn þeim sem spilaði fyrir United frá 2003 til 2008] allir sætta sit við það, hann spilar sem nía og tekur þessa stuttu spretti sem munu valda alls kyns usla. Hann er góður að hreyfa sig við teiginn og er góður í að meta hvar boltinn mun falla. Svo er spurt er hvað hann mun gefa Manchester United, hann mun gefa þeim eitthvað sem þá skortir sem stendur,“ "This news gives me more hope that United can have a great season." @GNev2 answers whether Cristiano Ronaldo makes Manchester United one of the title favourites in the Premier League. pic.twitter.com/MF5bHQ9frv— Football Daily (@footballdaily) August 27, 2021 Neville segir þá að þetta geti verið það sem United hafi skort til að taka næsta skref. Liðið hefur hafnað í Meistaradeildarsæti undanfarin tvö ár og komist í undanúrslit beggja bikarkeppna á Englandi og tapað í úrslitum í Evrópudeildinni. Ronaldo geti hjálpað við lokaskrefið í átt að því að vinna titla. „Ég sagði á dögunum að Manchester United ætti að kaupa Harry Kane, til að keppa og komast upp fyrir Manchester City og Liverpool, þyrfti að gera eitthvað stórt og þetta gæti gefið þeim það spark í rassinn sem þarf til að liðið komist í toppbaráttuna á þessu ári,“ „Þessar fréttir gefa mér sterkari von um að Manchester United muni eiga góða leiktíð og færir hverjum stuðningsmanni Manchester United aukna von, vegna þess að þetta er einn af bestu leikmönnum sem nokkurn tíma hefur verið,“ Manchester United er með fjögur stig eftir tvo leiki í ensku úrvalsdeildinni. Liðið vann 5-1 sigur á Leeds United í fyrstu umferð en gerði svekkjandi 1-1 jafntefli við Southampton um síðustu helgi. Liðið sækir Úlfanna frá Wolverhampton heim á sunnudag. Enski boltinn Mest lesið Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Fótbolti Fleiri fréttir Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Sjá meira
Ronaldo fór frá Manchester United til Real Madrid sumarið 2008 eftir fimm tímabil með Rauðu djöflunum. Hann hefur síðan unnið allt sem hægt er að vinna með Real Madrid og síðar Juventus. Alls benti til að hann væri á leið í bláa hluta Manchester-borgar, til Manchester City, en United gekk frá kaupum á honum í dag. Aðspurður um við hverju mætti búast frá Ronaldo segir Neville: „Hann mun spila reglulega og spila sem nía, sem framherji, ég er viss um að það verði duglegir menn í kringum hann. Hann mun skora mörk og Cristiano Ronaldo mun mæta til að vinna titla, vinna einstaklingsverðlaun og kveikja í ensku úrvalsdeildinni.“ „Þetta er annar Cristiano Ronaldo [frábrugðinn þeim sem spilaði fyrir United frá 2003 til 2008] allir sætta sit við það, hann spilar sem nía og tekur þessa stuttu spretti sem munu valda alls kyns usla. Hann er góður að hreyfa sig við teiginn og er góður í að meta hvar boltinn mun falla. Svo er spurt er hvað hann mun gefa Manchester United, hann mun gefa þeim eitthvað sem þá skortir sem stendur,“ "This news gives me more hope that United can have a great season." @GNev2 answers whether Cristiano Ronaldo makes Manchester United one of the title favourites in the Premier League. pic.twitter.com/MF5bHQ9frv— Football Daily (@footballdaily) August 27, 2021 Neville segir þá að þetta geti verið það sem United hafi skort til að taka næsta skref. Liðið hefur hafnað í Meistaradeildarsæti undanfarin tvö ár og komist í undanúrslit beggja bikarkeppna á Englandi og tapað í úrslitum í Evrópudeildinni. Ronaldo geti hjálpað við lokaskrefið í átt að því að vinna titla. „Ég sagði á dögunum að Manchester United ætti að kaupa Harry Kane, til að keppa og komast upp fyrir Manchester City og Liverpool, þyrfti að gera eitthvað stórt og þetta gæti gefið þeim það spark í rassinn sem þarf til að liðið komist í toppbaráttuna á þessu ári,“ „Þessar fréttir gefa mér sterkari von um að Manchester United muni eiga góða leiktíð og færir hverjum stuðningsmanni Manchester United aukna von, vegna þess að þetta er einn af bestu leikmönnum sem nokkurn tíma hefur verið,“ Manchester United er með fjögur stig eftir tvo leiki í ensku úrvalsdeildinni. Liðið vann 5-1 sigur á Leeds United í fyrstu umferð en gerði svekkjandi 1-1 jafntefli við Southampton um síðustu helgi. Liðið sækir Úlfanna frá Wolverhampton heim á sunnudag.
Enski boltinn Mest lesið Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Fótbolti Fleiri fréttir Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Sjá meira