Gefur öllum aukna von Valur Páll Eiríksson skrifar 27. ágúst 2021 17:15 Ronaldo og Neville léku saman hjá United á sínum tíma. Matthew Peters/Manchester United via Getty Images Gary Neville, fótboltasérfræðingur hjá Sky Sports, og fyrrum leikmaður Manchester United, kveðst himinlifandi með skipti portúgölsku stjörnunnar Cristiano Ronaldo til félagsins. Ronaldo spilaði áður en með Neville hjá félaginu en snýr nú aftur eftir 13 ára fjarveru. Ronaldo fór frá Manchester United til Real Madrid sumarið 2008 eftir fimm tímabil með Rauðu djöflunum. Hann hefur síðan unnið allt sem hægt er að vinna með Real Madrid og síðar Juventus. Alls benti til að hann væri á leið í bláa hluta Manchester-borgar, til Manchester City, en United gekk frá kaupum á honum í dag. Aðspurður um við hverju mætti búast frá Ronaldo segir Neville: „Hann mun spila reglulega og spila sem nía, sem framherji, ég er viss um að það verði duglegir menn í kringum hann. Hann mun skora mörk og Cristiano Ronaldo mun mæta til að vinna titla, vinna einstaklingsverðlaun og kveikja í ensku úrvalsdeildinni.“ „Þetta er annar Cristiano Ronaldo [frábrugðinn þeim sem spilaði fyrir United frá 2003 til 2008] allir sætta sit við það, hann spilar sem nía og tekur þessa stuttu spretti sem munu valda alls kyns usla. Hann er góður að hreyfa sig við teiginn og er góður í að meta hvar boltinn mun falla. Svo er spurt er hvað hann mun gefa Manchester United, hann mun gefa þeim eitthvað sem þá skortir sem stendur,“ "This news gives me more hope that United can have a great season." @GNev2 answers whether Cristiano Ronaldo makes Manchester United one of the title favourites in the Premier League. pic.twitter.com/MF5bHQ9frv— Football Daily (@footballdaily) August 27, 2021 Neville segir þá að þetta geti verið það sem United hafi skort til að taka næsta skref. Liðið hefur hafnað í Meistaradeildarsæti undanfarin tvö ár og komist í undanúrslit beggja bikarkeppna á Englandi og tapað í úrslitum í Evrópudeildinni. Ronaldo geti hjálpað við lokaskrefið í átt að því að vinna titla. „Ég sagði á dögunum að Manchester United ætti að kaupa Harry Kane, til að keppa og komast upp fyrir Manchester City og Liverpool, þyrfti að gera eitthvað stórt og þetta gæti gefið þeim það spark í rassinn sem þarf til að liðið komist í toppbaráttuna á þessu ári,“ „Þessar fréttir gefa mér sterkari von um að Manchester United muni eiga góða leiktíð og færir hverjum stuðningsmanni Manchester United aukna von, vegna þess að þetta er einn af bestu leikmönnum sem nokkurn tíma hefur verið,“ Manchester United er með fjögur stig eftir tvo leiki í ensku úrvalsdeildinni. Liðið vann 5-1 sigur á Leeds United í fyrstu umferð en gerði svekkjandi 1-1 jafntefli við Southampton um síðustu helgi. Liðið sækir Úlfanna frá Wolverhampton heim á sunnudag. Enski boltinn Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Körfubolti Fleiri fréttir Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sjá meira
Ronaldo fór frá Manchester United til Real Madrid sumarið 2008 eftir fimm tímabil með Rauðu djöflunum. Hann hefur síðan unnið allt sem hægt er að vinna með Real Madrid og síðar Juventus. Alls benti til að hann væri á leið í bláa hluta Manchester-borgar, til Manchester City, en United gekk frá kaupum á honum í dag. Aðspurður um við hverju mætti búast frá Ronaldo segir Neville: „Hann mun spila reglulega og spila sem nía, sem framherji, ég er viss um að það verði duglegir menn í kringum hann. Hann mun skora mörk og Cristiano Ronaldo mun mæta til að vinna titla, vinna einstaklingsverðlaun og kveikja í ensku úrvalsdeildinni.“ „Þetta er annar Cristiano Ronaldo [frábrugðinn þeim sem spilaði fyrir United frá 2003 til 2008] allir sætta sit við það, hann spilar sem nía og tekur þessa stuttu spretti sem munu valda alls kyns usla. Hann er góður að hreyfa sig við teiginn og er góður í að meta hvar boltinn mun falla. Svo er spurt er hvað hann mun gefa Manchester United, hann mun gefa þeim eitthvað sem þá skortir sem stendur,“ "This news gives me more hope that United can have a great season." @GNev2 answers whether Cristiano Ronaldo makes Manchester United one of the title favourites in the Premier League. pic.twitter.com/MF5bHQ9frv— Football Daily (@footballdaily) August 27, 2021 Neville segir þá að þetta geti verið það sem United hafi skort til að taka næsta skref. Liðið hefur hafnað í Meistaradeildarsæti undanfarin tvö ár og komist í undanúrslit beggja bikarkeppna á Englandi og tapað í úrslitum í Evrópudeildinni. Ronaldo geti hjálpað við lokaskrefið í átt að því að vinna titla. „Ég sagði á dögunum að Manchester United ætti að kaupa Harry Kane, til að keppa og komast upp fyrir Manchester City og Liverpool, þyrfti að gera eitthvað stórt og þetta gæti gefið þeim það spark í rassinn sem þarf til að liðið komist í toppbaráttuna á þessu ári,“ „Þessar fréttir gefa mér sterkari von um að Manchester United muni eiga góða leiktíð og færir hverjum stuðningsmanni Manchester United aukna von, vegna þess að þetta er einn af bestu leikmönnum sem nokkurn tíma hefur verið,“ Manchester United er með fjögur stig eftir tvo leiki í ensku úrvalsdeildinni. Liðið vann 5-1 sigur á Leeds United í fyrstu umferð en gerði svekkjandi 1-1 jafntefli við Southampton um síðustu helgi. Liðið sækir Úlfanna frá Wolverhampton heim á sunnudag.
Enski boltinn Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Körfubolti Fleiri fréttir Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sjá meira