Hver eru hryðjuverkasamtökin ISIS-K? Elma Rut Valtýsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 26. ágúst 2021 22:44 Samtökin ISIS-K voru sett á laggirnar árið 2015 þegar völd ISIS voru sem mest í Írak og Sýrlandi. Samtökin samanstanda af afgönskum og pakitönskum öfgamönnum sem margir hverjir yfirgáfu Talibana, þar sem þeir töldu þá ekki nógu róttæka. Getty/Universal History Archive Hryðjuverkasamtökin ISIS-K lýstu í kvöld yfir ábyrgð á sprengjuárásunum á alþjóðaflugvellinum í Kabúl fyrr í dag, sem bönuðu hátt í hundrað manns. ISIS-K er svæðisbundinn undirhópur hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki (ISIS) sem starfar í Afganistan og Pakistan, og eru talin vera öfgafyllstu og ofbeldishneigðustu samtök jihadista í Afganistan. Samtökin voru sett á laggirnar árið 2015 þegar völd ISIS voru sem mest í Írak og Sýrlandi. Samtökin samanstanda af afgönskum og pakistönskum öfgamönnum sem margir hverjir yfirgáfu Talibana, þar sem þeir töldu þá ekki nógu róttæka. ISIS-K eru talin bera ábyrgð á mestu ódæðisverkum síðustu ára sem beindust sérstaklega gegn stúlknaskólum og sjúkrahúsum. Þá eru meðlimir samtakanna sagðir hafa ráðist inn á fæðingardeildir og skotið barnshafandi konur og hjúkrunarfræðinga til bana. Ólíkt Talibönum, sem hafa einungis áhuga á Afganistan, eru ISIS-K hluti af hryðjuverkasamtökunum ISIS, sem breiða anga sína mun víðar í Mið-Austurlöndum og sækir sækir á vestræn og alþjóðleg skotmörk hvar sem færi gefst auk þess sem samtökin hafa beint spjótum sínum að góðgerðasamtökum og fólki í neyð. Samtökin eru með aðsetur í austurhluta Nangarhar héraðsins í Afganistan, nálægt fíkniefna- og fólksflutningaleiðum til og frá Pakistan. Þegar mest var, voru meðlimir samtakanna hátt í þrjú þúsund en eru meðlimir talsvert færri nú vegna átaka við bandarískar og afganskar hersveitir og Taliabana. ISIS-K eru sögð tengjast Haqqani, öfgafyllsta undirhópi Talibana, sterkum böndum. Þó er sagður vera mikill ágreiningur á milli ISIS-K og Talibana en þau fyrrnefndu saka Talíbana um að hafa yfirgefið sig í heilögu stríði til að semja um frið við Bandaríkin. Afganistan Hernaður Tengdar fréttir Minnst sextíu Afganar hafa farist og ISIS lýsir yfir ábyrgð Minnst níutíu hafa farist í sprengjuárás sem framin var af hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki (ISIS) á alþjóðaflugvellinum í Kabúl í dag. Þá fórust tólf bandarískir hermenn í árásinni. 26. ágúst 2021 20:11 Mannskæð sprengjuárás í mannþröng við flugvöllinn í Kabúl Að minnsta kosti þrettán manns eru látnir eða særðir eftir mannskæða sprengju- og skotárás í mannþröng við flugvöllinn í Kabúl í dag. Talsmaður talibana fullyrðir að konur og börn séu á meðal þeirra látnu. 26. ágúst 2021 13:54 Vara við mögulegum hryðjuverkaárásum á flugvöllinn í Kabúl Stjórnvöld í Bandaríkjunum, Bretlandi og Ástralíu vara þegna sína við mögulegum hryðjuverkaárásum á flugvöllinn í Kabul höfuðborg Afganistans og ráðleggja þeim frá ferðalögum þangað. 26. ágúst 2021 06:41 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Sjá meira
ISIS-K er svæðisbundinn undirhópur hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki (ISIS) sem starfar í Afganistan og Pakistan, og eru talin vera öfgafyllstu og ofbeldishneigðustu samtök jihadista í Afganistan. Samtökin voru sett á laggirnar árið 2015 þegar völd ISIS voru sem mest í Írak og Sýrlandi. Samtökin samanstanda af afgönskum og pakistönskum öfgamönnum sem margir hverjir yfirgáfu Talibana, þar sem þeir töldu þá ekki nógu róttæka. ISIS-K eru talin bera ábyrgð á mestu ódæðisverkum síðustu ára sem beindust sérstaklega gegn stúlknaskólum og sjúkrahúsum. Þá eru meðlimir samtakanna sagðir hafa ráðist inn á fæðingardeildir og skotið barnshafandi konur og hjúkrunarfræðinga til bana. Ólíkt Talibönum, sem hafa einungis áhuga á Afganistan, eru ISIS-K hluti af hryðjuverkasamtökunum ISIS, sem breiða anga sína mun víðar í Mið-Austurlöndum og sækir sækir á vestræn og alþjóðleg skotmörk hvar sem færi gefst auk þess sem samtökin hafa beint spjótum sínum að góðgerðasamtökum og fólki í neyð. Samtökin eru með aðsetur í austurhluta Nangarhar héraðsins í Afganistan, nálægt fíkniefna- og fólksflutningaleiðum til og frá Pakistan. Þegar mest var, voru meðlimir samtakanna hátt í þrjú þúsund en eru meðlimir talsvert færri nú vegna átaka við bandarískar og afganskar hersveitir og Taliabana. ISIS-K eru sögð tengjast Haqqani, öfgafyllsta undirhópi Talibana, sterkum böndum. Þó er sagður vera mikill ágreiningur á milli ISIS-K og Talibana en þau fyrrnefndu saka Talíbana um að hafa yfirgefið sig í heilögu stríði til að semja um frið við Bandaríkin.
Afganistan Hernaður Tengdar fréttir Minnst sextíu Afganar hafa farist og ISIS lýsir yfir ábyrgð Minnst níutíu hafa farist í sprengjuárás sem framin var af hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki (ISIS) á alþjóðaflugvellinum í Kabúl í dag. Þá fórust tólf bandarískir hermenn í árásinni. 26. ágúst 2021 20:11 Mannskæð sprengjuárás í mannþröng við flugvöllinn í Kabúl Að minnsta kosti þrettán manns eru látnir eða særðir eftir mannskæða sprengju- og skotárás í mannþröng við flugvöllinn í Kabúl í dag. Talsmaður talibana fullyrðir að konur og börn séu á meðal þeirra látnu. 26. ágúst 2021 13:54 Vara við mögulegum hryðjuverkaárásum á flugvöllinn í Kabúl Stjórnvöld í Bandaríkjunum, Bretlandi og Ástralíu vara þegna sína við mögulegum hryðjuverkaárásum á flugvöllinn í Kabul höfuðborg Afganistans og ráðleggja þeim frá ferðalögum þangað. 26. ágúst 2021 06:41 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Sjá meira
Minnst sextíu Afganar hafa farist og ISIS lýsir yfir ábyrgð Minnst níutíu hafa farist í sprengjuárás sem framin var af hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki (ISIS) á alþjóðaflugvellinum í Kabúl í dag. Þá fórust tólf bandarískir hermenn í árásinni. 26. ágúst 2021 20:11
Mannskæð sprengjuárás í mannþröng við flugvöllinn í Kabúl Að minnsta kosti þrettán manns eru látnir eða særðir eftir mannskæða sprengju- og skotárás í mannþröng við flugvöllinn í Kabúl í dag. Talsmaður talibana fullyrðir að konur og börn séu á meðal þeirra látnu. 26. ágúst 2021 13:54
Vara við mögulegum hryðjuverkaárásum á flugvöllinn í Kabúl Stjórnvöld í Bandaríkjunum, Bretlandi og Ástralíu vara þegna sína við mögulegum hryðjuverkaárásum á flugvöllinn í Kabul höfuðborg Afganistans og ráðleggja þeim frá ferðalögum þangað. 26. ágúst 2021 06:41